Ég verð að fá að kvarta pínulítið yfir veðrinu.Það er ekkert hægt að gera vegna eilífrar rigningar og myrkurs.Og ef það er ekki rigning þá er bara slyddudrulla.Nú líður mér betur!
Í gær kom fallegur rauðjarpur stóðhestur hingað til vetrardvalar og með honum hryssa undan Piltinum sjálfum.Sú heitir Díana og eru þær þá orðnar tvær hér á bæ.Díana Piltsdóttir var ekki alveg að fíla þetta fyrst og hljóp meðfram girðingunum,eitthvað ruglaðist hún og hljóp á hliðið en meiddi sig sem betur fer ekkert.Ég kallaði á merarhópinn heim að hesthúsi en ekki vildi hún sjá þær og varð hin versta við.Vildi hún ekki með neinu móti fylgja þeim eftir aftur niður í hagann svo ég rölti með henni og setti hana í rúllu og var að dunda mér í kringum hrossin þartil hún var búinn að "finna"sig í nýja hópnum.Mikið voðalega geta merarnar verið litlar í sér þegar að þær koma svona á nýjan stað.En Díana var í hópnum í rúllu í dag með hinum merunum og var orðin sátt og róleg.
Gudda vinkona kom í dag og fórum við saman í Bónus að versla.Ég hef ekki komist í búð í nokkra daga vegna bílleysis og varð alveg óð!Það stóð ekki steinn yfir steini þegar að ég hafði farið hamförum um hillurnar í Bónus.Hollt og gott var það sem ég týndi uppúr pokunum þegar að heim kom.Ekkert nema ristilhvetjandi vörur gott fólk.Nú skal taka á því eftir jólin.
Mér tókst að taka myndir í slyddunni og rigningunni og er ekki best að skella þeim inn.Og endilega kvitta í gestabókina! |