Heimasíða Ásgarðs

23.12.2023 16:40

Hrókur frá Gíslabæ fallinn


 

Nú er þessi höfðingi fallinn 25 vetra gamall ?.

Hann fékk hvíldina sína í októberlok saddur lífdaga en enn í fullu fjöri.

Það er alltaf gaman þegar að maður fær svona grip uppí hendurnar en ég keypti Hrók þegar að hann var 6 mánaða folald.

Fyrir átti ég bróðir hans sammæðra Biskup frá Gíslabæ sem var með betri reiðhestum sem ég hef kynnst um ævina.

Það kom svo í ljós að Hrókur var rólegri týpan en Biskup bróðir sem var alltaf öskuviljugur þó hann tæki ekki í taum.

Hrókur var svona meiri týpa fyrir alla fjöslkylduna,barnið,foreldrana og ömmu og afa.

Hann á afkvæmi víðsvegar um heiminn sem hafa glatt marga og gaman að fá fréttir af þeim reglulega.

Ég mun fá að sjá hans síðustu afkvæmi koma í heiminn í vor.

Það verður skrítið að hafa engan Hrók til að hleypa til meranna í kringum 1 Júni á næsta ári.

Hann var vanur að láta mig vita með hegðun sinni að klukkan hans væri að verða 1 júní og það væri tímabært að opna hliðið niður á bakka þarsem hann eyddi sumrinu með dömunum sínum.

Hann fylgdist grannt með ef hestakerra mætti á hlaðið og vafði sig allan upp því von gæti verið að gestahryssa væri í henni.

Ávallt tók hann vel á móti hryssum í hólfið sama þó bætt væri á hann um mitt sunar.

Svona hestar eru alveg einstakir í lund.

Takk fyrir allt Hrókur minn,hittumst síðar hinumegin við regnbogabrúna????

01.01.2023 16:11

Gleðilegt nýtt ár 2023

Áramótin hér á bæ voru róleg enda við bara tvö í kotinu.
Við gáfum öllum vel í gær og skildum eftir ljós í fjárhúsinu svo kindurnar yrðu síður varar við flugeldana og lætin ef einhver yrðu.
Hér er enn mikill snjór og fýkur hann jafnaharðann í skafla aftur og hefst varla undan að moka.
Nú er Steinar á Hólabrekku búinn að koma hingað fjórum sinnum og moka til að við getum gengt skepnum hér á bæ!
Þar áður kom Tryggvi líka og mokaði.
Þessi vetur verður eitthvað ef fer ekki að hlýna aðeins svo eitthvað af þessum snjó bráðni aðeins niður.

 

 

01.10.2022 21:51

Folöldin að seljast

Tvö af þremur folöldum fæddum í ár eru seld.
Við höfum verið ansi heppin með kaupendur að folöldunum og kaupendurnir svo ánægðir með gripina að þeir hafa viljað ná sér í fleiri gripi hér á bæ.
Hrókur er auðvitað afskaplega ánægður með þetta allt saman enda á hann orðið afkvæmi víðs vega um heiminn.
Hann varð 24 vetra síðastliðið vor og enn er hann að fylja blessaður en ég finn það á honum að hann er farinn að reskjast og róast mikið.
Þessar þrjár merar sem við eigum og eru í folaldseign duga honum vel en hann slær nú ekki hófnum á móti einni og einni gestahryssu samt sem áður.
Ef hestakerra keyrir hér í hlaðið þá spennist sá gamli upp og er hann alveg viss um að það sé von á hryssu til sín.
Þessir gömlu eru ekki svo vitlausir!

Jarpa hestfolaldið er selt/sold
Faðir Hrókur frá Gíslabæ
Móðir Rák frá Ásgarði
Bleikskjótt merfoald selt/sold
Faðir Hrókur Gíslabæ
Móðir Lotning frá Ásgarði

 

16.09.2022 13:06

Flokkunargangur

 

Ég hef seint verið talin montin en nú bara verð ég að monta mig????.
Ég lét gamlan draum rætast og keypti mér flokkunargang fyrir sauðfé.
Það verður mikill munur að eiga við kindurnar og lömbin núna en ég er alveg hætt að ráða við að ragast í þeim án harmkvæla og blótsyrða.
Ef þær traðka ekki ofaná ristunum á mér á meðan að ég er td að bólusetja ærnar eða flokka þá pissa þær stígvélin mín full!
Nú er sá kafli í mínu lífi lokið að ég sé hlandblaut í fæturnar útí fjárhúsi blótandi og bölvandi????.
Ég sé í anda féð renna inní rögunarganginn möglunarlaust,standa kyrrar og leyfa mér að bólusetja sig og taka á þeim heilsufars tékk án mótmæla.
Þetta er sko draumurinn en veruleikinn verður kannski annar????.
Líklega þurfa þær að læra að renna í gegnum þetta nýja apparat nokkrar ferðir þartil þær samþykkja hann.

10.09.2022 14:47

Kindur og aftur kindur

Nú er haustið skollið á með öllum sínum verkum framundan.
Lömbin blása út í haganum með mæðrum sínum.

 
 
 

30.04.2022 12:37

Vorið komið

Nú er vorið brostið á með sauðburði og meðfram er konan að grúska í matjurtabeðunum sínum.
Súlukirsið byrjað að blómstra og eplatréð einnig að mynda knúbba.



 

Eplatréð

 


 

 

 


Súlukirsið 

30.11.2021 19:16

Fengitími hafinn 28 Nóvember



Þá er stuðið hafið í fjárhúsinu en ég sá að tími var kominn til að hleypa Haraldi hárfagra til kindanna.
Hann var ekki fyrr kominn inn til þeirra þegar að tvær þustu til hans og buðu honum upp í dans!
Hann skiptist á að dansa við þær og fór þetta allt sómasamlega fram.
Þetta voru þær Bella símamær og Finka sem voru svona hrifnar af honum Halla en allt annað var uppá teningnum næsta dag.
Þá sneru þær bara uppá sig og vildu ekkert með hann hafa.




Hann þurfti ekki að bíða lengi því skyndilega kemur hún Bomba Fánadóttir aðvífandi og komin í ballskóna!
Þau dönsuðu frammá rauða nótt eða alveg þangað til að bráði af henni dansgleðin og hún sneri uppá snoppuna og vildi ekkert við hann Halla tala meir.
Skrítnar þessar kvenkindur hugsaði Halli og lagðist á meltuna og gubbaði upp hverri tuggunni á fætur annari og tuggði hugsi,hvíldi sig svo eftir allt þetta ballstand.



28.11.2021 21:28

Síðbúin slátrun

Kindin hennar dóttur minnar var eitthvað skrítin í afturfótum og eftir skoðun þá var ákveðið að hún var ekki á vetur setjandi.
Við sáum ekkert athugavert  við hana  en það var ekki gerandi að hafa hana svona þannig að hún var felld.
Þar sem dóttirin er mikil áhugamanneskja er varðar sjálfsbjargar viðleitni þegar að mat kemur þá bað hún um að fá að hantera kindina sína frá A-Ö eftir að hún var felld.
Henni tókst vel upp við fláningu og taka innanúr skrokknum með góðum leiðbeiningum frá Hebba.
Eftir að skrokkurinn var búinn að hanga í tilsettan tíma þá mættu þær mæðgur og sú litla svaf í stólnum sínum megnið af tímanum sem tók að úrbeina kindina og hakka það sem átti að hakka.
Er stolt af dóttur minni því þetta er nokkuð afrek að bæði flá og taka innanúr fullorðinni kind.



  Að vanda sig við úrbeininguna


Smá glens 

Sú stutta í klappliðinu 


Svo sofnaði hún inná milli
Sko,þarna stendur að þetta heiti svampar!

25.11.2021 23:03

Hana nú og hanagal



Nú eru hænurnar að hrökkva í gang hver á fætur annari.
Ég fékk þrjú egg frá þeim í dag.Hanarnir farnir að sinna þeim og gala!
Þeir eru fjórir talsins og ætla ég að fækka þeim.Einn verður að öllum líkindum sóttur um helgina ef veður leyfir en hann ætlar að flytja austur fyrir fjall.
Tveir hanar eru því að leita sér að heimili og ef ekki finnst heimilið þá bara fer sem fer.Hanalandið verður þá þeirra dvalarstaður framtíðar ef enginn vill fá þá.




Þessir tveir eru ólofaðir ef einhver vill fá sér hana.



Þær elska að verpa í hálm hreiðrin sín



Þessi hæna var sú fyrsta til að hefja varp af ungunum 





Þessi fallegi hani ætlar að sinna hænum fyrir austan 

20.11.2021 21:40

Gjafadagur,hófar klipptir og ormahreinsun



Gestahryssa að fá kögglana sína

Stórgóður dagur í dag!
Fengum ungann og frískann mann í að klippa hófa á hrossunum hér á bæ.Hann var alveg eldsnöggur að þessu drengurinn og það sem mér finnst sniðugt við aðferðina hans er að hann vill helst að hrossin séu óbundin meðan að hann klippir hófana.
Reyndar eru aðferðirnar svolítið frjálsar líka en það fer eftir því hvaða hross á í hlut hvaða aðferð er notuð.


Rauður Röskvu og Hróksson að fá sér ylvolga mjólkina

Ein hryssan er svolítið viðkvæmt blóm og þarf ég að standa við hana og ræða öll heimsins mál á meðan að hún fær hófsnyrtingu.
Önnur lætur líkt og fáviti en dettur á dúnalogn ef ég stend og moka kögglum í hana svo hún standi nú kjur.
Þriðja er alveg agalega þæg og góð og svo er það auðvitað þægasta hrossið í hópnum hann Hrókur gamli enda mikið taminn hestur.


Rák með vindóttan Hróksson 

Maður bara notar þær aðferðir sem virka og þá eru allir sáttir.
Þegar að búið var að snyrta alla fætur þá gerði ég svolítið sem ég er á báðum áttum hvort rétt hafi verið að gera.
Ég KLIPPTI fax og ennistoppa á merunum og Hrók og nú lítur hann nánast nákvæmlega út og langafi hans Nökkvi frá Hólmi!


Hróksafkvæmi undan Lotningu og Röskvu Astródætrum

Svo stytti ég taglið á öllum og ormahreinsaði alla og náði einnig að ormahreinsa folöldin þrjú.
Síðan gáfum við út rúllur og hleyptum hrossunum út í hólfin sín.

Þá var næst á dagskrá að fara í fjárhúsið að gefa skepnunum og athuga hvort einhver kindin væri tilkippileg við hrútana.
Engin að ganga í dag og allt í rólegheitum.
Við útbjuggum sér stíu fyrir hrútana inni hjá kindunum og núna er gott að geta fylgst með í myndavélakerfinu hvort dömurnar séu að gefa hrútunum hýrt auga.
Ég ætla að byrja að hleypa til í kringum 7 Desember cirka.



Hænurnar fluttu inní vetraraðstöðuna sína í gær og urðu þær svo þakklátar að ein var búin að verpa eggi í dag.


Semsagt nýju 7 mánaða gömlu easter egger ungarnir eru að byrja varp svona rétt fyrir jólin svo konan ætti að geta bakað einsog 12 sortir.......... eða ekki lol!


12.11.2021 22:41

Bæjarskersréttir


Féð að renna í rennuna sem leiðir það inní réttina

Skruppum í Bæjarskersrétt í dag en nú var verið að smala fullorðnu kindunum heim en þær fengu að njóta haustsins aðeins lengur uppí hólfi eftir að lömbin voru tekin undan þeim fyrr í haust.
Féð leit vel út og var fallegt.Gaman að hitta hina bændurnar og var veðrið ágætt en samt kalt.
Læt myndirnar tala sínu máli.


Sællegar komu þær úr hólfinu


Friðbjörn að leggja mótorfáknum eftir smalið


Bjarki og Jón bóndi 


Falleg fyrirsæta
Bjarki í réttarstörfum

Herbert og Friðbjörn ræða fjármálin í réttunum


Þessar rötuðu heim til sín þegar að dilkurinn var opnaður 

Voru ekki lengi að hlaupa heim ánægðar eftir sumarlanga dvöl útí heiðarhólfinu sínu

11.11.2021 22:14

Fjör í fjárhúsinu


Bomba náði að opnaði hliðið og laumaði sér inní burðarstíuna.

Gjafadagur í dag,gáfum kindunum rúllu út og settum líka inní fjárhús fyrir hrútana og ungviðið.
Hrossin fengu einnig rúllur í sitthvort hólfið.
Hrókur er sér með folaldsmerar og svo unghrossin í öðru hólfi.Það vantaði líka rúllu inní hesthús og því var reddað snarlega.

Bella og Haraldur Hárfagri

Nú er farið að lifna yfir kindunum en hún Bella símamær varð alveg ær í dag og sá ekkert nema hrútana og reyndi allt hvað hún gat að troða sér inná milli rimlanna til að koma til þeirra.
Hún hvorki sá né heyrði í köggla dallinum og þegar að allar kindurnar voru svo settar út þá gerði hún sér lítið fyrir og kom tilbaka á harðahlaupum tilbaka og beint að hrútunum í von um að geta smellt sér í gegnum rimlana.

Bella alveg að bilast að bíða eftir jólaballinu

Kindurnar fengu sauðfjárstamp sem á stendur" Alhliða sauðfjárstampur - sérframleitt fyrir íslenskt sauðfé 
Hagstætt hlutfall af kalsíum, magnesíum og fosfór Hentar fyrir fé á öllum aldri, allan ársins hring.Uppfyllir steinefna/snefilefna/vítamín þarfir gripanna".
Auðvitað gröðguðu þær þessu í sig af mikilli græðgi.

Brandugla og Embla að smakka á góðgætinu


Blámura og Blástjarna Svansdætur

Vorum búin snemma í dag og komin aftur heim fyrir myrkur.

10.11.2021 22:05

Borg óttans þrædd eftir nauðsynjum


Pikkupinn vel hlaðinn af fóðri

Fórum til RVK eftir fóðri bæði handa skepnum og mönnum í dag.
Alltaf sama umferðin þar en allt hefst þetta nú slysalaust fyrir rest.
Byrjuðum í Fóðurblöndunni og versluðum fóður handa hænunum,kindunum og hestunum.
Næst skutumst við í Lely,alltaf gaman að koma í þangað og skoða,allskonar græjur og dót til matargerðar fyrir mig að sjá.
Kallinn var aðalega að skoða græjur fyrir traktorana og einnig að leita að hnalli í "nýju" ruddasláttuvélina okkar.
Næst hentumst við í Samhenta í Garðabæ að sækja vörur fyrir Skiphólsbændur en þar á bæ er allt á fullu í undirbúningi fyrir reykingu og vantaði þeim ýmislegt í kringum það.

Hvað skildi Ikea geitin fá lengi frið í ár?

Enduðum í Costco og fórum vel og vandlega í gegnum allar hillur og rekka.
Stappfylltum kerruna af matvælum og ættum við að vera góð í nokkuð margar vikur ef ekki í mánuði.
Komum heim þreytt en sátt eftir daginn.
Ég henti inní ískápinn því sem þangað þurfti að fara strax en restina geng ég frá á morgun.
Maður verður alltaf hálf orkulaus eftir þessar reykjavíkurferðir.

09.11.2021 22:50

Brottför



Bjartur Halla Hársson farinn heim til sín

Nýr eigandi Bjarts kom um daginn og sótti hann.
Nú fer að styttast í fengitíð og ég farin að raða niður á blað hvaða hrútur fær hvaða kind.
Tíminn alveg hendist áfram og það styttist í maður skutli upp nokkrum jólaseríum enda veitir ekki af í þessu myrkri sem skellur á núna milli klukkan fimm og sex.


Ronja farin heim eftir vist í sveitinni


Ronja er búin að vera hér í pössun á meðan að hún var að lóða.Hún hélt okkur Hebba alveg við efnið,leik og hlaup.Það er alveg endalaus orka í þessari tík og þarf hún mikla hreyfingu.
Mest spennandi fannst henni að fara með mér í fjárhúsið að gefa kindunum.
Og sérstaklega spennandi að lauma sér inn fyrir og keppast við að stela fóðurbæti kögglum frá þeim.



Ingibjörg Aþena að leggja sig eftir sopann sinn í afa hægindastól.

Ingibjörg Aþena ömmustelpan okkar blæs út og stækkar og þroskast.Maður sér engann smá mun á henni bara á nokkrum dögum.
Hún er farin að babla við okkur afa og er með sínar skoðanir á hlutunum.
Vill sinn graut og engar refjar takk fyrir pent!
Foreldrarnir mata ungann sinn af miklum móð og pelann á milli.
Svo sofnar þessi litla prinsessa alsæl og það heyrist ekkert í henni.
Algjört draumabarn og fær mann til að brosa og hlægja enda ræðin með afburðum og skemmtileg .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280805
Samtals gestir: 32712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:02:03