Heimasíða Ásgarðs

04.01.2006 20:37

Fráhvarfseinkenni!

Ég er alveg miður mín!Enn eitt folaldið fór frá mér í gær og núna var það hún Ylja hennar Suus.Hún var alveg til í að vera lengur hjá "ömmu" en hún hefur það alveg örugglega mjög gott þarsem hún er núna en það er á Hrauni hjá henni Valgerði vinkonu minni.Þar á bæ er ekki notaður spænir undir hrossin:))).Enda leyndarmál hvað er notað í stíurnar þar,ekki satt Valgerður mín hehehe?Nú skal ég hætta að pína þig vinkona áður en þú ferð að skjóta á móti:(((Ég sem að var að biðja um laus skot í framtíðnni skít mest útí loftið!Skamm skamm á mig,óþekk stelpa Ransý.

Hamar kom í gær til vetrardvalar og fékk að fara niður á Vinkil til meranna sökum ungs aldurs.Fínt að hafa hann þar því að þegar að vora tekur þá sé ég hvaða merar eru fyllausar og hverjar ekki.Það leynir sér ekki þegar að þær fara að slást um hann þó að hann sé geldingur.Hvernig var það með beljuna sem að át heyvagninn,allt er hey í harðindum og svo át hún eitthvað apparat á hlaðinu.Þannig verður það með Hamarinn í vor þegar að merarnar fara að ásælast hann.Nei"ætli maður bjargi honum ekki fyrr strákgreyinu.

Rosalega er þessi endalausa rigning leiðinleg og rokið með.Það er ekki hægt að fara út til hrossanna til að taka myndir einu sinni fyrir látunum í veðrinu.Sem betur fer á að fara að kóna á Laugardaginn og þorna upp.Þá er kominn tími á næstu gjöf á hrossin.Hrikalegt að fara á traktornum í grenjandi rigningu inná túnin,hann markar allstaðar í gegn.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1864
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1459
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 594500
Samtals gestir: 59700
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 06:19:49