Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 22:50

Galdra Kári auglýsir eftir nýjum eiganda:)


Kári káti að pósa.
Kári er kominn með endanlegt heimili!

Hann Galdra Kári er að leita sér að ábyrgum eiganda sem er gæddur þolinmæði
og hefur gaman af hundum.
Ennfremur að aðstaðan sé hundvæn á nýja heimilinu og tími sé fyrir hann.
Kári er sprækur og skemmtilegur hundur sem þætti ekki verra að fá daglega hreyfingu,eitthvað meira en einn hring á svölum .


Kári í snyrtingu fyrir myndatökuna.

Kári setur það fram sem skilyrði að börn séu ekki á heimilinu því hann vill vera aðalnúmerið og þolir ekki mikla samkeppni frá þeirra hálfu.Hann vill frið fyrir litlum puttum semsagt .

Kári er alveg gasalega flottur hundur með allskonar verðlaun og borða og ég veit bara ekki hvað.
Set bara inn myndir af hans bikar og borðum ásamt bikar og borðum frá vinkonu hans henni Tinnu.


Kári og Tinna vinkona hans útí rokinu,þar fauk hárgreiðslan!

Kári býr í auganblikinu í Njarðvík hjá Tinnu vinkonu sinni og vegna
óviðráðanlegra aðstæðna þá þarf Kári á nýjum eiganda að halda.
Hann verður 2 ára 16 Júlí í sumar þannig að um minnsta kosti 8-10 ára saming
er um að ræða fyrir þann sem tekur Kára að sér.

Kári svarar í síma 6626903 til 22:00 á kvöldin .




27.04.2008 14:15

Afvelta og Gamla Hrauna bornar




Afvelta og hennar háfætta dóttir .

Mánudagur 21 Apríl.

Loksins bar hún Afvelta og fengum við eina gimbur undan henni háfætta og fallega Flankadóttur.
Það þykir víst fallegt að hafa fé háfætt en þarsem mér er mikið í mun að mínar ær standi í allar fjórar þá er ég himinánægð með þennan árangur .Kannski maður bara setji hana á þessa gimbur?
Reyndar sagði fjármálaráðgjafinn minn mér að setja bara allt á á vorin og enduskoða það svo í haust hehehehehe.......Þetta er BARA gaman .

Flottur með andlitsfríðri vinkonu á leið úr landi.

Fórum með hann Flott frá Víðihlíð í bæinn til Gunna og Krissu en hann er að fara til síns heima Svíþjóðar.
Sé svolítið eftir honum en hann er algjör tappi þegar að hann er að sína sig og monta fyrir utan hvað hann er glannalegur á litinn!Hann toppaði allt í stíunni innfrá af útflutningfolöldunum en mörg hver voru alveg bráðskemmtileg á litinn.

Lynghænuungar sólarhrings gamlir.

Við settum í tvær útungarvélar um daginn og í gær byrjuðu Lynghænu ungarnir að poppa í heiminn.Þeir eru agnarsmáir og ekki mikið stærri en Hunangsfluga.
Erum ávalt með eitthvað af fuglum til sölu.
Verð að setja í útungum egg undan íslensku Landnámshænunni því við fengum skrautlegann hana frá Norðurkoti og er hann fenginn til að fríska uppá stofninn hjá okkur.
Reyndar eru þær sjálfar afar duglega að liggja á og unga út sjálfar.Kannki maður bara spari rafmagnið og leyfi þeim það......

Í vikunni flokkað ég frá einar 11 merar og ormahreinsaði og setti niður á tún og baka þarsem þær vilja vera þegar að líður að köstun.
Skjóna mín er alveg að fara að kasta og yrði ég ekki hissa ef hún kæmi með folald fyrir mánaðarmótin.
Vona samt að hún bíði einsog hún getur því að það er kalt núna og grasið er stopp í bili.
En maður er mikið þakklátur fyrir þennan græna lit sem er kominn á öll tún og í lautir í úthagana.
Það léttir í manni lundina eftir þennan erfiða vetur.

26 Apríl Laugardagur.

Vorum búin að ákveða að taka okkur smá "frí"frá bústörfunum eða í svona 3-4 tíma.
Gáfum öllum mjög snemma en það skiptir nú svosem ekki máli þarsem allir eru yfirleitt með aðgang að heyi þannig að engum brá við.

Rukum svo uppá völl en þar átti að vera Bílasýning,málverk og ljósmyndasýningar,handverk og margt annað skemmtilegt sem fólk er að vinna við.
Auðvitað rak ég augun í tryllitæki sem ég er afar hrifin enda átti ég einn slíkann fyrir nokkrum árum.


Geggjað að keyra svona kaggann og kítla pinnann því þeir láta svo vel af stjórn.Usssss.......hvað er ég "gamla" konan að bulla um gamla tíma og kagga,þetta er liðið og hana nú!
En lengi lifir samt í gömlum glæðum og gaman að hugsa aftur í tímann .

Komum við á Mánagrundinni en þar var mót í gangi og smellti ég nokkrum myndum í norðangarranum af krökkunum en þau rúlluðu þetta áfram í hávaðroki á glæstum gæðingum!!!
Vó......ef maður hefði haft þennan hestakost undir rassinn í denn???
Issss......Funi gamli dugði nú samt alveg til að kenna mér hvernig hestur á ekki að vera hehehehehe......
Lærði hesta mest á hann því hann var oft svo óþekkur við mig,blessuð sé minning hans.

Við kíktum á Beggu og Odd í bakaleiðinni en hjá þeim voru stödd Valgerður og Hörður á Hrauni.

Drottning Hróksdóttir alveg að missa sig í vorfíling!

Begga er með og á ásamt pabba sínum tvö afkvæmi hans Hróks sem verið er að temja og koma þau bara ágætlega út það sem búið er að temja þau.
Bæði þæg og góð en Prinsinn er með stáltaugar og þolir allt en Drottningin er aðeins meira fiðrildi og svona meira dæmi fyrir vanari knapa.Hún verður hörkuhross í framtíðinni með þessu áframhaldi.

Valgerður og Hörður ásamt Hafliða komu í Ásgarð að taka út hjá mér gibbubúskapinn enda er hún Valgeðrur minn fjármálaráðgjafi .
Eftir kaffispjall fannst mér tímabært að fara út að huga að kindunum en hún Gamla Hrauna átti að fara að bera og sagði ég í gríni við Valgerði að hún væri að bíða eftir réttu ljósmóðurinni sinni til að taka á móti lömbunum.

Nú hvað skeði?
Gamla Hrauna var að bíða og sást í klaufir og snoppu þegar að við komum!
Nú einsog góðum fjármálaráðgjafa þá var ég rekinn ínní stíuna til að hjálpa kindinni.

Ég finn ekki hinn fótinn Valgeðrur!!!
Eitthvað var mín heldur feimin við þetta með augu allra hvílandi á mér þarna og það endaði með því að ég vældi svo mikið að Valgerður kom og reddaði þessu fyrir mig og Gömlu Hraunu.

Svona gerum við Ransý mín .Finnum hinn fótinn og.....

 togum við varlega í.......

Flankasonur fæddur!
Tveir Flankasynir fæddir!
Hún Gamla Hrauna gerði það nú ekki endasleppt því hún á tvo aðra lambhrúta í stíu hjá okkur sem hún bar í byrjun September síðastliðið haust!
 


 

23.04.2008 14:11

Knapamerkja námskeiðinu lokið

Tími kominn á eitt gott blogg fólk.

19 apríl.

Stóri dagurinn sem maður er búinn að bíða eftir í allan vetur rann upp en það var verklegi prófdagurinn í Knapamerkjum 1-2.
Kvöldið áður höfðum við Begga fengið að fara í gerðið á Hólabrekku til að æfa okkur á hestunum.

Við vorum að frammí svarta myrkur að "æpa" á hvora aðra stafina á reiðleiðinni og eftir 3-4 æfingar hjá hvorri þá fór þetta að ganga nokkuð smurt hjá okkur.

Við vorum ansi hreint spenntar þegar að við renndum með hrossin inní Víðidal í einstakri veðurblíðu.

Við höfðum 10 mínútur hver til að ríða prógrammið fyrir framann kennarann og prófdómarann og það var ekki frá því að það væri hnútur í maganum á okkur.

Þegar að mér kom þá fauk sá kvíði úr mér og rann ég í gegnum prógrammið nokkuð slysalaust og fékk umsögina býsna gott frá prófdómaranum.

Prófið var tekið í þremur áföngum og næst var stökkæfingingin sem heppnaðist mjög vel hjá okkur.

Það er alveg draumur að sitja hann Hrók á stökki.Held að við höfum skorað nokkuð hátt þar.
Hlaupum Hrókur!

Næst voru hlaupaæfingar og annað sem við fórum í gegnum mjög auðveldlega enda klárinn í sínu allra besta skapi og það vantaði ekki viljann í hann að gera kellingunni sinni til hæfis þennan morgun.

Í mínum huga fékk klárinn 10 fyrir vinnuvilja og geðslag og var ég í skýjunum yfir því að eiga svona yndislega skepnu sem vill allt fyrir mann gera.

Meira að segja leit hann ekki á hryssu sem þarna var stillt upp við hliðina á honum en hún var í bullandi hestalátum og átti svolítið bágt undir taglinum blessunin.

Ég verð að koma að hamingju óskum til hennar Hallveigu Fróðadóttur sem skoraði hæðst okkar allra á öllum prófunum með 10-ur á línuna!!!!!Bæði í verklegu og bóklegu!!! Snilldar kona þar á ferð með snilldar vel taminn hest sem að prófdómarinn vildi ólmur fala af henni.

Ég kom ánægð og vel þreytt heim þennan dag,henti mér í hálftíma í sófann og dreif mig svo út því að ekki þýðir að slóra í miðjum sauðburði og kanínugoti.

Allt var í stakasta lagi með kindurnar og kanínurnar voru byrjaðar að gjóta á fullu.Einn ungi lenti útá rimlunum og drapst við það.Maður missir alltaf einn og einn en eftir síðustu talningu þá voru komnir 75 ungar og þar af 70 á lífi sem er nokkuð gott.

Nú ég fór í gegnum verkin og setti út stóðhestana í góða verðið og eftir stutta stund verða þeir varir við eitthvað voðalega spennandi og hætta að éta og fara að spenna sig alla upp!

Sé ég að hópur ríðandi fólks er að renna heim í hlað og hljóp ég í húsið og út til að taka á móti ferðamönnum.
Alltaf gaman þegar að ríðandi gesti ber að garði:)

Voru það ekki þeir félagar Friðbjörn og Eymundur ásamt Vigni og tveimur dömum og slepptum við hrossunum í hólf og settumst niður á spjallið.veðrið var hreint út sagt frábært,stafa logn og 11 stiga hiti.

Eymundur með litakippuna sína .Flottastur!

Friðbjörn kátur í blíðunni í fylgd fríðu föruneyti.

Vignir að pósa á Brúnka sínum.

Friðbjörn og félagar voru rétt að renna úr hlaði þegar að Silla og fjölskylda komu til að berja augum sína gæðinga sem hér eru í vetrarpössun.

Silla að knúsa Glófaxa Parkerson.
Enn var spjallað og spjallað og áður en maður vissi af var klukkan langt gengin í 23:00 þegar að við hættum loks að spjalla.

Hebbi fór þennan dag á Svartfuglaveiðar eldsnemma um morguninn með félögum sínum og áttu þeir frábærann dag í rjómalogni í Faxaflóanum og víðar.Þeir náðu 205 fuglum og einum Höfrungi.Gaman að kallinn skildi gefa sér tíma í að fara með strákunum á veiðar,hann gerir alltof lítið af því.

20 Apríl

Við Suðurnesja gellurnar sem vorum saman í vetur Knapamerkjanámskeiðunum ákváðum að hafa smá slútt og bauð Valgerður á Hrauni mér og Beggu í mat og á Minkaveiðar í "eftirrétt".

Það er alltaf gaman að koma að Hrauni og ég tala nú ekki um hve góðan mat hún Valgerður býr til......dúddamía!

Eftir matinn töltum við af stað með tíkurnar mínar þær Buslu,Skvettu,Tobbu Önnu og Súsý litlu sem var að fara í fyrsta sinn á alvöru Minkaveiðar.

Tobba anna,Skvetta og Súsý minakveiðitíkur.

Þær voru ekki lengi að finna Minkabæli og Mink en því miður þá var svo erfitt að ná honum út að við hefðum þurft stórvirkar vinnuvélar við verkið.Þar slapp hann fyrir hornið í þetta skiptið.

Við fengum útúr þessu frábærann göngutúr og gátum rabbað um heima og geima(hesta:).

21 Apríl.

Hebbi fékk símtal í hádeginu í dag og spratt út með miklum látum með Riffil sér við hönd en það hafði sést til rebba cirka 100 metra frá litlu lömbunum okkar og hænunum sem voru á vappi úti við.

Þegar að Hebbi kom á staðinn þá var rebbi að gæða sér á Æðarfugli eina 100 metra frá honum og var kallinn ekki lengi að senda hann inní eilífðina.

Tvæ Aliendur hafa horfið frá okkur í vor og miðað við hvað rebbi var rólegur þá gæti það hugsast að hann hafi tekið þær hjá okkur.

Dagurinn í dag var annars tileinkaður dýrunum og extraði ég vel hjá þeim og fluttum við Hrók uppí stóðhestahús ásamt Heljari og Pálma en nú fer að koma að því að þeir fara að fá náttúruna eftir þennan langa og stranga vetur.Þá er nú gott að hafa þá uppfrá í góðu aðhaldi þarsem þeir gera ekkert af sér.

Hrókur er kominn í frí og á hann það svo sannarlega skilið eftir frábærann vetur og gott að geta hætt með hann sáttan og ánægðann.

22 Apríl

Í dag flokkaði ég frá og ormahreinsaði þær hryssur sem eiga að fara að kasta og þær sem eiga að fara undir Hrók í sumar og setti þær niður á bakka sem er allur að spretta og verða iðagrænn.

Tók hann Undra Dímonarson úr en hann er orðinn svo graður að hann er ekki alveg að ráða við sig blessaður ! Síðan tók ég hana Gná Hróksdóttur úr líka en hún er að koma inn í smá frumtamningu.Sú getur tölt en hún velur eingöngu tölt núna!
Hún verður einhvern tímann mjúk undir rassinn:)

Næst gaf ég öllum rúllur út en það voru ekki allir sem vildu fá sér tuggu því að grænu nálarnar freista.

Þetta tók allt saman drjúgann tíma en við Hebbi ætluðum að mæta klukkan 20:00 um kvöldið á fund hjá Ljósmyndaklúbbi Suðurnesja.
Auðvitað komum við of seint en það slapp samt allt saman.

Margir mættu með "dótakassana"sína og vá!!!!!

Cameran mín bara roðnaði og hálfkiknaði undan risalinsum sem settar voru á hana svo við gætum prófað.Úfffffff.........ég þorði varla að halda á þessum græjum!

Nú er bara að finna út hvaða linsa verður fyrir valinu á hesta útivið í náttúrunni.Ég hef mest gaman af því að taka myndir af dýrum úti í frjálsræðinu.

Þartil næst farið varlega og reynum að ganga/hjóla sem mest til að sýna stuðning í verki vegna hækkunar á eldsneyti!
Það var hrikalegt að horfa á aðfarirnar í mótmælunum við Rauðavatn í dag í sjónvarpinu!

22.04.2008 00:03

Prufublogg


Hrókur að pósa með von um mola í munn .

Er að prufa bloggið eftir allt fiktið í mér við tölvuna.Vonandi gengur þetta upp hjá mér og vonandi fer ég að finna tíma í eitt almennilegt blogg enda mikið um að vera hjá okkur síðustu dagana.
Sýnist þetta ætla að ganga og talvan bara í roknastuði en ég heldur þreytt eftir helgina enda mikið búið að brasa.

Athuga með blogg á morgun dúllurnar mínar .

19.04.2008 16:42

Hjálp vegna víruss????


Prufumynd tekin í gær í Ásgarðsfjörunni.........

Þetta er test blogg og líka blogg/hjálparbeiðni um lausn á tölvuvandamáli
hjá mér!

Ef þið viljið fá meira blogg dúllurnar mínar þá endilega bendið mér á lausn
vegna endlausra error tilkynningar sem er svona:

Error - Ads need to be loaded from adcode, if you keep getting this error
contact your account rep.

Ég er búin að gúggla þessu og líka fá "aðstoð" hjá þeim í 800 7000 og það
eina sem ég gat gert var að ná í Mozilla Firefox en það er bara ekki að virka nógu
vel.

Jú"talvan er skárri en ég á bágt með að vinna við á hana.Þá er ég aðalega að
tala um netið.

Er þetta vírus eða hvað er eiginlega að ske?

Fyrir viku var talvan sett upp aftur og því miður þá er hún í skralli útaf
þessu focking fjanda! Usssssssss................nú þyrfti að setja sápu í
munninn minn ! Eða það hefði hún amma mín sáluga gert .

17.04.2008 00:36

Góð reiðhryssa til sölu


Lukka frá Höfnum IS 2001256990 er til sölu.

 Það var að detta inn gullfalleg hryssa á sölulistann,eðlisháreist og eigulegur gripur í alla staði.

Gæðagripur í allri umgengni,þæg í járningu,þæg uppá kerru,næst allstaðar úti,flugteymist í hendi,stendur kyrr þegar að stigið er í hnakkinn,fer ein frá húsi,brokkar og töltir,skeið óhreyft en er einhverstaðar á bakvið og er hryssan mjög taumlétt.

Fórum austur í gær með trippi fyrir Sabine og sóttum SSSól sem hún átti fyrir austan og fórum með hana að Árbakka til Huldu og Hinna.

SSSól er að fara í flug eftir nokkra daga til nýrra heimkynna og ætlar Sabine að byrja að temja hana.Aldrei er of seint farið af stað með tamningu á trippunum.

Þokki bróðir Skjónu minnar í Reiðholtinu.

 Hrossin litu afbragðsvel út í Reiðholtinu þrátt fyrir að þar ríki enn vetur en okkur brá við að keyra austur í allan þennan snjó!

Snót frá Ægissíðu III hennar Corinne .

 Ég svosem vissi af því að það væri ekki sama veðrið þar og hér heima í Ásgarðinum og hafði vit á því að taka með mér stígvél til að geta öslað í bleytunni þar en þá var bara snjór yfir öllu og hrossin öll í rúllu eins langt og hægt var að fara eftir þeim.

 Sem betur fer dugði að hrista plastpoka og  kalla í þau en brauð þekkja þau flest.

 Hebbi var á strigaskóm og var ég bara hreint út sagt hissa á því að hann hefði ekki skellt sér í stuttbuxur líka hehehehehe......

Bjartsýnir þessir kallar stundum .

13.04.2008 17:45

Folaldasýning Mána


Hefring frá Ásgarði í sumarfeldi.

Folaldasýningin hjá Mána gekk vel í gær og landaði eitt af folöldunum frá Ásgarði Bikar í hilluna en það var hún Hefring Hróksdóttir sem það gerði.Hún er undan Mön frá Litlu-Ásgeirsá sem á líka hana Rjúpu Hróksdóttur sem er líka sótrauðlitförótt eins og litla systir.

Hefring varð í 3 sæti og þau sem lentu í 2-1 sæti voru sko ekkert slor skal ég segja ykkur! BARA FLOTT!

Ekki veit ég hvernig ég hefði farið að ef ég hefði ekki haft tvo úrvals aðstoðarmanneskjur þau Eygló og Högna hestastein:)

Ég gerði nefnilega svolítið sem mér fannst svo voðalega sniðugt og það var að vinna ekkert í folöldunum áður en að sýningu kæmi.

Ég sem hef alltaf unnið aðeins í þeim en það borgaði sig ekki að hafa þau nánast ósnert fyrir utan náttúrulega raksturinn sem tekur svona mesta styggðarhrollinn úr þeim.

Ég held að ég hafi lært það í gær að halda áfram að hengja folöldin utaná annahvort Hrók eða Biskup bróðir hans og fara í smá göngutúr með þau áður en að sýningu kemur eða bara áður en þau fara í hagagöngu.

Embla ákvað það í gær þegar að Veðjar var teymdur úr kerrunni að svífa framhjá mér og á eftir honum!

Högni tók á honum stóra sínum og dröslaði Veðjari á eftir sér inn og sem betur fer þá dreif fólk að og hjálpaði að okkur að koma Emblu í aðhald svo hægt var að koma henni til baka og aftur um borð í kerruna.

Ekki var það betra þegar að Hefring var tekin af kerrunni.

Hefring tók svo rosalega á og spriklaði sem mest hún mátti í spottanum en Högni hestasteinn var á hinum endanum einsog klettur og á endanum gaf spottinn sig og slitnaði!

Hefring laus og aftur dreif að mannskapur og hún var handsömuð með stæl.

Högni hefur einhvern tímann á ævinni verið duglegur að taka inn lýsið sitt:)

Veðjar var einsog engill enda vantaði bara vængina á hann og smá hold í viðbót en hann varð að fá að fara með og sprikla líka.

Hann greyið hálfkoðnaði niður í salnum og vildi ég óska þess að hann hefði sýnt það sem hann hefur sýnt hér í gerðinu síðustu dagana.

Ekki hans dagur en einsog einhver sagði svo skemmtilega "minn tími mun koma"!

Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu eins og öllu sem snýr að Ræktunardeild Mána en þar er úrvals fólk á ferð og ekki skemmir hvað húmorinn er í góðu lagi.

Það flugu mörg skemmtileg commentin á milli manna á bakvið sem áhorfendur misstu af og gerðum við góðlátlegt grín að hvort öðru í norðan nepjunni svona til að ylja okkur við.

Það þurfti svosem ekki að ylja mér neitt eftir allt stressið við að horfa á framtíðar kynbótabomburnar frá Ásgarði í loftköstum þarna fyrir utan . Nú svo var ég víst orðin fallega rjóð í vöngum í restina.

Tóta kind er borin og bar hún þann 9 Apríl tveimur lömbum.

Þannig að nú er komin Drottning og Kóngur í Ásgarðinn og heilsast þeim mjög vel.Þau eru farin að sprella heil ósköpin öll í stíunni og bara gaman að fylgjast með þeim.

Er með bévaðann hausverk og læt þessu bloggi lokið í bili elskurnar mínar .......

09.04.2008 15:25

Risablogg fyrir dagana 29-3 til 05-4

Ég ákvað að gera bara eitt risastórt blogg yfir síðastliðnu daga.Vona að kerfið virki og verði ekki með neina stæla því mér er svo svakalega mál að blogga!

29 Mars.

Nú er ég laglega farin að dragast afturúr með bloggið.Það vantar ekki fréttirnar héðan það get ég sagt ykkur.

Sýningarfolöldin voru tekin undan merunum þann 29 Mars og rökuð.

Fyrir valinu í ár eru þau Embla Hróks,Herfring Hrók og Veðjar Dímonarsonur.

Auðvitað var gestagangur í meira lagi þennan dag og er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þá sem koma færandi hendi með vín og súkkulaði enda eru við Ásgarðshjónin annálaðar fyllibyttur.

Takk fyrir Sibba og Siggi:)

 En aftur að folöldunum sem voru misjafnlega stillt og þá er nú vægt til orða tekið.Ég var farin að halda á tímabili að Veðjar væri undan Hrók mínum sem gefur vanalega algerar dúllur.



Kamburinn er ekki að vinna á þessum feldi!

Hann stóð einsog klettur á meðan Boggi renndi klippunum fimum höndum yfir skrokkinn á honum þ.e.a.s eftir að við vorum búin að skipta um kamb í klippunum!

Feldurinn á þessu folaldi var svo gríðarlega þykkur við búkinn og vindhárin svo löng að venjulegur kambur vann ekki á honum!


Það þurfti ekki einu sinni að hafa múlinn á drengnum!

Svo sá Eygló um fíneseringuna enda afar nákvæm manneskja þar á ferð .

Veðjar er orðinn gríðarlega stór en holdin mættu vera betri á honum.Nú leggur maður allt kapp á að koma honum í viðunandi sýningarhold og vonandi tekst það á þessum tveimur vikum sem er í folaldasýninguna hjá Mána.

Embla var svo næst tekin og skoppaði hún uppí stallinn ítrekað og lét öllum illum látum.Grenjaði alveg ógurlega þegar að hún sá stóðið útum gluggann og urðum við að byrgja fyrir gluggana svo þau sæju ekki út.


Embla alveg á háa C-inu!

Hún kom voðalega flott undan feldi,feit og pattaraleg þrátt fyrir að mamma hennar sé orðin 18 vetra og enn að mjólka.Dugleg hún Heilladís frá Galtanesi.

Hefring var engu betri og geðið alveg að fara með hana á köflum.Hún er svakakroppur,stór og stæðileg og gaman að sjá hvernig litförótti liturinn kom undan eftir rakvélina.


Hefring kemur ljós undan feldi enda litförótt.

Margar hendur vinna létt verk.

Svo lagðist hún niður svo Eygló næði betur hárunum....eða þannig!

Best að fá sér tuggu á meðan á snyrtingu stendur .

Systurnar voru semsagt á köflum svo frískar að mér stóð stundum ekki á sama um yfirklipparann og snyrtisérfræðinginn:)

Takk æðislega fyrir raksturinn Boggi og Eygló,við hefðum engann veginn ráðið við þetta gigtveiku hjónakornin:)

Bara snilld:)

30 Mars.

 
Embla enn grátandi ......
Enn gráta folöldin og tvær af merunum gráta líka en það eru þær vinkonur Heilladís og Pamela sem eru svo svekktar yfir folaldamissinum.Báðar að nálgast tvítugt og standa sig einsog hetjur.

Mjólka enn og Pamela greyið flóðmjólkar!

Það dropaði úr henni þegar að ég kíkti á hana í dag.

Stóðið lítur vel út að öllu leyti nema að trippin og eitthvað af eldri hrossunum eru grálúsug.

Ljótt að sjá en svona lúsafaraldur herjar á hrossin á hverjum vetri og lítið hægt að gera við þessu.

Nema bara fela þau ef einhver kemur í heimsókn hnéhnéhné...................:)

1 Apríl

Við vorum fengin til að setja upp Minkagildrur og prófuðum við í fyrsta sinn að nota gildru sem veiðir Minkinn lifandi.Það leið ekki langur tími þegar að hringt var og í gildruna var komin ung minkalæða.

Súsý litla Busludóttir fékk að æfa þefskynið og faldi Hebbi gildruna og ég fór með tíkina út að labba og fylgdist með henni.

Eftir stutta stund þá snarsneri hún sér og fór að zikk zakka uppí vindinn og rann beint á gildruna með Minknum í.

Við erum að hugsa um að fara að setja út gildrur hér en þá verðum við líka að vera dugleg að setja upp viðvörunarskilti svo að fólk sem er að ganga fjöruna með hundana sína geti varað sig og haft þá í bandi.

Það fer að styttast í friðlýsinguna á Æðarvarpinu en hún byrjar 15 Apríl og er til 14 Ágúst frá og með báðum dögunum.

Kindurnar fengu að fara út í dag að virða sig enda veðurblíðan með eindæmum.Þær voru hálffeimnar við að hreyfa sig og varð ég að plata þær með fóðurbæti útí hólfið.Greyin hafa lítið sem ekkert komist út í vetur í hólfið sitt vegna veðurs.

Brynja Beauty sem nú er orðin veturgömul kind þolir hreinlega ekki lambhrútana tvo sem eru fæddir seint síðastliðið haust.Henni finnst þeir óttaleg apparöt og það endaði líka með því að hún fékk nóg af fíflaganginum í öðrum þeirra sem var fastur aftaní henni með snoppuna og réðist hún á hann með látum og úr því varð alsherjar slagur þeirra á milli.



3 Apríl

Í dag var alveg nóg að gera hjá okkur í Ásgarðinum.

Á hádegi kom ung stúlka úr Háskólanum til að taka blóð úr nokkrum ungafullum kanínum.

Blogga betur um það á http://www.123.is/kaninur/

Ég var rétt búin að kveðja hana þegar að Jón bóndi kom að rýja kindurnar á bænum.Ekki var hann lengi að afklæða þær blessaðar og voru þær fegnar að losna við ullina.


Karen kind fyrir rúning.

Karen kind orðin fín og flott.

Brynja Beauty var heldur betur fyndin þegar að hún sá mömmu sína hana Karen kind tekna og lagða niður.Emjaði hún hástöfum yfir meðferðinni á móður sinni og ekki batnaði það þegar að Karen kind stóð upp nýrúin en þá þekkti Brynja dóttir hennar hana ekki aftur!

Þá var grenjað enn hærra og ámátlegar!

Við gáfum útiganginum hressilega að borða því við ætluðum að stinga af um helgina.Framundan var nóg að gera og eins gott að gefa bara út helling af heyi svo við gætum farið af bæ róleg.

Seinnipartinn kom vinkona okkar í heimsókn og var margt skrafað og auðvitað var farinn rúntur um allan Ásdýragarðinn.Hún er nefnilega forfallinn dýrakelling einsog ég.

Við vorum ánægð með daginn og búin a öllu um klukkan 19:00 um kvöldið og vorum að labba útúr húsunum þegar að við sjáum múg og margmenni fyrir utan og hest á hlaupum alveg kolvitlausann.

Hann var að koma til fellingar og við vissum bara hreint ekki neitt en auðvitað drifum við okkur inn aftur og gerðum allt klárt.

Auðvitað notaði maður tækifærið og sótti ég eitt stykki óþekkan hest sem ég fékk gefins um daginn og var hann felldur í leiðinni.

Það er til alltof mikið af óþekkum hestum og ónothæfum og hika ég ekki við að fella þá sérstaklega þegar að þeir hafa orðið valdir að slysum.

Við vorum búin að þessu öllu um 21:00 um kvöldið og enn átti ég eftir klára dagskrá dagsins.

Drifum við okkur í hrein föt og fórum inná Mánagrund með part af múnderingu sem átti að nota í Kvennatöltið næsta kvöld.

4 Apríl

Við gengum endalega frá öllu fyrir helgina,settum folöldin út í rúllu enda veðrið alveg frábært.

Þennan dag var ég voðalega stessuð,hver er ekki "pínku" stressaður fyrir Kvennatöltið!

Ég tók taglið af öðrum hestinum sem felldur hafði verið deginum áður og dundaði mér við það seinnipartinn að klipsa það við stertinn á Hróksa mínum sem missti helminginn af sínum sterti í kjaftinn á folaldi.

Krossaði svo puttana og vonaði að fyrrum eigandi stertsins gengi nú ekki aftur og hefndi sín á okkur Hrók með hrekkjum og látum!

Hrókur leit miklu betur út með nýju lengingarnar en ég má nú samt bæta aðeins meiru við svo hann nái fyrri fríðleika á taglið.

Næst var brunað með klárinn inná Mánagrund og þar beið okkar sér stía hjá Bogga og Eygló og vel tekið á móti manni einsog alltaf.Öl og snakk flaut um alla kaffistofu og allt var á fullri ferð fyrir keppnina.

Konur flugu fram og til baka með gæðingana í gegnum hesthúsið að punta og skreyta fyrir nýja flokkinn en það er Fíflaflokkurinn og mikil spenna þar.

Við Hrókur hefðum betur farið í fíflaflokkinn en okkur gekk ekki vel í okkar flokki.

Ég fann það strax og ég var komin í hnakkinn að það var eitthvað að hjá klárnum en hann hegðaði sér einsog hann væri kominn með tunguna yfir en það var nú ekki enda með sértök mél sem hann er vanalega ánægður með.

Það var einsog að 2-3 ára beislisvinna væri fokin útí veður og vind!

Ég mátti ekki taka í tauminn og það munaði ekki miklu að ég stigi af baki og labbaði út með hann.

En ég ákvað að renna mér þá bara blint áfram og reyna að stýra honum í gegnum sætið og með hljóðum.

Seinna áttaði ég mig á því að líklega hefur hann meitt sig í kjaftinum í stíunni því þegar að ég kom niður af kaffistofunni þá leit út fyrir það að hann hafi verið að reyna að velta sér (var allur í spónum) og/eða krækt einhverju í beislið og múlinn og dottið en það lá í gólfinu.

Ég hefði betur passað að taka beislið útúr honum áður en ég fór frá honum.Hugsa betur útí það næst.

Þáttakan var góð og margt um flotta hesta enda er eitthvað til að gæðingum á Mánagrundinni!

Ég verð nú samt að segja ykkur það að í einum flokkinum voru hross sem ég hefði frekar valið með að fara með heim ef ég hefði mátt velja.

Það voru hrossin í 4 flokk eða Fíflaflokknum!Geðslagið í hrossunum var hreint stórkostlegt!

Og dömurnar sem þarna kepptu voru líka hreint út sagt stórkostlegar og skemmtun hin besta!

Fólk hreinlega var við það að pissa niður þegar að einn keppandinn geystist áfram í þvílíkum búningi að orð fá ekki lýst!

Enda varð hún í fyrsta sæti á merinni Búkollu frá Bala:)

Ég held að ég reyni ekki að lýsa knapanum á Búkollu með orðum,heldur læt ég myndirnar sem Hebbi tók af þeim lýsa því en það var bara heppni að hann náði þessum myndum því kallinn hreinlega grenjaði af hlátri hehehehehehehehe..............:)


Geggjuð áseta vægast sagt!


Hvað er þetta sem lafir útá hnakknefið!

5 Apríl

Vöknuðum heldur þreytt en voðalega spennt enda mikið um að vera þennan Laugardag.

Fyrst var reiðnámskeið hjá okkur Hrók inní Víðidal en þessum tíma mátti ég alsekki sleppa en þetta var æfingartími fyrir prófið í Knapamerkjunum.

Begga og Oddur voru svo sæt að keyra klárnum fyrir mig inneftir og til baka því Hebbi og ég vorum að fara á Árshátíð hjá Hinu Íslenska Byssuvinafélagi.

Hebbi átti að byrja á fundi klukkan 14:00 og eftir fundinn var svo árleg Skotkeppni Kvenna.

Reiðtíminn gekk ágætlega og er hraðinn á mér og klárnum í æfingunum á tölti og brokki fínn og þar þarf ég ekki að hafa áhyggjur.Ég þarf hinsvegar að hafa áhyggjur af merkingunum og muna betur hvað þetta allt saman heitir og passa að tímasetja mig betur í æfingunum svo ég beygi nú ekki klárnum of snemma eða seint hjá merkingunum og hann sé nákvæmlega réttur.

Við vorum komin tímanlega austur en árshátíðin var haldin í þetta sinn hjá Eldhestum.Ekkert smá flott aðstaðan þar og allt til fyrirmyndar! Hefði samt alveg þolað að fá ábót á diskinn minn eftir að hafa misst úr heldur margar eldaðar máltíðir í síðustu viku.Maður getur nú orðið þreyttur á 1944 réttunum marga daga í röð!

Skotkeppnin var gríðarlega skemmtileg að vanda og spennan að gera útaf við okkur konurnar.

Ekki eru kallarnir okkar betri því í hvert sinn sem einhver konan stóð upp og var að stilla sér upp með Riffilinn þá gall við í hennar manni"haltu framar,aftar,kíktu rétt og blablabla.........:)Þessar elskur fara alltaf á límingunum þegar að við erum að handleika byssurnar hehehehehehehe............:)Skrítið?


Passaðu þig Hebbi minn að vera ekki fyrir frúnni .......

Eftir að stigin voru talin þá kom það í ljós að ég ásamt annari vorum hæðstar með 33 stig og ekki nóg með það þá voru tvær aðrar líka með sama skor og þurfti bráðabana til að skera út um 1 sætið og 3 sætið.

Það flugu nokkur orð okkar á milli "ég skal rústa þér"fékk ég að heyra og ég svaraði í sömu mynt"Passaðu þig bara ég skal sko skjóta þig í kaf" hehehehehehe...................:)Allt í góðu samt því við konurnar eru allar hinar mestu vinkonur þrátt fyrir gífurlega spennu og ég tala nú ekki um þegar að við lendum í bráðabana:)

We are the Champion´s............Mega flottar gellur .

En það endaði með að ég náði 1 sætinu og fékk Gullið og Bikar og hinar sem lentu í 2-3 sæti fengu pening um hálsinn auk gervilims sem stækkar í vatni hehehehehehe.............og étanlegann G-streng!

Ég hefði alveg viljað líka eitthvað svona dót strákar!

Bikarinn kominn á góðann stað og ég í stuði....................:)

Er þetta ekki bara orðið nokkuð gott blogg í bili elskurnar mínar:)

Vona svo innnilega að Stígur og hans vinir sem halda útí 123.is takist að koma öllu í lag fljótlega.

Þá verðið þið ekki aftur fyrir svona löngu bloggsvelti:)

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 296246
Samtals gestir: 34083
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:11:56