Við Hebbi vorum rosalega dugleg í dag.Ég setti einangrun í veggina á stíunni í stóra hesthúsinu og jagaði niður plötur sem að Hebbi setti svo upp.Meira að segja er búið að sjóða upp milligerði þannig að stían hans Fönixar er líka tilbúin handa honum þegar að hann kemur úr Háskólanáminu frá Agnari og Kamillu.Folarnir fínu biðu á meðan útí rétt áður en þeir fengu að fara í stíuna og voru orðnir langþreyttir á okkur og allri smíðavinnunni.En svo kom að því að máta þá inní stíuna og ekki voru þeir í neinum vandræðum með að hoppa yfir steypuþröskuldinn sem er soldið hár.Ég smellti af nokkrum myndum og set inn á eftir.
Rosalega var ég mikill snillingur í dag eða þannig sko.Ég var að fara niður að tjörn til andanna með brauð á Fagra Blakk (bílnum mínum)og hann spólaði bara í grasinu og bleytunni þannig að ég stökk út og setti lokuna á öðrumegin og Hebbi minn dreif að konunni til hjálpa og setti lokuna á hinumegin.Síða skellti ég mér inn í bílinn og spólaði og spólaði! Ég þjösnaði bílnum fram og aftur einsog Ómar Ragnarsson sýndi eitt í sjónvarpi að ætti að gera í hálku og fyrir rest kom ég loksins bílnum af stað og að girðingunni hjá tjörninni.Kallinn minn spurði hvernig stæði á því að bíllinn hefði ekki virkað betur hjá mér í fjórhjóladrifinu..............hehehehe ég gleymdi að setja það á.Algjör kelling hugsaði ég mér! |