Þetta er nú búinn að vera meiri letidagurinn.Ég vogaði mér ekki út fyrren um 3 leytið en þá var hringt í mig til að líta á tvö hross sem að voru laus hérna rétt hjá Ásgarðinum.Ég stökk út í rigninguna og rokið til að telja hjá mér en allir voru annaðhvort í rúllu eða í skjóli að standa af sér veðrið.Það kom fljótlega í ljós hver átti hrossin og eignadinn var snöggur að koma með hestakerru og fjarlægja þau.
Þá var bara að skella sér í verkin og fór ég úti stóra hesthús og sinnti þar öllum sem að var nú ekki erfitt verk í dag vegna þess að enginn fór út vegna veðurs.Ég var einsog eldibrandur í gegnum kanínusalinn og alla fuglana.Þegar að ég kom aftur út þá tók ég eftir því að það voru leifar af flekkótta kanínuunganum sem ég sá undir gámnum um daginn.Ég veit alveg hver veiddi hann og snæddi hann en tíkurnar hjá mér voru hálflystalausar þegar að Magga bauð þeim í gær matarleifar sem að hún kom með með sér úr bænum.Þær fúlsuðu við matnum frá Möggu í fyrsta sinn og vorum við ekki að skilja hversvegna en núna skil ég það.Það er ekki gott að henda út kanínum fyrir utan búið hjá mér í von um að ég taki þær inn vegna þess að þær verða fljótlega að máltíð hjá hundunum mínum sem að eru ekki sófadýr heldur minkaveiðihundar og geta ekki gert að því þó að ein og ein kanína lendi í gininu á þeim.Þær eru að gera það sem að náttúran og eðlið segir þeim að gera.
Villi og Karen nágrannar mínir eru búin að taka inn hross og var gaman að kíkja í hesthúsið hjá þeim í dag.Það fór um mann fiðringur að sækja hann Biskup austur og reyna kannski að brölta á bak en ég geri það kannski í vor þegar að meira fer að birta og hlýna.Þá ætla ég að vera með Biskup og Vordísi Brúnblesadóttur,svakalega flott með tvö rauðblesótt saman.Svo verð ég að taka hann Þokka bróðir Skjónu minnar fyrir vorið og frumtemja hann fyrir eigandann en því var ég búin að lofa.Það verður spennandi að vita hvort að hann lyftir jafnvel og systur sínar þær Skjóna,Fríða og Díana Drottning! |