Heimasíða Ásgarðs

16.01.2006 23:53

Hestar koma og hestar fara

Er ekki best að blogga síðastliðna daga og ná upp aftur þræðinum.Það er svo mikið búið að ske að ég man ekki nema síðustu tvo daga og verður það svo að vera.Á Laugardeginum komu Magga og Inga og var nóg að gera hjá okkur í hestastússinu.Kobbi á Dúki var á leiðinni með fjögur stóðhestefni mikil sem að verða hjá mér á fóðrum í vetur.Þrír undan 1 verðlaunamerum og allir undan hátt dæmdum hestum.Feðurnir að þeim eru Leiknir frá Vakurstöðum,Galdur frá Laugarvatni,Adam frá Ásmundastöðum og Illingur frá Tóftum.Á meðan við biðum eftir að Kobbi renndi í hlaðið með þennan dýrmæta varning þá skelltum við Magga okkur útí myrkrið og náðum í 8 reiðskólahross sem að áttu að fara í bæinn næsta dag en þarsem Kobbi var tómur til baka þá var ákveðið og nota ferðina.Allt gekk að óskum hjá okkur Möggu og náðum við þessum átta hrossum leikandi inn þó að seint væri en karlinn í tunglinu átti góðan þátt í því að við sáum eitthvað úti og svo snjórinn sem að lá yfir öllu.Kobbi kallinn varð olíulaus á Reykjanesbrautinni þannig að hann kom ekki fyrren seint og síða meir en allt reddaðist þetta að lokum og að verða hálfeitt um nóttina hélt hann full lestaður til baka með reiðskólahrossin hans Bigga.Ekki vorum við alveg búnar að öllu því að við skutumst útí stóra hesthús til að huga að Freyju Hróksdóttur sem að var eitthvað að kveinka sér yfir of sterku heyi en hún fékk ekkert að éta um kvöldið því að hún svitnaði svo mikið af heyinu.Hún var orðin þurr og alveg til í að fá tuggu sem hún fékk af skornum skammti þó því að hún var að fara frá mér næsta dag.

Við sváfum vel stelpurnar um nóttina en Magga og Inga gistu hjá okkur í Ásgarðinum á Laugardagsnóttina.Hebbi var farinn í vinnuna sína klukkan fimm um morguninn en við sváfum frameftir og veitt ekki af.Ég var rétt búin að fá mér kaffið mitt og komin í föt þegar að Gunnar Arnars renndi í hlaðið eftir henni Freyju Hróksdóttur sem að nú er að leggja land undir hóf.Hún er að fara þann 22 Janúar til Luxemburgar og þar tekur við henni nýr eigandi sem er agalega spennt að hitta hana.Sú heitir Karin og ætlaði að kaupa Dúnu Hróksdóttur en var númer fjögur í röðinni eftir henni.Ekki var verra fyrir hana að versla Freyju sem er stærri en Dúna en Karin var að leita að hrossi sem að líkur yrðu á að yrði stórt hross í framtíðinni.

Í dag ætluðum við hjónin að gefa útiganginum en vegna veðurs var ekki farið í að ná traktornum út.Blindhríð er búin að vera á köflum og vart sést á milli bæja.Ég er ekki farin að vorkenna hrossunum enn því að þau eru með rúllur hjá sér ennþá síðan fyrir 8-9 dögum.Á morgun á að galla sig upp og bæta heyi á útiganginn.Svo á að versla ormalyf í fínu stóðhestefnin og gefa þeim inn og flytja þá í stóðhestahúsið þarsem þeir verða framá vorið.Mikið hlakkar mig til að sjá sporið í þeim!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535980
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:42:03