Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Júlí

27.07.2007 12:57

Minkaveiðar og hrossastúss


Við tókum okkur til um daginn og girtum niður að nýja grjótvarnargarðinum og rifum svo upp bakkagirðinguna og hleyptum Hrók og merunum niður í Melgresið.
Mikið var gaman að fylgjast með hrossunum purra og ganga svo hikandi yfir þarsem rafgirðingin hafði verið.Folöldin urðu öll eftir og trylltust gjörsamlega yfir því að týna mæðrum sínum en þau voru sko ekki að fatta þetta!

Folöldin eru farin að missa folaldafeldinn og gaman  að sjá hvaða litur leynist undir.Sérstaklega þau sem eru undan litföróttum foreldrum.Líklega er aslystir hennar Rjúpu litförótt en hún er rauðstjörnótt og sú heitir Hefring.Við erum búin að sjá það út hér í Ásgarðinum að litförótt hross eru misjafnlega litförótt eða með öðrum orðum,þau geta verið mikið ljós á búkinn eða mikið dökk með fáum ljósum hárum á búknum.
Þannig að það getur tekið óratíma fyrir sum folöldin að sýna framá það að þau séu litförótt á meðan önnur eru greinilega litförótt.
EN.......ég fékk póst um daginn þarsem líst var fyrir mér hvernig líkurnar á því að fá litförótt folald eða bara folald yfir höfuð eru ef maður parar saman tvö litförótt hross.
Hér er það sem einn litaspekúlantinn sendi til mín:

Varðandi litföróttu hrossin þá er arfhreint litförótt dauðagen, þ.e ef þú parar saman 2 litförótt hross þá færð þú 25 % færri folöld þar sem að þau folöld sem eru arfhrein drepast á fósturskeiði. 25% ættu að verða arfblendin litförótt og 25% "einlit"
Folaldið á myndinni hér fyrir ofan er undan tveimur litföróttum foreldrum og greinilega ekki með dauðagenið .

Hringur kallinn fór í heilbrigðisskoðun um daginn og flaug í gegnum hana.Hann var röngen myndaður í bak og fyrir með nýjustu græjum hjá sínum dýralækni og var mikið gaman að geta skoðað myndirnar strax í tölvu.
Nú er hann kominn með heilbrigðisvottorð og hægt að tryggja drenginn í bak og fyrir.Hann er nefnilega að fara að heimann í hálfann mánuð í prufu hjá einni sem er að pæla í honum sem verðandi reiðhesti og kannski meira.
Tvistur bróðir hans er seldur og fór norður í gær til nýs eiganda.
Innilega til hamingju með Tvistinn,hér er linkur inná nýja síðu hjá eiganda hans http://www.123.is/storholl/


Ég sjáft afmælis"barnið" verð nú eð skella inn einni mynd af mér sem hún Magga tók af okkur Töru niður í fjöru á afmælisdaginn minn.Kellan orðin 41 og sér ekki á henni! Smá rispa á húddinu hehehehehehehe....................Nei" segi nú bara svona .
Alveg rétt" ég steingleymdi að segja hvað hún Tara er hress og spræk þrátt fyrir veikindin!Hún gaf hinum tíkunum ekkert eftir á hlaupunum í Grindavíkinni um daginn.Hljóp og hljóp í hitanum og góða veðrinu og fann mink sem reyndar var svo slunginn og djúpt niðri að það var ógerlegt að ná kauða.
Tara var meira að segja svo hress í gær þegar að við Hebbi skruppum í kaffi á næsta bæ að á meðan hún átti að vera heima stillt í fína stóra hundabúrinu sínu frammá gangi þá braust hún útúr því með kjafti og klóm,fór uppá öll borð í eldhúsinu og kláraði af diskunum kjúklingabeinin!
Klikkti svo út með því að pissa á mottuna framá gangi og þegar að við komum heim þá stóðu englavængirnir á henni útí loftið og hún lét okkur sko vita að það hefði ekkert verið til að drekka með öllum kræsingunum!
Hún er sko hreint út sagt ótrúleg þessi tík!!!
Ég á sko til margar sögur af henni Töru og ein sú minnistæðasta og er það kannski ekki skrítið en hún hafði þann háttinn á þegar að hún fór með manni í bíltúr td útí búð þá varð annað okkar að vera hjá henni útí bíl og bíða því EF maður vogaði sér að skija hana ALEINA eftir í bílnum þá dundaði hún sér við það að skíta í sætin afturí,farþegasætið frammí og LÍKA í bílstjórasætið!!!
Eitt sinn ætluðum við að leika á hana þegar að við fórum á sýningu hjá Stóðhestastöð Ríkisins og bundum hana þétt niður við gólf í framsætinu og settum rifur á gluggana.Hún var ekki lengi að rífa í sig útvarpið í bílnum og eyðileggja það,rústa hanskahólfinu,losa sig og rífa niður klæðninguna í kringum gluggana og tæta bílinn í tætlur!
Hún kenndi okkur það að ein skildi hún ekki vera til friðs nema í járnbúri.Plastbúrin léku í loppunum á henni eins og fis.Út komst þessi litla tík líkt og hún gerði í gærkveldi.
Hún var nefnilega innilokuð að mestu fyrstu 9 mánuði ævi sinnar þegar að við fengum hana og vorum við 4 eigendur að henni.
En þrátt fyrir allt sem gekk á með hana blessaða þá hefði ég ekki viljað missa af því að eignast þessa elsku.Góðu dagarnir hafa verið mörgum sinnum fleiri en þeir erfiðu sem eingöngu þroskuðu okkur sem hundeigendur .

Tara að njóta veðurblíðunnar niður á fjörubakka við Garðskagavita.


22.07.2007 15:07

Folaldaalbúm loksins gerð!

Það tók mig óratíma að gera 4 folaldaalbúm skal ég segja ykkur.Ég byrjaði á hádegi í fyrradag og var að til að vera 1:30 um nóttina og stóð nánast varla upp frá tölvunni og ég fékk vægt ógeð á tölvuvinnu.Aumingja fólk sem þarf að sitja við tölvu allann daginn í vinnunni og verður að vinna við þetta svo mánuðum og árum skiptir.
Það var einhver villa í kerfinu sem olli því að myndirnar af folöldunum birtust ekki í fyrstu en svo notaði ég annað kerfi og þá komu myndirnar tvöfalt!
En þær eru loksins komnar og getið þið kíkt á albúmin í flokknum myndaalbúm hér uppi til hægri .

Tara gamla mamma hennar Buslu var að greinast með krabbamein.
Hrikalegt að uppgötva að gamla tíkin okkar sem við héldum náttúrulega að væru eilíf sé á förum frá okkur.Hún er orðin 11 ára gömul og búin að ganga í gegnum súrt og sætt með okkur í ein 10 ár.
Við fengum hana til okkar í smá þjálfun sem endaði með því að hún fór ekkert frá okkur aftur.Hún var svo erfið blessunin og illa öguð að það var ekki hægt fyrir venjulegt fólk að eiga hana.
En með þolimæði og tíma þá tókst okkur að aga hana til og virkja hana sem minkaveiðihund en reyndar var það hún sjálf sem benti okkur á það að hún gæti sko nýst okkur hér á bæ og sjáum við ekki eftir því að hafa tekið hana endanlega að okkur.
Hún nefnilega tók uppá því óbeðin að smala heim minkum og halda þeim við td húshorn og gelta alveg brjáluð þartil "pabbi" sótti byssuna og skaut þá.Hún hreinlega hreinsaði megnið af minknum hér í Ásgarðinum en hún smalaði heim 15 minkum á fyrstu 8 mánuðum eftir að hún kom til okkar.
Enda hefur Æðarfuglinn ákveðið að hér sé gott að vera eftir að Tara kom í Ásgarðinn.
Eftir það pöruðum við hana við frábærann og geðgóðann minkaveiðihund frá Veiðimálastjóra sem hét Lubbi og var undan Buslu gömlu hans þorvaldar Björnssonar Aðstoðarveiðistjóra.
Útúr því goti fengum við fullt af skemmtilegum hvolpum þarámeðal henni Dimmu sem býr í Njarðvíkunum og heimsækir stundum "ömmu" og "afa" í sveitina en hún þekkir okkur alltaf og tryllist af kæti þegar að hún sér okkur .
Busla okkar er líka úr þessu sama goti en þær systur eiga bróðir í RVK sem er hreint út sagt frábær veiðihundur í bara allt.
Púlli kann að ná mink, tekur stand á Rjúpu og sækir allan fugl og líka í sjó hvað sem brimið lemur á honum þá fer hann alveg glerharður útí til að sækja.Þennan hund þjálfuðum við að stórum hluta en eigandi hans á bara eftir að fara með hann á Gíraffaveiðar þannig að hann Púlli er fjölnota veiðihundur þótt lítill sé og frábær heimilihundur líka .
Þannig að hún Tara okkar er aldeilis búin að gera það gott á þessum 10 árum sem við erum búin að eiga hana.Skila áfram frábærum einstaklingum jafnvel betri en hún sjálf er til veiða enda er Taran okkar frekar fínleg tík og er blanda af puddle-Terrier.
En þrautseigjan í þeirri gömlu er lofsverð og í  dag ætlar hún að fara með okkur í sína síðustu minkaveiðiferð til Grindavíkur.
Þrátt fyrir veikindin þá getur hún enn tekið sínar rispur og virðist ekki kveinka sér neitt líkamlega ennþá.
Matarlystin er kannski ekki einsog hún var en glöð er sú gamla og tætir tuskubeinið sitt alveg hægri vinstri og eitt alveg elskar hún...........................

Það er að skammast í ryksugunni!
Hún alveg elskar að bíta í ryksuguhausinn og togar í hann og urrar og geltir á hann .
Alveg rétt! Fyrir þá sem keyptu sér hvolp undan Buslu og Kubb þá fann ég heilsubækurnar þeirra! Ég lét þær á svo góðan stað til að týna þeim ekki að ég týndi þeim.
En semsagt þær eru fundnar og ég ætla að senda þær á morgun til eigenda sinna en hvolparnir eiga að fara í næstu Parvó sprautu þann 26-07 eða þar um bil sagði Dýralæknirinn okkar.
Það eru 4 rakkar eftir úr gotinu ef einhver hefur áhuga á því að kaupa sér efnilegann veiðifélaga eða bara heimilishund því við höfum sett það sem kröfu að hvolparnir frá okkur séu undan barnvænum foreldrum og Busla og Kubbur eru nátturulega afbragðs geðgóð við börn og bara alla þrátt fyrir að breytast í hörkuduglega veiðihunda þess á milli.
Þangað til næst,njótið veðurblíðunnar og farið vel með ykkur.
Ps. Íris í Þýskalandi sendi mér lag sem kom mér í algjört tiltektarstuð!!!!
Hér er lagið http://www.youtube.com/watch?v=1ojlSsxqIM8
 Og svo allir út að ryksuga hehehehehe.........eða inn,veðrið er bara svo gott að það er ekki hægt að rysksuga inni!!!!!!

15.07.2007 13:44

Heyskapur hafinn:) Meiðastaðir og Kothúsatún slegin.


Veðjar frá Ásgarði með vinkonu sinni Klökk í blíðunni.

Það er alveg brakandi þurrkur og jörð farin að skrælna hreinlega hér í Ásgarðinum.Folöldin blása út og leika sér í veðurblíðunni á milli þess sem þau fá sér volgann sopann úr mæðrum sínum og lúra svo í hitanum.
Við erum byrjuð á okkar heyskap og búin að slá Kothúsatúnið og Meiðastaðatúnin.Heyfengur verður greinilega góður í ár þrátt fyrir þessa þurrka sem ég ætla að leyfa mér að segja að geysi hér um.Maður kann nú varla að tala um svona veður sem er búið að vera hér í fleiri vikur en vinafólk okkar var hér um daginn og vorum við að tala um að loksins hafi ringt  en sögðum alltaf"loksins hætti að rigna í tvo daga! Ætluðum að reyna að segja að loksins hafi ringt í tvo daga hehehehehehehe...................

Týr Hróksson  Litlu-Lapparson að sperra sig í blíðunni.Til sölu sá sperrti.Fallegt svifbrokk og töltið laust.

Hér er búið að vera gestkvæmt með afbrigðum.Síðastliðinn Mánudag og Þriðjudag komu hingað milli 20-30 manns.3 dömur frá Sviss gistu hér í tjaldi fyrir utan og sváfu nú ekki mikið vegna þess að það kom aldrei myrkur? Svo voru fuglarnir að "ráðast" á tjaldið um morguninn???Kannski löbbuðu endurnar kvakandi framhjá hehehehehehe..............
En veðrið þótti þeim frábært en það var mun hlýrra hér og skemmtilegra veður en í Sviss þegar að þær fóru þaðan.
En þær skemmtu sér konunglega og skoðuðu hross og fleira og fóru svo af stað en þær ætla hringinn í kringum Íslandið.
Mona og Hekla komu líka að mynda og skoða hross.Gaman að fá þær í heimsókn og spjalla .
Magga og Inga kíktu hér líka en þær teljast nú varla til gesta enda heimalningar hér á bæ .
Siggi Dímonar og Sibba komu úr Borgarfirðinum með krílin sín 3 að skoða öll dýrin á bænum.Það var nú sko stuð hjá þeim litlu en ekki gaman hjá Sigga og Sibbu þegar að Blakkur (bíllinn) þeirra ákvað að læsa lyklana inni! Þetta er svo fínn og flottur bíll að ég bjóst bara næst við því að hann æki sjálfur á brott! Allur í tölvukerfi og flottheitum. Já"hann Black Beauty okkar kæmist nú ekki upp með neina svona stæla því honum yrði nú einfaldlega hótað að fara á næstu partasölu og í brotajárn!
En svona er nú gott að vera í Ásgarðinum að bílarnir læsa sér og verða staðir á hlaðinu hehehehehehehehe.............Ég skal sko alveg ættleiða hann Blakk þinn Siggi minn !

Tvistur og Sigrún. Tvistur er seldur/sold!

Sigrún,Gert og Ástrún komu frá Danmörkunni og er Sigrún alveg óð að fá að fara á hestbak og er búin að vera að vinna í honum Tvist okkar.Aumingja Tvistur skilur ekkert í mannfólkinu sem skreytir hann með allskonar búnaði,prílar á bak og lætur hann fara hring eftir hring með "þunga" byrði .Ætli það sé ekki löngu tímabært að hesturinn fari að vinna fyrir mat sínum en blessaður klárinn fer að renna út á tíma enda orðinn 8 vetra og rétt reiðfær í gerði.
Ef einhver hefur áhuga á að versla sér þennan klár þá endilega hafið samband í netfangið herbertp@simnet.is .Eða í síma 869-8192 Ransý
Hann er skeiðmegin í lífinu en töltir á hringnum.

Biskup fékk líka sína hreyfingu þó járnalaus væri enda betra að hafa hemil á honum án skeifna.Smá spotti gerði honum nú bara gott og vel var hann viðráðanlegur blessaður svona akfeitur og fínn hehehehehehehe...............
Hann er núna að passa nýju hryssurnar sem Sigrún var að versla sér og gerir það nú bara gott! Önnur er í hestlátum og hossar klárinn sér óspart á henni líkt og fullkominn stóðhestur væri en engin meðlög eða eftirmálar verða eftir það enda klárinn geltur á unga aldri.Sko minn dreng...................

Askur greyið er alveg miður sín yfir því að hafa verið tekinn frá hryssunum sínum! Segist vel geta gert það sem ætlast var til  af honum!!! Kannski var ég of fljót á mér að dæma hann of kjarklausann í verkefnið en hann var svo vægur og alltof dannaður við hryssurnar sínar sem ég setti hann í.
Hann er búinn að gráta yfir girðinguna og sýna allt sitt stolt og gera allar hundakúnstir sem ég vil fá að sjá hjá hesti sem á að sinna sínu stóði.Merkir með taðhrúgum og sprænir í allar áttir .Þykist vera algjör tappi en hvað skeður ef hann fengi að fara aftur í hryssu?
Verð ég ekki að finna eina geðgóða þæga handa honum að æfa sig á????
Farin út í heyskapinn  elskurnar mínar!

04.07.2007 16:09

Allt að skrælna í blíðunni


Hér er allt að skrælna af þurrki og spretta í lágmarki.Sem betur fer þá er enn næg beit handa hrossunum og veðurfréttakallinn á RUV lofar að það muni þykkna upp um helgina og fara að rigna.
Það er alveg furðulegt hve erfitt er að gera manni til hæfis með veður.Í vetur ringdi látlaust með roki svo útigangurinn stóð blautur og erfitt var að halda almennilegum ballans á fóðurgjöfinni.
Heyið vildi fjúka frá þeim í allar áttir og og traktorinn sporaði allt út svo ljót för mynduðust á jörðinni okkar.
Svo kom vorið og sumarið með þvílíkum hita og yndislegu veðri þá veinar maður eftir rigningu og smá andvara!
En það er ekki hægt að kvarta yfir því hve ofboðlega fallegt er að sitja útí seint á kvöldin þegar að sólin er að setjast.

Það var tilkomumikið að sjá þetta risastóra skemmtiferðaskip sigla útúr Faxaflóanum!Þvílíkur risi og það var eins og það skriði eftir túninu! Þegar að ég verð stærri þá kannski fer ég í ferð með einu svona .

Hvolparnir eru farnir að renna út eins og heita lummur.Tveir fara í Sandgerði,einn fer í Þykkvabæinn og einn fær að búa hjá okkur áfram þannig að það eru eintómir strákar eftir.
Það er ekkert smá gaman hjá þeim en þeir eru farnir að vera útí risastórri girðingu á daginn og fannst þeim þetta algjört ævintýri að fá að skottast svona einir um í hinum stóra heimi.Auðvitað er ekki langt í mömmu Buslu og ömmu Töru.Einhver verður að reyna að hafa hemil á þessum orkuboltum.
Mér finnst þetta got vera alveg einstaklega skemmtilegt og fjölbreyttir kartakterar í hópnum.

Blesarnir hennar Deidrie þroskast vel og eru hinir sprækustu.Heljar og Pálmi verða heima í sumar en það er ekki um margar girðingar að velja ef maður vill koma tittum í fóstur.Sérstaklega þegar að maður vill aðeins geta fylgst með og jafnvel tekið þá heim snemma að hausti þegar að veður geta farið að bíta í rassinn á svona ungum og óhörðnuðum tittum.Það skiptir nefnilega svo miklu máli að trippin nái að fita sig vel fyrir veturinn og haustbeitin sé góð og ekkert komi fyrir þau þá pluma þau sig betur yfir veturinn.
Ein vika til eða frá þarsem þau lenda í kalsa rigningu og slyddu getur skipt sköpum fyrir þau hvað varðar fituforða fyrir veturinn.

Jæja elskurnar mínar,hafið það gott og ég er farin út að vinna við dýrin mín bæði stór og smá .

01.07.2007 01:36

Hrókur setur í fyrir næsta ár:)


Það er mikið að gera hjá þeim feðgum Hrók og Óðni Hróksyni.Báðir alveg á fullu að fylla á merarnar svo við fáum folöld að ári.
Hrókur er alveg á þönum við að verja sitt svæði en það er soldið þröngt á stóðhestunum hérna í Ásgarðinum.Þetta sleppur samt vegna þess hve rafmagnshræddur Hrókurinn minn er en hann stígur varla yfir band sem liggur á jörðinni nema að purra og hnusa mikið fyrst.
Hann hefur nú svosem gott af því að halda sér í formi þó það sé ekki nema fyrir þolið áður enn hann fer í þjálfunina uppí Borgarfjörð.
Það styttist nefnielga óðum í það að klárinn fari í þjálfun til hans Agnars Þórs sem ætlar að vita hvort hægt sé að tutla eitthvað meir úr klárnum.
Mér þykir ekki ólíklegt að drengurinn sá fari létt með að kreista úr klárnum það sem til er en það hefur ekki verið reynt til hins ýtrasta hvað hann getur.



Hvað haldiði að kallinn minn hafi verslað sér um daginn! Litla netta gröfu til að létta undir með okkur störfin hér á bæ.
Vorum ekki lengi að prufukeyra gripinn og byrjað var að klára að laga hólf fyrir þá Heljar og Pálma sem eru stóðhestefni sem fara svo til Bandaríkjanna þegar að fram líða stundir.
Þetta apparat er ekkert smá þægilegt og verður hægt að moka útúr stóðhesta stíunum líka með því að kippa húsinu ofanaf á meðan!
Kallinn minn alveg ljómaði með nýja gripinn og varð ég næstum því afbrýðisöm! Nei" hehehehehe.............ekki útí gröfu .

Ég bara varð að fá að setja þessa fallegu mynd af Íris á Lokk Brúnblesason frá Ásgarði sem hún sendi mér í gær.
Klárnum er mikið riðið berbakt og dillar hann sér á tölti og brokki á vídeóinu sem ég fékk líka sent.
Ekkert smá þægur og vel taminn hjá henni Íris!
Takk fyrir öll videóin Íris mín,klárinn er orðinn mjög flottur hjá þér!
Og ég sé að hann fær nóg að borða hehehehehehe.........ömmustrákurinn .
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297383
Samtals gestir: 34240
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:22:40