Heimasíða Ásgarðs

14.06.2010 15:02

Litla Löpp köstuð þann 10 Júní


Litla Löpp gladdi okkur óseigjanlega með því að koma með þessa fallegu skjóttu dömu sem fer um á gormabrokki!

Sú stutta gormast um túnið einsog ballerína og gefur bræðrum sínum ekkert eftir þegar að hún flýgur af stað með látum og áhyggjufull móðirin í loftköstum á eftir folaldinu sínu.
Hingað til hafa þau ekki verið svona "óþekk" skín úr augunum á mæðrunum þetta sumarið hehehehehehe.........:)
Astró börnin eiga það nefnilega sameiginlegt að vera leikglöð og kát með afbrigðum.

Frétti af Astró syni í Borgarfirðinum sem er svona rosalega hress og sprettharður líkt og systkini hans hérna megin.
Enn ein áhyggjufull móðir þar í loftköstum:)

Nú svo fæddist enn einn Astró strákurinn hér í Garðinum undan stórri Hróksdóttur en sá stutti var svo óheppinn að einn geldingurinn í hópnum ákvað að eigna sér hann og móðirin sat eftir súr á svip og skildi ekki neitt í neinu.

Sem betur fer sást hvað var í gangi og eigendurnir voru skjótir til að grípa inní og tóku þau mæðgin inn á hús og náðu að sameina þau svo að það ævintýri endaði farssællega.

Astró kallinn er hér niður á túni að taka á móti börnunum sínum og sinnir mæðrunum þess á milli.

Mér telst til að hann sé með 17 hryssur hjá sér í ár.

Er snöggur að þjónusta þær í réttri röð auðvitað en engin hryssa fær afgreiðslu hjá honum nema hann sé búinn að skanna hvort hún sé ekki alveg örugglega á hárréttu augnabliki til að fyljast.

Mikið afskaplega er þetta kurteis og þægilegur hestur að hafa í stóði.

Hrókur minn er atvinnulaus í sumar og ef einhver þarna úti myndi hafa handa honum nokkrar hryssur til að dunda sér í sumar gegn hagagöngu (get tekið hann heim aftur hvenær sem er:) þá veit ég að hann yrði mikið kátur með það.

Hafið samband annaðhvort í netfangið ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 300497
Samtals gestir: 34804
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 12:47:57