Heimasíða Ásgarðs

24.12.2006 12:50

Gleðileg Jól -Merry Christmas

Óska ykkur öllum gleðilegrar jóla og hafið það gott yfir hátíðirnar.

Merry Christmas all my freinds!

 

23.12.2006 01:46

Vatna Jól í ár og Skipstrand

Mynd fengin að láni af hesti fyrir austan að reyna að koma sér á þurrt.

Það er ekki venjulegt veður þessa dagana á Íslandi.Ég vil kalla þetta útlenskt veður því nú eru farin að verða hérna flóð og skepnur að drukkna í tugatali.Ég hef alltaf kvartað yfir því að hafa ekki fallegan bæjarlæk hér fyrir utan húsið mitt,svo krúttlegann og niðandi.Í dag þakka ég mínu sæla fyrir að búa á Suðurnesjum þarsem er ekki mikið um ár eða læki.Nánast ekki til en ein á rennur þó undir Reykjanesbrautina við Álverið í Straumsvík og ég sagði eitt sinn við hann Hebba minn þegar að leið okkar lá yfir þessa á sem rennur undir malbikinu"Voðalega fellur hratt frá og horfði undrunar augum útum bílgluggann á fjöruna en það flæddi vatn í miklu magni niður fjöruna og útí sjó! Auðvitað var þetta áin Kaldá sem rennur nokkuð marga kílómetra undir hrauninu og streymir þarna upp í fjörunni við Álverið.

Fékk þessa að láni hjá Mogganum

Ég er með heilmiklar áhyggjur af skipinu Wilson Muuga sem er strandað fyrir utan Smiðshús á Stafsnesi.Rétt hjá er eitt af stærstu Æðarvörpum á landinu sem telur nokkur þúsunda fugla! Skipið er risastórt og næstum komið alveg uppí land! Ég ætla rétt að vona að fuglalífið með ströndinni verði ekki fyrir tjóni af völdum olíumengunar sem næði þá alla leið hingað í Ásgarðsfjöruna okkar sem er ein af fáum hvítum fjörum á landinu.Mig sem hlakkar svo til að fá Æðarkollurnar "mínar"upp í vor og vona ég svo innilega að þær verði ekki olíublautar og drepist vegna þessa strands.Enn er þetta ekki stórt í sniðum hjá okkur en við vorum hvött til að hlúa að þeim Kollum sem hér eru af sjálfum Árna Snæbjörnssyni fyrir nokkrum árum en hann bankaði hér uppá og fór með okkur í göngutúr um landið okkar og þá fundum við bara eina Kollu hér fyrir neðan veg.Þeim hefur fjölgað síðan og er gaman að telja á hverju sumri hvað eykst alltaf hjá okkur varpið.Í ár á ég von á að sjá þessar svokölluðu "mínar" Kollur en þær eru spakar því þær voru aldar hér upp eftir að mæður þeirra skiluðu sér ekki aftur á hreiðrin en þá tók ég við að unga þeim út.Við fundum eina dauða á veginum og önnur hefur líklega flogið á girðingu.En ég náði að redda flestum ungunum lifandi úr eggjunum og hér fyrir neðan eru þeir að prakkarast inní bæ!

Ungarnir sem ég tók að mér að ala upp stálust inní íbúðarhúsið einn daginn þegar að ég var að þrífa og lofta út og með græjurnar í botni!Mér fannst ég heyra einhver undarleg hljóð frammi á gangi og þetta blasti við mér hehehehehe.....

Við fórum í Reykjavíkina í dag að versla,mín var með allt á hreinu og skveraði þessu af í Kringlunni og Smáranum.Gott að skipuleggja sig heima áður en lagt er af stað og láta ekki pirrað fólk stuða sig í leit að bílastæði í Kringlunni hehehehe.....Reyndar fannst mér eitt vanta alveg í þessum jólainnkaupum.Það var alveg sama í hvaða verslun ég var að versla,það sagði ENGINN gleðileg jól!!! Þetta tíðkaðist hérna áður fyrr en ég er nú líklega orðin svona gömul og púkó að ég kann ekkert á þetta lengur .En það var nú samt mesta furða hvað allt gekk slysalaust fyrir sig í bænum þó flestir væru að flýta sér.Á morgun verður skepnunum gefið í fyrra fallinu og svo á að bruna aftur í bæinn og útbýtta pökkum og í Skötuveislu til Lillu systir! Nammi namm.........mig hlakkar sko til .

20.12.2006 00:12

Í Andaslitrunum + Jólalög

Jæja"loksins drifum við í því að smala heim jólasteikunum og tókum við 30 stykki og 2 Steggir og 8 endur fá að lifa einsog í fyrra.Rosalega eru þær þungar og fallegar í ár,reyndar kannski um of því þessa 100 metra sem þurfti til að reka þær heim þá gafst einn steggurinn upp vegna offitu og þurfti ég að bera hann restina! Það verður semsagt nóg að gera við að reyta og svíða á morgun.

Veðrið er að gera útaf við mann núna,rok og endalaus rigning.Ekkert gaman að dunda sér útivið með hrossunum sem standa bara í höm og hreyfa sig ekki.

Svo eru það Jólalögin í ár.........hélstu að ég væri að tala um þá sem óma í útvarpinu? Nei" takk það er ekki það sem ég er að tala um.Það eru nýju Jóla lögin mín sem ég setti mér í ár.

Ekki vera stressuð og standa á haus í að baka 24 sortir.

Ekki príla uppum alla skápa og veggi með tuskuna alveg óð.

Ekki senda Jólakort í ár,sendi bara öllum ástríkar Jólakveðjur í gegnum tölvuna.

Þetta eru Jólalögin mín í ár.Ég ætla hinsvegar að hafa gott að borða og sjá til þess að öll dýrin á bænum fái líka gott að borða einsog venjulega.

Jólin koma og fara alveg sama hvað maður er að stressa sig á hlutunum.

Hinsvegar verð ég alltaf voðalega spennt þegar að Áramótin koma! Þá finnst minni gaman að grilla hreindýr (ekki hann Rúdolf með rauða nefið:) og koma þeim hestum sem gætu farið sér að voða vegna flugelda inní hesthús með kveikt ljós og útvarp á en það fer nú voðalega mikið eftir því hvaða vindátt er hvort ég þarf að gera það.Reyndar eru nýir nágrannar sem kannski átta sig ekki á því að skepnur geta ærst við flugelda en þá er nú ekkert annað í stöðunni en að hringja yfir og vita hvað þeir ætla að gera! Svo á miðnætti förum við hjónakornin á rúntinn til að sjá dýrðina hjá hinum og alla þúsundkallana sprengda upp!!! Og allt frítt.........

17.12.2006 23:39

Heljar,Þór og Frigg frá Ásgarði tekin undan

Þór og Heljar náfrændur voru teknir undan í dag.Halastjarna sem á hann Heljar og reyndar Hring líka er orðin gömul og lúin og ætli hún sé ekki að ganga með sitt síðasta afkvæmi núna sem er undan Hrók.Þór sem er þónokkuð yngri en Heljar hefur aldeilis stækkað og slagar í að vera jafn stór Heljari.Ég á eina meri sjálf undan Halastjörnu sem tekur við af henni en það er hún Stórstjarna Brúnblesadóttir mamma hans Þórs.

Frigg var líka tekin inn en reyndar fór Eðja mamma hennar líka inn með þessum þremur folöldum en það er bara yfir nótt á meðan þau eru að róa sig og venjast því að vera í hesthúsinu.Frigg er nú orðin svo stór að hún þarf ekkert á mömmu sinni lengur að halda.Hún er orðin svipuð veturgömlu trippi!

Boggi og Eygló komu og hjálpuðu heilmikið til og líka útí stóðhestahúsi en þar gekk allt svo fljótt fyrir sig enda 8 hendur að vinna saman í staðinn fyrir 4 .Við Eygló vorum nú reyndar að perrast smá hehehehehe........aðeins að reyna að hjálpa honum Flanka greyinu sem snerist um alla stíu á eftir kindunum og vissi ekki í hvaða fót hann átti að stíga eða hvaða kind hann ætti að reyna sig við .Aumingja Flanki var svo bara skilinn eftir í gibbu stíunni og þarf að sjá um þetta sjálfur því ég svei mér þá held að Grána sé svo feimin að hún vilji ekki láta neinn sjá hvað hún og Flanki eru að fara að gera! Enda þegar að ég kíkti aftur á þau í kvöld þá var allt með kyrrum kjörum og Flanki bara að éta hey með gibbunum sínum og var bara heilmikil ró yfir svipnum á honum,þið kannist við þennan svip stelpur ekki satt ???

Boggi og Eygló fengu að sjá þessa furðulegu hegðun á stóðhestunum að fara út á meðan stíurnar voru sagbornar og svo voru þeir rétt komnir inn þegar að þeir lögðust niður og fóru að velta sér!!! Og auðvitað voru þeir ekkert að hrista sig á eftir heldur fóru að éta voðalega fínir,allir í sagi og flottheitum! Dímon er svo rólegur og góður að hann og Glófaxi geta verið saman úti.Ekkert smá þægilegt bæði fyrir þá og mig.Dímon er alveg að fara að átta sig á því að það er heilmikil umferð í hesthúsinu og hann á ekki að vera að æsa sig yfir því að folöldin eru að fara út heldur bíða í stíunni sinni rólegur eftir því að þau komi inn aftur.Hann virðist vera svolítið líkur Hrók með það að vera folalda góður og hændust Frigg og Skinfaxa/Vænting mjög svo að honum í sumar.Frigg er td búin að æpa og hlaupa um allt síðan að Dímon var tekinn inn og er stutt í að hún fari uppí Stóðhestahús og þá geta þau séð hvort annað aftur .Meiri dúllurnar .

16.12.2006 23:05

Snót sótt á Mánagrundina

Frigg og Snót saman í veðurblíðunni í dag.

Ég vaknaði ein í koti í morgun en kallinn minn fór á Jólaskrall í R.V.K með vinum sínum í Byssuvina félaginu.Ég dreif mig inná Mánagrund því í dag voru öll hross tekin af Grundinni og þar átti ég hana Snót en hún hafði eytt fyrri part sumars í Reiðskólanum þar en ég hreinlega gafst upp á því að hafa hana hjá stóðhestunum Dímon og Hrók hér heima því hún varði hinar hryssurnar með svo miklum látum fyrir þeim að ég hefði líklega ekki fengið mörg folöld næsta vor.Þá lá beinast við að lána honum Jóni Gísla hana og svo fór hún á Mánabeitina frítt að launum fyrir sumarvinnuna.Hún kom feit og pattaraleg af Grundinni og meira að segja smá hárlos á henni! Grundin er svo vel á borin og sterk að hrossin þar eru hreint út sagt spikuð og ekki verður gaman fyrir þá sem ætla að fara á bak á allra næstu dögum að koma hnakk á þau .

Ég lenti í svaka vöffluveislu í hesthúsinu hjá Höllu og Mumma og var mér ekki hleypt út fyrren ég var búin að innbyrða vöfflu með alvöru þeyttum rjóma! Nammi namm......takk kærlega fyrir mig .Högni er kominn alveg á fullt að járna og heilmikil vertíð framundan hjá honum.Hann reif undan Snótinni og lagaði til á henni hófana en ég hafði ekki gefið mér tíma til að rífa undan henni blessaðri skamm skamm á mig!

Ég fór í hesthúsið hjá Friðbirni og Eymundi til að fá mál af stíubreydd á stóðhestastíunni þar.Núna standa málin þannig hjá okkur að við verðum að halda áfram að smíða stíur og líklega verða þær 1.90 á breidd og dýptin er tæpir 4 metrar.Við erum að pæla í að fá menn í verkið og ef þið vitið um einhverja góða smiði og suðumann þá endilega bendið okkur á þá! Ásgarðsfolöldin verða tekin inn í heimahesthúsið á morgun og verða að vera þar á meðan við erum ekki búin að gera klárt uppí stóðhesta/folalda húsi.Mér leiðist að nota heimahesthúsið undir folöldin því þar er allt steypt og ég verð að handmoka á hverjum degi og dugar það samt ekki til að þau haldist hrein.

15.12.2006 00:28

Dímon Glampasonur kominn á hús

Í dag kom hann Siggi Dímonar"pabbi"og kom honum Dímon sínum í stíu uppí stóðhestahúsi.Það þurfti ekki kerru eða neitt vesen,klárinn ekki nema tveggja vetra gamall (á þriðja vetur) teymdist einsog ljós í hendi alla leið frá merunum sínum og inní stíuna sína .Ekkert nema gæðin blessaður folinn,svona á geðslagið að vera.Ég held að hann Siggi hafi bara verið ánægður með folann sinn eftir sumarið því hann færði mér þessa líka flottu Súkkulaði/Marsipan körfu og tvær tegundir af þessu flotta kaffi! Ekkert smá krúttlegur drengurinn !

Annars vaknaði ég nánast standandi útá gólfi eldsnemma í morgun við hátt hnegg útí myrkrinu! Shittur hvað mér brá! Ég gat ekkert annað gert en að hella uppá kaffi og bíða eftir dagsbirtunni.Það kom svo í ljós að enn eina ferðina var laust hross frá nágrannanum og núna var búið að hlaupa niður girðinguna hjá Villa og Karen og flest þeirra hross komin útá götu! Fyrir tveimur dögum hljóp þetta sama hross í gegnum girðinguna mína og inn og svo á hana aftur og braut niður staura en það slapp að ég missti út mín hross.Einn daginn endar þetta með slysi .Ég er mikið að pæla í að redda mér rimlahliði svo ég fái ekki áfram laus hross í rúllurnar okkar en á þessu ári eru lausagöngu hross búin að gata fyrir okkur 39 rúllur!Fyrir utan hvað þau eru búin að brjóta af staurum,naga bíla og annað fleira.

Helga Skowronski og Elsa ýr komu í heimsókn í dag.Við fórum rúnt um stóðin og fengum okkur svo heitt kaffi og ég bakaði vöfflur handa okkur.Elsa greyið hélt að hún væri í heitu löndunum og það lá við að hún kæmi á stuttbuxunum .Þegar að við vorum búnar að afþýða hana þá fórum við uppí stóðhestahús og kíktum á stóðhestana og öll folöldin þar.Þeim leist svakalega vel á folöldin og einsog venjulega þá eru Vals folöld sem stela senunni!Þau eru líka djö.....flott!

Biggi og Sigga komu með restina af reiðskólahrossunum og hjálpuðu sér bara sjálf með að setja þau í hólf og tvö inní hesthús sem ég geng frá á morgun.Gott þegar að fólk er sjálfbjarga ef ég er að gera eitthvað annað en ég og Hebbi vorum að setja inn heyrúllur og nóg að snúast uppfrá á meðan.Við skelltum upp nýrri stíu í snarheitum fyrir eitt folaldið sem gengur illa að láta sameinast hópnum og fundum annað gæft og rólegt handa því sem stíufélaga.Það þýðir ekki að láta folöldin ganga frá hvort öðru en þau geta verið ansi óvægin hvort við annað ef þau koma ekki úr saman stóði einsog er með þetta folald.

Folöldin eru orðin mjög skemmtileg og róleg og gott að eiga við þau.Báðir stóru hóparnir fara núna út saman,Ægisíðufolöldin og Vals folöld.Þau eru 7 og 7 og það er ekkert mál að láta þau rata svo í réttar stíur aftur þegar að þau koma aftur inn.Mig er farið að klægja í puttana að leyfa þeim útí stóra leikhólfið en þar geta þau aldeilis teygt úr skönkunum og miklu skemtilegra að taka af þeim myndir .

14.12.2006 00:55

Flott greinin í Eiðfaxa!

Ég er búin að fá Eiðfaxa og viti menn! Þessi líka skemmtileg grein um einhverja alnöfnu mína suður með sjó............uhhhh........þetta er víst grein um mig hehehehe.Maður fór bara (fram)hjá sér .Ferlega gaman að lesa hana þó hún sé um mig .Ég er hæstánægð með útkomuna,takk fyrir mig Eiðfaxi!Taki það til sín sem eiga það .

Ég verð að byrja á því að segja frá gærdeginum! Vaskir sveinar réðust á eldhúsið mitt og það var borað skrúfað og hamrað á fullu og á endanum var búið að gerbreyta ásýnd eldhúsinnréttingarinnar með glænýrri borðplötu og færa skáp sem var yfir innréttingunni að hluta og setja hann á vegg.Þvílík breyting á einu eldhúsi! Takk fyrir allir sem voru hér í gær að hjálpa okkur,stórt knús til ykkar .Og auðvitað var pöntuð Pizza í restina því ekki var hægt að senda fólkið svangt heim eftir alla vinnuna .

Biskup og Glói að hvíla sig á milli tugga:)Maríu-Blakkur að hvíla sig á bakvið:)

Það er ekki mikið að frétta af skepnum nema að hrossin eru bara að éta og éta á sig gat.Biskupinn er alveg í essinu sínu þessa dagana og liggur við að hann sé veikur af ofáti! Jú"smá frétt en ég teymdi heim hann Hrók minn úr stóðhestahúsinu og skellti honum í rúllu.Hann á að vera aðeins úti þartil búið er að smíða eina stíu enn en það er orðið alveg sprengfullt hesthúsið hjá okkur.Hrók var nú slétt sama þó hann færi út í hólf til Biskups stóra bróður,bara að hann hafi nóg að borða.Reiðskólahestarnir úr Fák komu í dag í jólafríið sitt einsog í fyrra og voru kátir með það.Einn af þeim fór um með rassaköstum þegar að hann áttaði sig á því hvert hann var kominn .Hinir fóru bara að hvía í heimahestana eins og hesta er siður og svo tók við át.Þeir voru ekki hérna í fyrra þannig að þeir voru bara ekkert svona kátir einsog hann Bráinn var.

12.12.2006 00:17

Flanki óþekkur!!!

Það var sko ekki spurning í dag að binda minn geðgóða Flanka hrút því hann varð alveg vitlaus við að sjá nýju dömurnar!Það var heldur ekki spurning að hann er búinn að lemba Hermínu og það átti sko að sýna nýju kindunum flotta takta í dag en þær vildu ekki sjá hann! Lætin voru slík að allt ætlaði um koll að keyra og á endanum tókst mér að handsama kauða og koma böndum á hann.

Allir fóru út í dag að viðra sig nema hann Lagsi kall sem var bara inni að borða á meðan kellingin hamaðist við að hafa stjórn á öllu.Ég fékk góða hjálp í dag við að setja út þá Hrapp og Pjakk sem að sjálfsögðu fóru útí sitthvoru lagi og voru þeir alveg vissir um að ég hefði gleymt að opna fyrir þeim alla leið í merarnar fyrir ofan bú.Siggi Dímonar kom í heimsókn og er maður alltaf miklu öruggari að vera ekki einn við að setja svona gaura út en þeir eru líflegir og vilja stundum gera annað en ég ætlast til af þeim.

Allt gekk þetta vel en Hrappur var nú reyndar svo skemmtilegur að velta sér innandyra í stíunni sinni en ekki úti og gerir sér enga grein fyrir því að ég er að reyna að ná góðri mynd af honum til að sýna ykkur! En ég ætla samt að skella þessari inn en hann var búinn að velta sér í stíunni og beið ég eftir því að hann hristi sig og ekkert gekk en svo akkúrat þegar að ég er að smella þá hristi hann sig!Semsagt þessi mynd af Hrapp mistókst hrappalega . En hann Hervar gamli frá Sauðárkróki getur sko EKKI þrætt fyrir þennan son sinn!

Hebbi var hjá Giktarlækninum í dag og ég var mest ein um verkin og var þetta sem betur fer ekki útigjafadagur! Það eiginlega liggur við að okkur vanti eina manneskju til að hjálpa okkur en ég er ekki enn alveg tilbúin að fá mér eina útlenska einog svo margir bændur gera.Ég kann ekkert að stjórna fólki og myndi bara reyna að láta því líða vel og njóta dvalarinnar hehehehe......

11.12.2006 00:22

Kindarleg í dag,hesta stúss í gær

Það skeði svo mikið í gær að ég nenni varla að blogga um það! Ég gat ekki einu sinni haft cameruna á mér en það helsta var að hrossin hennar Möggu skiluðu sér heil og á höldnu frá Katanesi og alla leið í Ásgarðinn í gær með honum Val sem var alveg til í að skutlast eftir þeim en ég treysti mér ekki vegna þess hve veðrið var lúmskt hvað varðaði hálku.Enda voru pollarnir hér í Ásgarði frosnir eina mínútuna en þiðnir þá næstu.Hættulegt færi með hestakerru,en ég hreyfi hana ekki þegar að svona hálka og bleyta er á víxl.

Grétar kom með kerru seinna um daginn og tók merfolaldið hans Finnboga,Magna hennar Gitte og Stjörnudís hennar Monu og öll komust þau á Selfoss og var ég mikið ánægð hvað gekk vel að koma þeim uppá kerruna en það tókst bæði fljótt og vel.

Við vorum frameftir öllu að stússast í hrossum og komum seint inn alveg búin á því eftir daginn.

Í dag ormahreinsaði ég merarnar hennar Möggu og setti þær niður í merarhagann.Auðvitað voru alir stertar á háalofti og haginn tekinn á öðru hundraðinu .

Tótu gibbur,ekkert smá fallegar .

Við ákváðum það í dag hjónin að drífa okkur í að sækja þær gibbur sem við áttum í Grindavík og eina hjá Villa og Karen.En fyrst tókum við á móti "gömlum" vini en hann Lagsi frá Bár var að koma til vetrardvalar til okkar og held ég bara að hann hafi verið hinn ánægðasti að fá sömu stíu og í hitteðfyrra.Páll Imsland eigandi hans var náttúrulega dreginn á milli hólfa að skoða liti,hvað annað! Og var nóg að sjá og ég var að tala við hann að ég væri í vandræðum með hvaða folald ég ætti að fara með á folaldasýninguna og í sameiningu ákváðum við það að Kóngur Hróksson væri verðugur fulltrúi Ásgarðsbúsins .Hann er svo lekker!

Eftir að hafa kvatt Pál þá var keyrt í Grindavíkina og ég verslaði mér lamb af henni Tótu en Tóta er með ofurkyn og eru ærnar svo stórar að við Hebbi héldum að ein ærin væri hrúturinn í hópnum!!!!!Ég fékk fallega gimbur af þessu kyni og hér með heitir hún Ofur-Tóta og það er sko einsgott að ég klúðri ekki neinu og nái að rækta fallegar gibbur útfrá henni í bland við hinar fallegu gibburnar mínar.

Hraunsgibburnar að éta nýslegið gras???? Svei mér þá!!! Gott að vera gibba á Hrauni .

Ég sótti líka gibbuna sem ég átti á Hrauni undan kindinni minni (fyrrverandi:) og er hún alveg hvít einsog Flanki minn.Ég ætla að rækta alhvítt (reyna það:) því það er svo fallegt og annað,ég þori ekki að fara að rækta liti því þá set ég allt á og fæ ekkert kjöt í kistuna .

Ég "slapp" sko ekki við það að borða hjá Valgerði frekar en fyrri daginn  enda leiðist mér það nú svosem ekki  og alltaf gott að koma að Hrauni.Við fórum heim pakksödd og sæl og ég gat klárað öll verk sómasamlega og þurfti sem betur fer ekki að elda þegar að ég kom heim en við skriðum inn um tíuleytið.Takk kærlega fyrir okkur Valgerður mín:)

Ég verð að setja inn mynd af tveimur allsvakalega vænum sem við rákumst á í dag! Eru þeir ekki flottir þessir gaurar?

 

10.12.2006 20:32

Krulla er seld/sold! Nýtt nafn Sigurrós!

Innilega til hamingju með gullfallegt folald Helga Björk! Það verður ekki erfitt að gangsetja þessa einsog þú sagðir í dag.Bara að setjast á bak og njóta þess að fljóta með á töltinu! Þú finnur eitthvað flott á nafn á gripinn og lætur mig vita .

Það er komið þetta flotta nafn á hryssuna,Sigurrós skal hún heita og nú er að standa undir nafni í framtíðinni .

09.12.2006 23:31

Allt að fyllast að hestum:)

Krulla er hætt að vera svona svakalega feimin við mig og get ég náð myndum af henni án þess að hún feli sig alltaf á bakvið hin systkinin sín.Hún er til sölu á 40.000- og bíður spennt eftir því að einhver stökkvi til og kaupi hana .Krulla fer um á skeiði,grípur í tölt og brokkið er að koma.Hún er undan Snæ Keilissyni og Leiru frá Þórunúpi sem er ættuð frá Gunnari á Strönd í Landeyjum.Ég skal pakka henni inn,ekkert mál og setja rauða slaufu á .

Þetta er bróðir Krullu að föðurnum og er líka til sölu á 40.000-.Hann fer um á fallegu brokki með góðri fótlyftu.Stórt og stæðilegt folald sem fæddist í Maí síðastliðnum.Hann er undan Bleik frá Þórunúpi.

Dabba og Svana að óska sér! Sögðu það sama á sömu stundu og þá er óskastund .Jóna og Inga pakksaddar að horfa á.Fullar af sviðalöppum og öðru góðgæti .

Í gær vorum við Hebbi búin á mettíma í verkunum okkar og því við vorum boðin í sviðaveislu til Kollu og Adda.Við kláruðum allt fyrir klukkan 5:00. Gáfum útiganginum,öllum í búinu og skelltum okkur í bað og í betri gallann.Það er ekki lítið sem systur hans Hebba geta hlegið!!!!!!!!!þær eru einn stór brandari í þessum veislum það get ég svo svarið og á endanum var ég komin á innsogið einsog Dabba en við máttum ekki orðið líta á hvor aðra þá sprungum við svo gjörsamlega .Ég hélt ég myndi kafna á tímabili og var orðin hel aum í andlitinu af hláturgrettunum hehehehehehe...........

Nú fara Magni,Doppa hans Finnboga og Stjörnudís að fara heim til eignda sinna en þau verða sótt á morgun.Hmmmmm.........kann einhver góð ráð við að koma þremur stórum og sterkum folöldum um borð  í kerru ef þau ákveða það að láta ekki reka sig um borð???Vinsamlegast tjáið ykkur um það hér fyrir neðan please!

Þessi höfðinglegi stóðhestur kom í morgun og verður hjá mér í pössun.Þetta er hann  Pjakkur frá Garðabæ.Virkilega lundgóður og fallegur hestur í alla staði.Gaman að dedúa við hann í dag.Annar kom með honum og hef ég aldrei séð eins svartann hest áður! Hann er undan Hervari gamla og ekkert smá flottur!

Heyrðu Ransý"værirðu kannski til í að sleppa þessum blossum í smástund á meðan ég er að borða! Ég fer að halda að ég sé í ljósalampa! Aldrei stundlegur friður fyrir camerunni,ég hlýt að vera svona fallegur!

Ég var að reyna að koma einhverju lagi á feldinn á einum ljósum í dag,spreyjaði og burstaði hann allann.Ég skil ekki hvað það er allíeinu mikið af ljósum hrossum hjá mér í vetur! Þau eru orðin 4 leirljós og svo náttúrulega er mikið hvítt í Prinsafkvæmunum sem gerir allann undirburð meiri ef maður er á annað borð að reyna að halda þessum greyjum hreinum.En þetta er allt saman voðalega gaman .

07.12.2006 15:56

Fákur,Heimsendi og Dalsbúið

Það var nóg að gera í gær hjá okkur í gær.Ég dreif mig í að setja út folöldin frá Val í fyrsta sinn en þau eru svo róleg og skemmtileg þrátt fyrir að vera að koma beint úr stóði að ég treysti þeim alveg til að fara svona fljótt út með honum Hrók.Ég dreifði bara nógu miklu heyi og alla rétt og það voru sko ekki lætin í þeim blessuðum.Mér líst vel á þau,háfætt bollétt og fallegt í þeim sporið.

Svo settum við hann Stellu Blesa um borð og keyrðum honum uppí Fák og þar tók eigandinn á móti honum.Þarmeð er hann kominn á hús og hættur að standa í rúllu og sprengja út á sér vömbina .

Við kíktum á Hring og Sigga Matt bæði í fyrradag og í gær.Það er svo gaman að koma til hans og sjá alla þessa gæðinga í bunum í hesthúsinu hjá honum .Þarna var einn alveg sérstaklega flottur gæðingur,brúnblesóttur að lit .Hehehehehehe............auðvitað var þetta hann Hringur minn sem tók vel á móti kellingu og kalli og vildi láta kjassa sig svolítið .Hringur er í einkastíu baðaður í dekri og hefur það mjög gott.Hann á að vera áfram í þjálfun hjá Sigga Matt út þennan mánuð.Nú ef hann verður ekki seldur þá þá kemur hann heim í hvíld og svo verður stefnt með hann í keppnir næsta vor.Siggi er alveg með það á hreinu að hann sé verðandi keppnishestur og virkilega skemmtilegur reiðhestur.Hann er hrifinn af klárnum og er ég mjög ánægð með alla tamninguna á honum og þjálfunina hjá Sigga.

Við fórum með Æðardúninn sem við höfum verið að týna undanfarin 2-3 ár í bæinn og verður hann sendur að mér skilst til Kína.Einnig á að prófa að senda Andardúninn af Aliöndunum líka til Kína og vita hvað fæst fyrir hann.Við þurfum að senda 30 endur í slátrun og veður alveg örugglega spikfeit Aliönd hjá okkur um Jólin,þvílíkt lostæti .Allt heima alið útí hreinni náttúru og engin lyf í þeim skrokkum.

Hebbi að gæðaskoða Minkaskinnin hjá Ásgeiri Loðdýrabónda í Helgadal .

Næst var rokið uppí Helgadal í Dalsbúið að sækja sag.Ég er alveg að verða vitlaus á að eiga ekki gott sag undir folöldin ég tala nú ekki um ljóskana tvo þá Glófaxa og Stóra-Dímon sem þurfa extra mikið af spónum undir sig .Eins hún Ljóska óskýrða frá Val og Krulla leirsljósa folaldið frá Val.Þær eru nú svo skemmtilegar að þær eru að VELTA sér í stíunum! En ég fékk alveg helling af góðu sagi hjá Ásgeiri og svo drifum við okkur næst í Gust til Sigrúnar.....nei" Andvara til Sigrúnar.....nei"........í Heimsenda til Sigrúnar! Ég ætla bara ekki að ná því hvar hú er með hesthús hehehehehe......En svo ég færi nú ekki neina vitleysu þá lóðsaði hún Sigrún okkur í gegnum ótal  króka og hringtorg og öfunda ég ekki heimsenda hesthúseigendur! Það er gjörsamlega verið að kæfa þá í nýbyggingum þarna!

Hjá henni Sigrúnu sáum við krúttlegasta folald EVER! Þetta er hann Völusteinn Álfasteinsson ekkert smá sætur og skemmtilegur karakter .Hann ætlaði sko að smakka á þessar síblaðrandi kellingu (það var ég:) og var hinn forvitnasti yfir öllum blossunum sem komu frá henni.Þetta nafn skuluð þið leggja á minnið því eigendurnir eru metnaðarfullir skal ég sko segja ykkur! Völusteinn er undan sömu meri og hann Glófaxi Parkersson og báðir fá að halda kúlunum sínum þartil annað verður ákveðið.Líst vel á þetta Sigrún!

Sigrún er með fola sem hún er að setja á sölulistann hjá okkur.Alþægur og mjúkgengur hestur sem er fyrir alla að ríða útá.Virkilega fallegur foli sem er kominn á hús hjá henni og ef einhvern langar að vita meir um folann þá er síminn hjá Sigrúnu 694-1967.

 

04.12.2006 01:27

Folöldin frá Val komin að norðan!

Við fórum austur í dag að vísitera og byrjuðum á því að heimsækja merkismann en það er hann Karl Kort elsti dýralæknir á landinu "aðeins" 91 árs gamall! Við lentum í þessu fína teboði og kunni maður varla að hegða sér innanum allt þetta bollastell, servíettur og dúllum dót allt.Ekkert smá flottar heimabakaðar kökur eftir konuna hans en hún er númer 3 í röðinni sagði hann okkur stoltur og mikið yngri en hann.Við vorum leist þaðan út með gjöfum,sjálfsævisögu hans og stórann poka af jólanammi (útlensku  einmitt það sem mig vantaði utaná mig:)

Reyndar kom ég við í Reiðholtinu fyrst og kíkti á hrossin okkar þar og tók nokkrar myndir af þeim.Þau eru verulega spikuð og flott enda er Reiðholtið sú besta beit sem ég hef kynnst eða öllu heldur hestarnir mínir:) Ég sá þarna mertrippi svona rosalega fallegt og fannst mér ég þekkja það en kom því ekki alveg fyrir mig strax! Þvílík fegurðardís!

Auðvitað var þetta hún Hemla frá Strönd .

Getur verið að eigandinn hafi komið þarna við og verið með sprey og bursta með? Hmmmm.........hvað segir hann/hún við því .

Svo hitti ég hana Sóley frá Lágafelli,alltaf jafn spök og þægilegt trippi að eiga við.Hlakkar til að sækja hana en geri það á allra næstu dögum.Hún hefur stækkað helling og þroskast í sumar .Nóg að bíta og brenna fyrir þau áfram enda hólfið ekkert smá stórt eða 100 hektarar og þarna eru ekki nema 25-30 hross!

Á heimleiðinni kíkti ég við í hesthúsinu hjá Monu og Félaga frá Skeggstöðum en þau voru í tamningar labbitúr þegar að ég kom þangað.Folinn rifnar upp og stækkar hjá stelpunni,þvílíkt þægur og góður strákur .

Á meðan ég var að blaðra við Monu um hesta þá blaðraði Hebbi um bíla við Ragga á Ljónsstöðum.Blakkur hinn Fagri var tilbúinn og var víst ekki vanþörf á að laga hann greyið.Næst er að drífa undir hann nýtt pústkerfi til að þagga niður í honum.Svo keyrðum við hjónakorn í einum spreng heim því hann valur var að koma að norðan með folöldin sem við Sabine erum að selja fyrir hann og eitt fyrir Möggu.Þau voru ekert lítið feimin greyin og tók það mig dágóða stund að fá að mynda þau .

Þetta er hún Sabine Molda og sú fyrir aftan er frátekin í nokkra daga fyrir eina sem er að hugsa um að pakka henni inní jólapappír og gefa manninum sínum hana í jólagjöf .Það langar mig til að sjá hehehehehehehe............Hún er alveg rosalega krulluð (folaldið en ekki vinkona mín:) og verð ég bara að sýna ykkur mynd af faxinu á henni Krullu en ég verð að kalla hana eitthvað á meðan hún hefur ekkert nafn.

 Engar smá krullur í einu folaldi! Mikið hlakkar mig til að geta hleypt þeim út og fengið að sjá í þeim nokkur montspor! Vona að þau sýni manni takta svipaða og Keilir afi frá Miðsitju,hér eru myndir af honum.

Klikkið á myndirnar af Keili!

 

 

 

03.12.2006 22:04

Vinna, sofa, éta........

Við Silfri erum búin að sofa frameftir öllu og nú var nóg komið.Hvað mig varðaði þá fékk ég litlar hvítar við svefnveseninu en Silfri heldur bara áfram að sofa borða og leika sér .Ohhhhhh......hvað það væri nú gott að vera hann Silfri og fá bara að sofa þegar að mann hentaði .Nei"þetta var bara ekki að ganga,ég var grútsyfjuð á kvöldin og lagðist á koddann og var farin í verkin fyrir næsta dag í huganum og fattaði svo að ég var orðin uppspennt og vitlaus .Það er alveg óþolandi að lenda í svona vítahring og veit ég að margir kannast við þetta vandamál.Mér finnst ágætt að geta vaknað í birtingu og farið út að vinna eftir kaffi og smá tölvupóst lestur.Dagurinn er svo stuttur núna að það er alveg hrikalegt.Í dag rétt sluppum við fyrir myrkur við að gefa útiganginum.

Stellu-Blesi og Silfri eru alltaf í leikslag.Biskup er hættur að þurfa að "slást" við hann og held ég bara dauðfeginn sá gamli.Hann vill helst bara spretta úr spori og éta svo á sig gat.Hann er lítið fyrir að leika sér enda kominn af léttasta skeiðinu.Í dag var hann sko á sínum stað rétt fyrir neðan íbúðarhúsið og tilkynnti að það vantaði rúllu.Hann lætur alltaf vita ef það er td vatnslaust eða heylaust.Það er voðalega þægilegt að hafa hest sem er svona hugsandi og hefur það komið sér oft vel.

Hér eru vinirnir Tangó og Biskup að athuga hvort þeir fái ekki rúllu og auðvitað var stokkið eftir trakornum og gefið öll hólf.Reyndar var Hebbi að mestu einn við það í dag því ég var að umbreyta nokkrum kanínum í Jólasteikur .Það rignir yfir mann kaupendum að kanínum og núna held ég að ég eigi ekkert eftir til að selja.Ekki nema gömul dýr sem eru hætt að skila af sér arði og nú verð ég að taka mig á og láta þau hverfa.Ég held of lengi í þau og uppsker þarafleiðandi ekki eins og ég gæti.Þarna mætist í mér borgarbarnið og svo bóndinn .

Hér er hann Gassi Glæsissonur frá Framtíðarræktun http://blog.central.is/framtidar/

Hann er orðinn risastór einsog Glæsir faðir hans og ekkert smá líkur honum.Það verður gaman að para hann saman við Sauðanesvitalæðurnar og svo á ég aðrar verulega flottar með lafandi eyru handa honum að do doa með .Hann fékk að fara í stóru stíuna í gærkveldi og það var svakalegt stuð á honum að merkja allstaðar og grafa.Það gekk náttúrulega ekkert að grafa því það er net allstaðar í botninum hehehehehe......... enda ekki vanþörf á! Nú er bara að vona að hann geti parað þessar dömur þrátt fyrir að það sé hvíldartími á þeim núna og mikið myrkur þessa dagana.Hann getur minnsta kosti æft sig með þessum dömum .

Valur er á leiðinni að norðan með folöldin okkar Sabine og 2-3 sem eru óseld.Mikið hlakkar mig til að sjá gripina en þeir lofa víst góðu.Ég ætla að taka myndir af þeim strax við komuna og skella hér inn.Ég er alltaf að ná betri og betri tökum á nýju camerunni og sérstaklega eftir að Íris sagði mér að hækka ISO -ið upp en þá koma minnsta kosti nærmyndirnar fallegri en ég er enn að vandræðast með myndir sem teknar eru af hrossunum td á hlaupum.Þær eru ekki nógu skýrar og verð ég að fá einverja hjálp held ég við að læra betur að stilla cameruna fyrir það.

OG ekki má gleyma því að Black Beauty er kominn í lag! Raggi er alger snilli,rífur trukkinn bara í tætlur á no time og fixar þetta og hitt og allt komið í lag .Hvað gerði maður án Ragga?Ég er helst á því að maður þyrfti þá bara að LABBA hehehehehehehe.........Á morgun skellum við okkur austur að sækja Blakkinn og þá verður allt einsog áður,stöðugir hestaflutningar,brauðflutningar og ég kemst til að ná í sagið til hennar Sigrúnar í Gusti! Loksins.........segðu .Og og og og...... ég ætla að gera svo mikið!!!!!!!!

 

30.11.2006 22:23

Vont veður og rólegheit

Ég þarf að nota það oftar að hóta því að setja skepnurnar hér á bæ í bjúgu ef þau gegna mér ekki hehehehehe.......Folöldin voru sko ekki lengi að koma sér inn í gær og stukku uppí stíuna sína án þess að ég þyrfti að skipta mér af þeim! Sú dökkjarpa mín ákvað að leiða hópinn inn um dyrnar og meira segja hann Hrókur varð einn eftir úti að maula í sig heyi uppúr karinu!Þvílíkir englabossar .Mig alveg klægjar í puttana að eiga þessa dökkjörpu en er enn að pæla í því hvað ég geri.Minnsta kosti þá mátti hún alsekki fara undir hnífinn og hana nú!

Annars er ekkert svosem í fréttum,vont veður og gott að vita af útiganginum með nóg af rúllum hjá sér.Vatnið er alstaðar í lagi núna og við Hebbi minn njótum þess bara að vera til í rólegheitum þessa dagana .

Best að skella inn myndum af Ægisíðufolöldunum,það er víst ansi mikið af spenntum eigendum útí heimi sem langar svo til að sjá myndir af þeim reglulega.

New picures of the Ægissíðufoals! Look in the albúm http://www.123.is/album/display.aspx?fn=asgardur&aid=-402418744

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299527
Samtals gestir: 34534
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 18:53:11