Jæja gott fólk,vinir og vandamenn.Hér er lausnin á vanda mínum komin.Fann á netrölti mínu snilldarlausn fyrir mig varðandi blogg og heimasíðugerð og allt á íslensku!Hér getur maður prófað sig áfram í einn mánuð frítt og ef manni líkar kerfið þá kostar þetta ekki nema rúmar 2000 krónur á ári!
Nú er um að gera að fikta nógu mikið og prufa sig áfram.Ekkert annað að gera þegar að kuldaboli lemur rúðurnar með fyrsta snjóbyl hér í Ásgarðinum í vetur.Ég fer ekki fet út fyrren þessu slotar og hananú! |