Ég held að við séum að verða búin að fylla allar kistur af mat fyrir Jólin og veturinn.Flestar dýrategundirnar á bænum að verða að dýrindis kræsingum.Ussssss.......svona á maður ekki að setja á prent en svona er að vera bóndi.Og svona er lífið sagði einhver.
Það er búinn að vera gestagangur hér á bæ en þó í litlum mæli miðað við venjulega.Í gær kom fólk að kíkja á hest sem kom hingað í smá fitun og er mér að takast að fita klárinn og fólkið var ánægt með gripinn.Þá er ég líka ánægð.Það er nefinlega svo merkilegt hvað sum hross og sumt fólk getur verið grannt en étið og étið á meðan ég ......uhuhuhuh grát grát má ekki opna ískápinn án þess að bæta á mig kílói! Kannist þið við þetta?
Í dag fékk útigangurinn rúllurnar sínar og brauð í ofanálag.Silfri var svo glaður að fá brauðið að hann beit mig í einn puttann! Næst hendi ég brauðinu til hans! Það rigndi alveg látlaust á mig og varð ég holdvot eftir gjöfina.Ég sem hélt að það væri nóg að sitja inní heitum traktornum og stýra á meðan hliðin opnuðust og rúllurnar klæddu sig úr plastinu og garninu! skritið hvað tækninni fleygir hægt fram!
Biggi og ung dama komu í dag með fjögur hross úr Reiðskólanum og eru það að koma til að slappa af yfir jólin.Mikið voru hryssurnar lukkulegar þegar að þær komust niður á vinkil í rúllurnar með hinum merunum.Annars vissu þær ekki hvort að þær ættu að bíta gras eða borða rúllu eða bara skvetta úr hófunum! Gaman að þessum greyjum. |