Heimasíða Ásgarðs

18.07.2010 12:52

Þrá Þristdóttir og Sylgjudóttir mættar

Erum símasambandslaus,tölvu og sjónvarpslaus og ég komin með pung að láni til að flytja ykkur fréttir úr Ásgarðinum.

Vonandi koma símakallar fljótlega að gera við línuna inní húsið sem er líklega í sundur útí bílskúr.

Von Ögra/Sylgjudóttir frá Ásgarði og Þrá Þrists/Manardóttir frá Ásgarði bakatil.

Ég skrapp uppí Borgarfjörð um daginn til þess að sækja tvær hryssur sem eru í eigu Röggu vinkonu en hún býr í Noregi og nú er ætlunin að gera eitthvað sniðugt varðandi hryssurnar hennar.
Okkur finnst alveg svakalega spennandi að setja fyl í Þristdótturina sem er sammæðra henni Rjúpu minni og er hún einnig litförótt einsog Rjúpan,bara annar grunnlitur en hann fékk hún í arf frá Þristi pabba sínum en það er einn af mínum uppáhaldslitum síðan að ég var barn.

Brúnsokkótt er geggjaður litur og ekki skemmir það að litförótti liturinn skín svo skemmtilega í gegn á þessum árstíma en á öðrum tíma getur hann verið ansi ljótur.

Aðallega þó þegar að þau eru að fara úr snemma á vorin en þá eru þau ekkert sérlega falleg þessi litföróttu.

En að merunum aftur,þær voru ekki alveg á því að yfirgefa Borgarfjörðinn sísvona en eftir dágóða stund voru þær báðar komnar um borð í kerruna og sú sem ég spáði að yrði erfiðari,var miklu stilltari og auðveldari uppá.
Svo snerist það við þegar að heim í Ásgarðinn var komið,sú sem var stilltari uppá ætlaði nú alsekki að yfirgefa kerruna hehehehe..........:)

En allt gekk þetta nú slysalaust fyrir sig og nú hefst undirbúningsvinna og fortamning við dömurnar en önnur þeirra er nú þegar farin að temja sjálfa sig og er kúnstugt að fylgjast með henni en hún þarf að skoða allt með munninum einsog lítið barn sem er að byrja að uppgötva veröldina.

Von að kenna sér að teymast:)

Stuttu síðar tók hún upp lónseringarbandið og gekk hálfan hring á staurnum með það hehehehe....:)
Sjáiði svipinn á Biskupnum!

Þrá Þristdóttir komin aftur heim.

Þristdóttirin er hinsvegar allt önnur týpa,styggari og meira vakandi fyrir því sem að er í kringum hana en svarar mjög vel þegar að hún er beðin um að gera eitthvað.

Er virkilega næm og nóg að rétt snerta hana þá víkur hún undan og svarar öllum ábendingum fljótt og vel.

Er fimmgangs og gangskil hrein og skörp.

Nú er það bara á næstu dögum að reyna aðeins Ingimarsaðferðina við þær í bland við Magga Lár aðferðina.
Ég fór með Hrók á námskeiðið "af frjálsum vilja" hjá Ingimari fyrir nokkrum árum og var það frábært námskeið.
Einnig fór ég á nokkur námskeið hjá Magga Lár og Svanhildi Halls sem hafa gert mikið fyrir mig og opnað margar skemmtilega gáttir inní sýn hestanna á okkur mannfólkinu.

18.07.2010 12:27

Hrókur kominn í merar 14 Júlí


Hrókur á leið niður á bakka:)

Það varð úr að Hrókur okkar fékk nokkrar sérvaldar hryssur til sín niður á bakka eða restina sem að kemst ekki að hjá Astró í ár.

Þrí..........stuðningur:) Hmmmm.........:)

Nóg að gera hjá báðum hestum,þó hefur Astró kallinn vinninginn enda ekki bara að sinna hryssum heldur er hann einnig í þjálfun fyrir mót og erum við að missa hann frá okkur héðan úr Ásgarðinum en það hefur verið mikið gaman að hafa þennan höfðingja hér í hryssum og leitun að svona geðslagi einsog þessi stóðhestur er með.
Hryssurnar hafa verið alveg ofboðslega hrifnar af klárnum,svo hrifnar að ég var að grípa inní og tína þær sumar fram og tilbaka úr hólfinu hjá honum svo aðgangsharðar eru þær í klárinn.

Ekki hefur pestin dregið úr þeim áhugann en hér eru allir hættir að hósta og kominn fiðringur í mann að skreppa aðeins á bak.

11.07.2010 11:44

Heyskapur byrjaður

Við erum byrjuð í heyskap og fyrsta túnið ætti að vera búið að rúlla og pakka en veðurguðirnir sáu svo um að það yrði ekki hægt með því að senda okkur rigningu í heyið á síðustu metrunum.
Nú það fór einnig lega í rúlluvélinni þannig að þessu var sjálfhætt en í dag á að klára.

Byggið frá Svani í Dalsmynni er að verða tilbúið til þreskingar hnéhnéhné.....:)

Nei.............:)Bannað að plata ykkur svona en þetta eru "barnabörnin" frá Svani sem tókst að forðast gráðuga kanínukjafta og enduðu í kanínuskítahaugnum og dafna þar vel.

Mikið ofboðlega eru þetta fallegar plöntur!

Ég arkaði út með cameruna í gær og fyrradag og nú skildi sko taka myndir af hrossum og öðru skemmtilegu hér á bæ.

Astró er samviskusamlega að fylla á dömurnar sínar á milli þess sem að hann er í léttu trimmi hjá eigendum sínum.

Hann er frískur einsog önnur hross hér á bæ en flensan hefur farið mildum höndum í gegnum stóðið og ekki hefur sést mikið rennandi úr nösum á hrossum nema rétt glært og svo smá hvítt á innanverðum nasaholunum og svo auðvitað hafa þau hóstað en þá aðalega þegar að þau hafa verið búin að hlaupa um og stoppa svo og þá hefur maður heyrt þau hósta.

Toppa gamla sem er að nálgast þrítugsaldurinn er sú eina sem er með þungan barkarhósta ef að hún hreyfir sig en sú gamla er alveg sílspikuð og lítur vel út.

En það fer nú að líða að því að tekin verði gröf fyrir þá gömlu en eitthvað er verið að draga þetta enda ekki skemmtilegt að kveðja hross sem hefur verið hér til í svona mörg ár og er eitt af þessum hrossum sem maður ber virðingu fyrir og þykir vænt um.

Sem ætti að segja manni það að sýna henni tilhlýðilega virðingu og leyfa henni að fara á meðan hún lítur svona vel út og er hraust.

Miklu skemmtilegra að muna hana svona feita og fína á síðustu metrunum heldur að að geyma það og enda svo kannski í leiðindum en svona gömul hross geta hreinlega hrunið saman á örskömmum tíma og hálf veslast upp.

Talandi um gamlar hefðardömur þá var Hrókur með eina slíka hjá sér í fyrra en hún Storka 22 vetra kom til hans í fyrrsumar og fyljaði klárinn hana strax en Storka hefur aldrei átt folald áður og í vor kom svo rauðstjörnóttur strákur í heiminn og sýndi ömmu í Ásgarðinum hvað hann getur þegar að hann kom hingað í gær með mömmu sinni sem var að koma undir stóðhest.

Vanda sig...........amma er að horfa á!

Váli og Forseti hefðu mátt taka litla bróðir til fyrirmyndar en þeir fóru bara um á fíflagangi þegar að ég reyndi að mynda þá.

Hrókur er í atvinnubótavinnu í sumar og er hálfatvinnulaus og er ekki sáttur við að hafa svona lítið að gera.


Segist geta gert miklu meira bara ef að hann fái tækifæri til þess.

Það er svo mikið og gott framboð af stóðhestum í landinu sem er bara frábært enda 2007 árgerðin að spreyta sig í merum í sumar og ætla má að þar séu á ferðinni margar vonarstjörnur með flotta feður á bakvið sig en 2007 áttu allir skyndilega pening til að halda undir alla þá dýrustu.

Mikið verður það spennandi að sjá þennan árgang mæta í kynbótabrautina næsta vor.

Hrókur verður heima í merum í sumar og það eru laus 2 pláss undir hann.
Tollurinn kostar 30.000-með öllu og þetta "allt" er girðingargjald,frábært eftirlit,rennandi vatn í kar,saltsteinar+steinefni og vítamínfata verður í hólfinu eftir þörfum.
Sónar ekki innifalinn og þurfa eigendur að sjá um það sjálfir.


Hrókur er að gefa fín reiðhross sem yfirleitt allir geta farið á bak,þau fara rólega af stað í tamningu en viljinn kemur hægt og sígandi.
Altaf gott þegar að knapi og hestur geta þróast saman í rólegheitum og vaxið saman í getu og finnst mér gömlu gigtveiku konunni þetta frábær kostur enda löngu hætt að berjast við sjónhrædd og hvik hross.

Þetta eru engar púðurtunnur í reið en komast nú samt alveg áfram og eru fyrstu og elstu árgangarnir hans Hróks farin að sjást í léttari keppnum útí Þýskalandi og eigendur þar í hæðstu hæðum yfir geðslaginu í þeim.

Ef áhugi er á tolli undir Hróksa þá er ykkur velkomið að sendið mér línu á ransy66@gmail.com eða hringið í síma 869-8192.

07.07.2010 01:04

Montin kjellan.....:)


Össssss...................!Maður á ekki að monta sig EN.................:)

Ég ætla nú samt að gera það en ég var að kíkja inná mest skoðuðu síðurnar hjá 123.is og rak þá augun í að Ásgarðssíðan okkar er komin uppí 6 sæti á listanum þar og er það einnig í fyrsta sinn sem að Ásgarður skoppar yfir Álfhólasíðunni hjá vinkonu minni henni Söru og er nú hennar síða gríðarlega vinsæl á veraldarvefnum:)

Gaman að fá svona marga inn í heimsókn en í gær kíktu inn hjá mér 350 tölvur víðsvegar að um heiminn og einnig er ég með Analytics í gegnum google en þar sé ég hvaðan úr heiminum ég fæ heimsóknir og er þetta listinn þaðan með þeim 25 löndum sem kíkja á síðuna hjá mér:

Grænu löndin eru þau sem hafa heimsótt síðuna.

Hér eru þau lönd sem eru að kíkja í heimsókn.

Ég fæ töluverðann póst hvaðanæva úr heiminum og þá aðallega vegna hestasölu og þá vil ég minna þá sem eiga hross inná sölusíðunni hjá mér að láta vita af því ef að hross eru seld eða þarf að uppfæra verð og annað.Eins er frábært að fá nýjar myndir af hrossum sem þar eru.

Ég er búin að fá margar beiðnir um að setja inn hross á sölusíðuna og geri það helst fyrir fólk sem ég þekki og treysti og veit svona cirka hvernig hross það er með.

Fljótlega koma inn mörg ný hross en ég verð að fara að taka mig taki og vinna í þeim málum sem allra fyrst.

06.07.2010 02:05

Astró á tali við Toppu


Hvað segirðu gott í dag Toppa mín?

Kenndi þér enginn að tala ekki með fullan munninn af grasi drengur?

Hva.....:)Gleymdirðu að taka lyfin þín inn Toppa....?Róa sig gamla mín:)!

Ég gæti auðveldlega verið langamma þín svo vertu ekki að gera þig breiðann góurinn........hnussss!

Blessuð frú Toppa......sé þig vonandi í betra stuði á morgun gamla:)

01.07.2010 16:10

Freisting köstuð 1 Júlí


"SMÁ" mistök við kyngreininguna á þessum flotta grip,haldiði ekki að það hafi dinglað dingaling undir honum!emoticon
En hann er stórglæsilegur og er á leið á sölulistann.
This great looking stallion foal is for sale:)
Further info
ransy66@gmail.com

Í nótt kastaði Freisting Astróafkvæmi og dúddamía................!!!
Og það er skjótt,þetta er hennar fyrsta skjótta folald en hún hefur einungis gefið brún eða svört folöld með Hrók.

Þá eru öll Astró folöldin komin í heimin og erum við afar ánægð með þau.
Ég legg ekki í að fara út með cameruna í þetta veður en mynd kemur um leið og færi gefst á að kyngreina og skoða þessar fallegu skjónur á gripnum.Eitthvað hefur Astró vandað sig þegar að hann "málaði" andlitið á folaldinu sýnist mér í kíkinum:)
Spennó!


Viðbót:
Kallinn náði að lyfta taglinu og undir því var lítil slaufa fyrir neðan stjörnuna:)
Þannig að kallinn er búinn að eignast þarna stórglæsilega hryssu sem hann ætlar að eiga.

21.06.2010 23:20

Heilladís (LM Sokka:) köstuð þann 14 Júní Sif köstuð sama dag:)


Röskva frá Ásgarði
Heilladís frá Galtanesi var svona frábær að koma með þessa flottu hryssu sem rúllar um á mjúku hágengu tölti.Faðirinn er Astró frá Heiðarbrún.

Flott framtíðarhryssa sem ég er mikið montin með.

Astró afkvæmin eru háfætt,bollétt og yfirlínan alveg afbragð.

Vilji frá Ásgarði SELDUR/SOLD
Sif dóttir Heilladísar og Hróks okkar kastaði sama dag og mamma sín og kom með þennan líka flotta Astró son.
Hann sýnir flott tölt og grípur í skeið inná milli.

This foal is for sale,very pretty guy with allot of tölt!

Here is his albúm Vilji frá Ásgarði
If you are interest in this foal please contact me in this email adress ransy66@gmail.com

19.06.2010 19:33

uvhvuvhvhjjkjkjkn

nbibjkbklbkklbj

14.06.2010 15:02

Litla Löpp köstuð þann 10 Júní


Litla Löpp gladdi okkur óseigjanlega með því að koma með þessa fallegu skjóttu dömu sem fer um á gormabrokki!

Sú stutta gormast um túnið einsog ballerína og gefur bræðrum sínum ekkert eftir þegar að hún flýgur af stað með látum og áhyggjufull móðirin í loftköstum á eftir folaldinu sínu.
Hingað til hafa þau ekki verið svona "óþekk" skín úr augunum á mæðrunum þetta sumarið hehehehehehe.........:)
Astró börnin eiga það nefnilega sameiginlegt að vera leikglöð og kát með afbrigðum.

Frétti af Astró syni í Borgarfirðinum sem er svona rosalega hress og sprettharður líkt og systkini hans hérna megin.
Enn ein áhyggjufull móðir þar í loftköstum:)

Nú svo fæddist enn einn Astró strákurinn hér í Garðinum undan stórri Hróksdóttur en sá stutti var svo óheppinn að einn geldingurinn í hópnum ákvað að eigna sér hann og móðirin sat eftir súr á svip og skildi ekki neitt í neinu.

Sem betur fer sást hvað var í gangi og eigendurnir voru skjótir til að grípa inní og tóku þau mæðgin inn á hús og náðu að sameina þau svo að það ævintýri endaði farssællega.

Astró kallinn er hér niður á túni að taka á móti börnunum sínum og sinnir mæðrunum þess á milli.

Mér telst til að hann sé með 17 hryssur hjá sér í ár.

Er snöggur að þjónusta þær í réttri röð auðvitað en engin hryssa fær afgreiðslu hjá honum nema hann sé búinn að skanna hvort hún sé ekki alveg örugglega á hárréttu augnabliki til að fyljast.

Mikið afskaplega er þetta kurteis og þægilegur hestur að hafa í stóði.

Hrókur minn er atvinnulaus í sumar og ef einhver þarna úti myndi hafa handa honum nokkrar hryssur til að dunda sér í sumar gegn hagagöngu (get tekið hann heim aftur hvenær sem er:) þá veit ég að hann yrði mikið kátur með það.

Hafið samband annaðhvort í netfangið ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192

11.06.2010 17:05

Hylling köstuð þann 8 Júní

Hylling kastaði uppúr miðnætti þann 8 Júní og enn einn strákurinn undan Astró leit dagsins ljós.

Fallega skapaður rauðstjörnóttur strákur mættur og var hann varla staðinn upp þegar að hann var farinn að ólmast um á löngu löppunum sínum svo að Hylling mátti hafa sig alla við að elta drenginn sinn.
Gaman að hafa ungviðið svona beint fyrir utan stofugluggan hjá sér og fylgjast með.

04.06.2010 20:22

Stórstjarna köstuð þann 4 Júní


Stórstjarna kastaði uppúr 03:00 síðastliðnu nótt og rölti ég niður á tún í dag til að skoða gripinn.
Þarna lá bleikt folald,ekkert nema lappirnar:)
Ég laumaðist í taglið á honum til að kíkja undir en þar var engin "slaufa"bara eitt gat.

Þetta verður strákaár í ár enda hafa merfolöldin ráðið ríkjum hér mörg undanfarin ár og greinilega tími til kominn fyrir strákana að láta ljós sitt skína.
Uppúr hádegi í dag var ég að vinna við myndatöku á hrossum útí Sandgerði og það gerði svo mikla "þoku"að vart sást á milli bæja á tímabili.

LM Sokka og L-Löpp Garðskagaviti í felum á bakvið.

Þessi skrítna þoka var nú ekki einsog hún er vön að vera,köld með raka og eftir svolitla stund úti var ég farin að átta mig á því að munnurinn á mér var orðinn þakinn fínu sanddufti.
Það hlaut eitthvað að vera,öskufjúk hér yfir allt og fólk komið með særindi í augu og öll vit að fyllast af fínu duftinu.

Ekki kann maður að hegða sér í svona aðstæðum!
Þegar að heim kom þá reif ég upp allar hurðar vegna hita og lét ég blása hressilega í gegnum húsið.

Ekki leið á löngu þartil ég var næstum dottin um koll á flísunum bæði inná baði og frammí gangi vegna öskunnar sem gerði sig heimakomna hér innum allt!

Rosalega verða flísar hálar við það að fá svona öskuduft á sig!

En hvaða hvaða væll er þetta í manni hér þarsem við höfum sloppið mikið vel.

Vonandi fer að koma ausandi rigning á bændur í nágrenni við gosstöðvarnar svo að askan fara að stoppa og gróður geti farið almennilega af stað.

Það getur bara ekki verið auðvelt að anda að sér þessu ógeði fyrir austan fjall,hvorki fyrir menn né skepnur.

Sendi öllum fyrir austan mínar bestu kveðjur með von um betri tíð og blóm í haga.

01.06.2010 23:30

Fjalladís (Skjóna mín:) köstuð þann 1 Júní

Ég var á vaktinni til 07:00 í morgun og enn rölti hún Skjóna mín um túnið að leita sér að stað til að kasta á þegar að ég loksins gafst upp og sofnaði.

Stuttu síðar kastaði hún og kom í heiminn móálótt hestfolald,afar fallegt á að líta og háfætt einsog pabbinn hann Astró.

Sá lappalangi stikaði um á tölti þegar að ég fór niður á tún í dag að skoða hvort kynið Skjóna hefði komið með.

Skjóna hleypti mér að til að skoða nýja soninn sem að hélt að ég væri alveg tilvalinn vinur til að kljást við hehehehe.....:)

Ekkert smá krúttlegur svona glænýr að kljást við mig með litlu snoppunni sinni alveg óhræddur.

Ég var með cameruna mína en ekkert gekk mér að ná almennilegum myndum.

Batterýin að tæmast og ekkert gaman að reyna að ná almennilegum myndum af nýja gripnum.

En í kvöld kom hún Valgerður vinkona mín með 2 hryssur undir hann Astró og auðvitað var hún með cameruna sína og smellti hún nokkrum myndum af honum Lappalang:)

Seinna um kvöldið komu svo 3 gestahryssur í viðbót í hólfið hans Astró og nú eru einungis 3 laus pláss undir hann í sumar.

Til gamans má geta að hann Astró er samfeðra þeim stórglæsilega stóðhesti Tind frá Varmalæk sem varð heimsmeistari í fimmgangi í Sviss 2009.
Fleiri upplýsingar um Astró frá Heiðarbrún

Falleg rigningarmynd af Vordísi með Hróksson í rigningunni.

Við fengum langþráða rigningu í dag og veitti ekki af að bleyta aðeins í jörðinni.

Samt sem áður er spretta hér með mesta móti en hitinn undanfarnar vikur hefur gert heilmikið fyrir sprettuna þó að rigninguna hafi vantað með.

Takk fyrir myndatökuna vinkona Valgerður:)

31.05.2010 23:34

Astró frá Heiðarbrún kemur í Ásgarðinn


Astró og Alexander Freyr.

Feikna fótlyfta á kappanum:) Mynd Sigrún.

Þá eru stóðhestamálin komin á hreint hér í Ásgarðinum þetta árið.


Við erum afar lukkuleg með að fá hann Astró frá Heiðarbrún aftur til okkar en við eigum von á honum um helgina næskomandi.
Þetta er frábær hestur að hafa í hryssum og ég get sofið róleg á nóttunni með hann líkt og ég væri með hann Hrók okkar niðurfrá í merunum.

Örfá pláss eru laus undir kappann og þá meina ég örfá.

Pantanir tóku að streyma undir klárinn þrátt fyrir að óvíst væri hvort hann yrði hér í Ásgarðinum því Astró var stefnt á LM og var það lán í óláni að LM var blásið af fyrir okkur.

Fyrstu gestahryssur koma á morgun og verður vel tekið á móti þeim með ormalyfi,aðgengi að rúllu,saltsteinum,vítamínfötu og grasgefnu ábornu túni.

Einnig hafa hrossin opið upphitað hesthús ef þau vilja og rennur vatn úr slöngu í kar (ekki staðið vatn líkt og í tjörnum).

Góð vöktun er á hólfinu en það er beint fyrir utan stofugluggann hjá okkur.

Fyrsta folaldið undan Astró hér í Ásgarðinum verður væntanlega komið í heiminn í fyrramálið en hún Fjalladís mín (Skjóna:) var komin með vaxkennda dropa á spenana sína í dag og orðin ansi líkleg til að fara að kasta.

Soldið pattaralegur eftir veturinn,mynd tekin snemma í Maí.

Hrókur frá Gíslabæ er laus til afnota í hryssur í sumar ef einhver hefur áhuga á stabílum geðgóðum stóðhesti og er honum slétt sama hvort hann fer í kjötmerar eða eitthvað annað.

Bara að hann fái nóg að bíta og brenna og nokkrar hryssur að dunda sér við.

Hann er frjósamur og gefur heilt yfir litið þæg reiðhross með góðu brokki,laflausu tölti og fimmti gírinn er bakatil og ekkert mál að sækja skeiðið í afkvæmum hans.

Varðandi hestaflensuna þá er hún hér í gangi en hrossin eru frísk og hraust en hósta eftir að þau hafa tekið leikspretti og ólmast um hagana.
Hróksi er sá eini sem að ekkert sést á ennþá en hann er í fantagóðu formi og lítur frábærlega vel út.

En þeir sem hafa áhuga á folatolli undan Astró frá Heiðarbrún vinsamlegast hafið samband við mig í netfangið  ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192
Frjósemi var mjög góð hjá honum eftir sumarið í fyrra og eigum við von á fullt af fallegum folöldum undan klárnum á næstu dögum.

26.05.2010 18:30

Vordís köstuð 26-05-10


Í skjóli fyrir norðanáttinni.

Þegar að ég var að keyra rúllu í hólfið hjá merunum og trippunum þá hugsaði ég að nú væri það líklega að verða of seint að taka til hliðar hana Vordísi Brúnblesadóttur áður en hún kastaði en hún er sú eina hér á bæ sem að fékk við honum Hrók mínum.

Ég fékk nefnilega þær fréttir í gær að Glóð Stígsdóttir væri köstuð og Hróksdóttir væri komin í heiminn vestur í Dölum og óska ég eigendum hennar innilega til hamingju með þessa fínu hryssu.

Kíkið á síðuna hjá henni Eddu og Glóð Stígsdóttur

Þegar að öll hrossin voru komin í rúlluna þá tek ég eftir því að Vordísi vantar og sé ég hana þá liggjandi á hliðinni að rembast og rembast en lítið gekk að koma folaldinu í heiminn.

Vordís stóð svo upp og sá ég þá löpp standa aftanúr henni og hringdi ég í kallinn því þetta var ekki alveg að gera sig og betra að hafa einhvern til að aðstoða við að ná folaldinu útur merinni.

Ég sá svo að þarna var annar fótur að gægjast út og hálft höfuðið einnig.

Hryssan virtist ekkert ætla að leggjast niður og reyna meir en ég treysti mér nú ekki alveg nálægt henni á meðan ég var að átta mig á stöðunni.

Ég hef ekki hjálpað hryssu við köstun en allt er þetta stærra í sniðum en hjá kindunum.

Aumingja Vordís starði bara á okkur voðalega aum á svip og svo rölti hún að mér og stakk hausnum í fangið á mér einsog hún vildi biðja um aðstoð við þetta sem var að plaga hana.

Ég ákvað að drífa mig í að reyna að tosa folaldið út en það var svo fast á öxlunum að kallinn varð að taka á öðrum fætinum og ég í hinn og svo var bara tosað og tosað og smá saman fór folaldið að mjakast út og hryssan henti sér niður og við drógum út jarpann hest,frekar penann enda er þetta fyrsta folaldið hennar Vordísar.

Sólahringsgamall að leggja sig í rúllu.

Eftir að folald og móðir voru búin að jafna sig,hildirnar dottnar frá henni og Jarpur litli búinn að fá broddmjólkina og orðinn nokkuð styrkur þá flutti ég þau í annað hólf og tók hana Fjalladísi mína með sem er orðin ansi líkleg til að fara að koma með fyrsta Astró afkvæmið hér í Ásgarðinum.

20.05.2010 19:10

Tíðindin úr/í sveitinni

Allt fullt að gerast og ég læt ykkur bara bíða!

Nú er kjellan að verða fræg,komin með bloggið sitt á Tíðindin en sú fréttaveita er að koma sterkt inn í netheimum enda alltaf eitthvað nýtt að ske þar.
"Litla" fænda mínum datt þetta í hug að framlengja mér þangað en hann er alveg snillingur í heimasíðugerð og öskufljótur að vinna við tölvur.
Hann hannaði síðuna og líst mér bara þrælvel á hve mikið efni er þar inni og margt skemmtilegt að skoða.

En að sveitastörfunum er það að frétta að ég er orðin ansi mikil Moldvarpa eftir að ég fékk alvöru dótakall með alvöru dótatraktor í garðholuna mína til að tæta þar fyrir mig.


Össssss...............Enginn smá traktor að troðast um í garðholunni minni!

Apparatið sem vann aftaní traktornum er nú kannski ekki hefðbundinn garðtætari heldur miklu öflugra tæki og notað til að gera td reiðvegi og tæta upp vegi.

Enda ef að steinn endaði í apparatinu þá muldist hann niður í duft á svipstundu.

Mín er búin að vera á kafi að pota niður kartöflum og eru þær í öllum regnbogans litum sem komnar eru niður í jörðina en ég er stoltust af að eiga ennþá Blálandsdrottninguna síðan að ég var lítill krakki að setja niður hinar ýmsu matjurtir uppí Skorradal.

Nýtt kanínublogg á leiðinni.........:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299527
Samtals gestir: 34534
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 18:53:11