Ég var ekkert sérstaklega dugleg í dag og kláraði ekki stíuna hans Hróks einsog ég ætlaði að gera.Fékk mér göngutúr og athugaði hvernig útigangurinn hefði það.Allir voru glaðir að sjá kellinguna en héldu að ég hefði gleymt traktornum til að gefa þeim fleiri rúllur.Þau fá rúllur á morgun og ekkert múður með það.Ég tók svo niður öryggislínuna sem er á milli hólfanna því að það eru hér merarbreddur sem að virða ekki svona einn streng og betra að hafa engann streng en að láta þær kenna ungviðinu að vaða á allt og yfir allt.Alveg makalaust hvað þær geta verið skemmtilegar að láta þetta ekki í friði en ég hef 3 grunaðar um verknaðinn en nefni engin nöfn.En það þarf svosem ekki að hafa þennan streng vegna þess að það eru engir graddar í haganum við hliðina á,bara geldingar.Svo gerði ég við eitt stykki hlið en efri hliðstrengurinn hjá merunum var floginn af öðrumegin.Ég er að verða hliðsérfræðingur en samt virðist vanta eitthvað meir en marglit rör á þau til að merarnar sjái hliðin.Eigið þið einhver góð ráð handa mér?
Fínu stóðhestefnin fengu að vera úti í allann dag og hafði ég hesthúsið opið fyrir þá.en til að vera viss um að ekkert skeði á meðna ég færi f´ra þá setti ég rafmagnsstreng að innaverðu við réttina og Maximus endaði á því að fá rafmagn í nebbann sinn þegar að hann fór að skoða þetta.Hann áttaði sig nú ekki alveg á því hvaðan þetta kom og leitaði á jörðinni purrandi fyrir neðan strenginn þegar að hann fékk högg á makkann.Þá hætti hann að skoða þetta nánar og hypjaði sig frá línunni og ég rölti heim í kaffi og fór svo í stóra hesthúsið útfrá og hleypti Hrók og folöldum útí góða veðrið.Ekki gerði ég nú meira vegna bakverkja sem að gerðu meira vart við sig eftir smíðavinnuna síðustu daga. En þetta hlýtur að lagast ef ég fer varlega og þá skal nú klára útfrá svo að folarnir fínu geti flutt. |