Heimasíða Ásgarðs

22.07.2007 15:07

Folaldaalbúm loksins gerð!

Það tók mig óratíma að gera 4 folaldaalbúm skal ég segja ykkur.Ég byrjaði á hádegi í fyrradag og var að til að vera 1:30 um nóttina og stóð nánast varla upp frá tölvunni og ég fékk vægt ógeð á tölvuvinnu.Aumingja fólk sem þarf að sitja við tölvu allann daginn í vinnunni og verður að vinna við þetta svo mánuðum og árum skiptir.
Það var einhver villa í kerfinu sem olli því að myndirnar af folöldunum birtust ekki í fyrstu en svo notaði ég annað kerfi og þá komu myndirnar tvöfalt!
En þær eru loksins komnar og getið þið kíkt á albúmin í flokknum myndaalbúm hér uppi til hægri .

Tara gamla mamma hennar Buslu var að greinast með krabbamein.
Hrikalegt að uppgötva að gamla tíkin okkar sem við héldum náttúrulega að væru eilíf sé á förum frá okkur.Hún er orðin 11 ára gömul og búin að ganga í gegnum súrt og sætt með okkur í ein 10 ár.
Við fengum hana til okkar í smá þjálfun sem endaði með því að hún fór ekkert frá okkur aftur.Hún var svo erfið blessunin og illa öguð að það var ekki hægt fyrir venjulegt fólk að eiga hana.
En með þolimæði og tíma þá tókst okkur að aga hana til og virkja hana sem minkaveiðihund en reyndar var það hún sjálf sem benti okkur á það að hún gæti sko nýst okkur hér á bæ og sjáum við ekki eftir því að hafa tekið hana endanlega að okkur.
Hún nefnilega tók uppá því óbeðin að smala heim minkum og halda þeim við td húshorn og gelta alveg brjáluð þartil "pabbi" sótti byssuna og skaut þá.Hún hreinlega hreinsaði megnið af minknum hér í Ásgarðinum en hún smalaði heim 15 minkum á fyrstu 8 mánuðum eftir að hún kom til okkar.
Enda hefur Æðarfuglinn ákveðið að hér sé gott að vera eftir að Tara kom í Ásgarðinn.
Eftir það pöruðum við hana við frábærann og geðgóðann minkaveiðihund frá Veiðimálastjóra sem hét Lubbi og var undan Buslu gömlu hans þorvaldar Björnssonar Aðstoðarveiðistjóra.
Útúr því goti fengum við fullt af skemmtilegum hvolpum þarámeðal henni Dimmu sem býr í Njarðvíkunum og heimsækir stundum "ömmu" og "afa" í sveitina en hún þekkir okkur alltaf og tryllist af kæti þegar að hún sér okkur .
Busla okkar er líka úr þessu sama goti en þær systur eiga bróðir í RVK sem er hreint út sagt frábær veiðihundur í bara allt.
Púlli kann að ná mink, tekur stand á Rjúpu og sækir allan fugl og líka í sjó hvað sem brimið lemur á honum þá fer hann alveg glerharður útí til að sækja.Þennan hund þjálfuðum við að stórum hluta en eigandi hans á bara eftir að fara með hann á Gíraffaveiðar þannig að hann Púlli er fjölnota veiðihundur þótt lítill sé og frábær heimilihundur líka .
Þannig að hún Tara okkar er aldeilis búin að gera það gott á þessum 10 árum sem við erum búin að eiga hana.Skila áfram frábærum einstaklingum jafnvel betri en hún sjálf er til veiða enda er Taran okkar frekar fínleg tík og er blanda af puddle-Terrier.
En þrautseigjan í þeirri gömlu er lofsverð og í  dag ætlar hún að fara með okkur í sína síðustu minkaveiðiferð til Grindavíkur.
Þrátt fyrir veikindin þá getur hún enn tekið sínar rispur og virðist ekki kveinka sér neitt líkamlega ennþá.
Matarlystin er kannski ekki einsog hún var en glöð er sú gamla og tætir tuskubeinið sitt alveg hægri vinstri og eitt alveg elskar hún...........................

Það er að skammast í ryksugunni!
Hún alveg elskar að bíta í ryksuguhausinn og togar í hann og urrar og geltir á hann .
Alveg rétt! Fyrir þá sem keyptu sér hvolp undan Buslu og Kubb þá fann ég heilsubækurnar þeirra! Ég lét þær á svo góðan stað til að týna þeim ekki að ég týndi þeim.
En semsagt þær eru fundnar og ég ætla að senda þær á morgun til eigenda sinna en hvolparnir eiga að fara í næstu Parvó sprautu þann 26-07 eða þar um bil sagði Dýralæknirinn okkar.
Það eru 4 rakkar eftir úr gotinu ef einhver hefur áhuga á því að kaupa sér efnilegann veiðifélaga eða bara heimilishund því við höfum sett það sem kröfu að hvolparnir frá okkur séu undan barnvænum foreldrum og Busla og Kubbur eru nátturulega afbragðs geðgóð við börn og bara alla þrátt fyrir að breytast í hörkuduglega veiðihunda þess á milli.
Þangað til næst,njótið veðurblíðunnar og farið vel með ykkur.
Ps. Íris í Þýskalandi sendi mér lag sem kom mér í algjört tiltektarstuð!!!!
Hér er lagið http://www.youtube.com/watch?v=1ojlSsxqIM8
 Og svo allir út að ryksuga hehehehehe.........eða inn,veðrið er bara svo gott að það er ekki hægt að rysksuga inni!!!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 312806
Samtals gestir: 36907
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 04:45:02