Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 00:26

Gibbufréttir


Kátur Flankason á von á meðlagsrukkunum von bráðar:)

Þá er rúning hér á bæ lokið en ekki var hann Jón bóndi lengi að svipta af þeim ullinni enda bara 20 hausar í húsinu.

Þetta gekk á ofurhraða enda ullin við það að detta af þeim og gibburnar dauðfengnar að losna við ullakápurnar sínar.

Búin að sprauta þær með bóluefninu góða og nú mega þær bara hafa það gott framað sauðburði sem hefst hér seinni partinn í Apríl.

007 sposk á svip, sú sem hélt framhjá Kát með Fork.

Mikið hlakkar mig til að fá litlu lömbin í heiminn og vonandi gengur það vel hjá okkur í ár.


Gráhyrna frá Hrauni,búttaður og vænn gemsi:)

Ég er nú svo heppin að hafa marga góða nágranna sem að ég má hnippa í ef að vandamál með burð verður og sagði einn að ég mætti hringja í hann jafnt sem að nóttu sem degi.


Maður er soddann byrjandi í þessu og kannski hálfragur við að hjálpa sérstaklega þegar að tvö lömb reyna að troðast í einu og allt er komið í flækju.

Gleðilega Páska kæru lesendur mínir.


26.03.2010 23:01

Nýtt kanínublogg:)

Var að blogga feitt á nínublogginu.

Kanínubúið Ásgarði

23.03.2010 00:46

Stóðið litaglaða í Ásgarði


Laufey "litla" og Hefring.
Ég stökk út með cameruna um daginn þegar að við vorum að gefa stóðinu vikulegann rúlluskammtinn sinn.
Hefring er orðin afar sérstök á litinn á afturendanum.

Stór svartur blettur einsog skjóna á henni.

Þetta er ekki óalgengt í rauðum hrossum en ég hef ekki séð svona stóran blett áður.
Frekar sérstakt finnst mér og gaman væri að vita hvort það sé til litaheiti yfir þetta.......Yfir til ykkar lesendur kærir ef þið hafið einhver skemmtileg comment um málið:)

Hann nær nánast alveg niður að hæklum.

Hér eru myndir af stóðinu síðan 18-03-10

21.03.2010 03:30

Gos hafið í Eyjafjallajökli!

Eruption has started in Eyjafjallajökull.
Gos er hafið í Eyjafjallajökli en hann hefur ekki gosið í ein 189 ár eða síðast árið 1821.

Nú búast fræðingarnir við því að Katla taki að gjósa í kjölfarið og hafa beint vefmyndavélinni að henni.

Take a look at the vebcam here below:

Katla í beinni

Tekið af DV

Girðingar opnaðar fyrir dýrum: "Þau eiga að geta bjargað sér"

Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með 
búfénað.

Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með búfénað. Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Sunnudagur 21. mars 2010 kl 03:01

Höfundur: Einar Þór Sigurðsson (einar@dv.is)

"Það sem er gert, ef það er almenn rýming, er að það eru opnaðar girðingar," segir Íris Marelsdóttir, hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, aðspurð hvað verður um allan þann búfénað sem er á svæðinu í nágrenni Eyjafjallajökuls. Suðurland er miðstöð hestafólks og er fjöldi bænda á svæðinu með búfénað.

Þegar gaus síðast í Eyjafjallajökli árið 1821 drapst búfénaður og er viðbúið að slíkt muni einnig gerast núna. Íris segir að í neyðarástandi eins og nú ríkir séu allar girðingar og öll hús opnuð þannig að dýrin geti farið sína leið.

"Þau eiga að geta bjargað sér en það er alltaf þannig að fólk er í fyrsta sæti, dýrin í öðru sæti og svo koma eignir og tæki," segir hún.




20.03.2010 20:11

Ný síða Hestamanna í Grindavík:)


Dugleg Grindvísk hnáta í haustsmali á hestbaki:)

Grindvíkingar voru að senda í loftið nýja heimasíðu fyrir sína hestamenn og óska ég þeim til hamingju með síðuna:)

Heimasíðan Kóngur

15.03.2010 14:53

Nýtt á kanínublogginu:)

Fannar og Fönn komin með börn/unga:)!

Klikkið hér fyrir neðan og sjáið litlu krílin:)

Kanínubúið Ásgarði

13.03.2010 23:40

Allt er nú til!


 
Var að "rölta" um á youtube og athuga með hvernig maður getur hjálpað sér sjálfur með æfingar og annað tengt gigt og rakst þá á þetta myndband með kisunni sem er með að mér skilst fjölvöðvagigt!

Svei mér þá ef ég bruna ekki bara austur fyrir fjall og skelli mér á vatnsbretti hjá Hólaborg og læt svo hrista mig duglega á víbragólfinu hjá þeim.

Héðan er ekkert að frétta nema að ég er að berjast ennþá við þrifin útí kanínuhúsi en ég er að detta inn svakalega sterk og er að langt frammá kvöld og er svo einsog drusla næsta dag.

En alltaf rís ég aftur upp og kem tvíelfd tilbaka og þá skeður alveg heill hellingur:)

Hafiði það gott um helgina dúllurnar mínar og hér er eitt gamalt og gott handa ykkur að hlusta á sem ég er alveg að fíla í ræmur:)



10.03.2010 00:33

Svangi langi Mangi?

Hér er allt að gerast og meira að segja meira heldur en ykkur og okkur grunar!

Fyrst og fremst erum við að gera vorhreingerningu í kanínusalnum og auðvitað fylgja svo hin hefðbundnu störf einsog að fóðra folalda prakkarana og gefa útiganginum.

Sofandi minkaveiðihundar ekki á verði.....:(

En það sem skeði hér um daginn er alveg með ólíkindum.


Ég ætlaði að fara útí frystkistu og ná mér í tvo heimagerða hamborgara,vacumpakkaða og flotta.

Þið munið þessa fínu sem ég var að pressa í haust!

Hvað haldiði að ég hafi séð?

ENGA hamborgara í frystikistunni minni og ekki heldur megnið af hakkinu og svo vantar líka Gúllasið góða!

Einhver glorhungraður hefur komið hér í skjóli nætur og laumast í frystikistuna og haft með sér á brott verulega mikið magn af kjötinu okkar!

Fyrir stuttu var í fréttablöðum hér á svæðinu klausa um að á vappi væri gluggagægir og kannski þetta hafi verið hann??

Hrikalegt til þess að vita hvað fólk er orðið hungrað hér á landi að það steli uppúr frystikistum frá öðru fólki.

Vona að sá/sú/hann/þeir sem þetta gerðu séu saddir og sælir með fenginn.

02.03.2010 23:18

Loksins alvöru vetur!


Hér fór allt á kaf í snjó um daginn og gott var að eiga litlu "teskeiðina" til að grafa í gegnum skafla og að heystæðunni sem  gjörsamlega varð ófært að.

Reyndar þurfti "teskeiðin" að grafa sig útaf verkstæðinu til að byrja með því það var risastór skafl alveg fyrir hurðinni.

Stóðið hafði það bara gott og gróf eftir heyrúllunum sem að fennti yfir.
Reyndar hafa hryssurnar það of gott því að Toppa gamla er í hestalátum þessa dagana og er hann Váli "litli" að gera sig til við hana gömlu konuna sem er rétt að verða 26 vetra í vor.

Dóttir hennar Toppu hún Hylling er að verða komin með sína árvissu hártísku því nú er makkinn orðinn svo kakkaður af spiki að faxið stendur einsog strý uppí loftið og líkist hún strákústi á beit við fyrstu sýn!

Fyrst þegar að þetta skeði kallaði ég á dýralæknir sem að hafði ekki séð svona áður og sprautaði hann hryssuna með pencillíni og bólgueyðandi en ekkert batnaði skepnan!
Skrítið?
Ef henni hefði batnað þá væri ég komin á STÓRANN Pencillín kúr hehehehehe........:)

Það var ekki fyrren um vorið þegar að hún kastaði og fór að mjólka og sjá fyrir ungviði að makkinn lagaðist og versta fitan seig af skepnunni.

Þetta er ekki gott veit ég vel og jaðrar við dýraníðslu að gera hrossin svona feit.

Litlir snjóungar:)

Reyndar hafa fleiri hér á bæ ruglast í ríminu en ein hænan stóð föst á sínu og lét ekki reka sig af eggjum í Febrúar og í lok mánaðarins komu 3 litlir sætir ungar úr eggjum en einn týndist og tveir lifa.


Kjarkurinn í miðjunni:)

Í fyrramálið fer hann Kjarkur litli frá Víðihlíð af stað í sína utanlandsreisu en hann er á leið til Þýskalands.

Hann er seinkastaður en þvílíkt sprækur og skemmtilegur að umgangast.

Dömurnar þær Hátíð og Glampadís passa vel uppá strákinn sinn en þær eiga eftir að grenja úr sér augun þegar að vinurinn fer.
Hann er ávalt mitt á milli þeirra á hlaupum og sérstaklega ef að hundarnir á bænum eru látnir sækja þau niður í leikhólfið.

Mont montrófa sem elskar cameruna og cameran hana:)

Súsý litla er voðalega dugleg að hlaupa fyrir kellinguna sína og hún veit uppá hár hvert folöldin eiga að fara og hættir ekki fyrren þau eru komin innfyrir þröskuldinn á hesthúsinu.

geggjað að eiga svona góðan smalahund þó lítill sé:)

Hún meira að segja tuskast í hælunum á Sudda gamla sem að getur verið afar tregur að fara úr rúllu og koma inn aftur og stendur sem fastast í allar fætur og maular í sig tugguna á meðan að tíkin nartar í hófskeggið á honum.
En Súsý litla hefur alltaf betur og sá gamli drullast hundfúll með rassaköstum uppeftir og inná básinn sinn fyrir rest hehehehehehe................:)

Nokkrar myndir af ferfætlingum teknar undafarna daga.....:)

Og jörðin nötraði og skalf...........!

Ví............Buslan að renna sér í snjónum:)
Hálfblind,heyrnalaus og á þremur og kvart fæti að verða ellefu ára gömul þessi elska..........:)

Komin inn í hlýjuna aftur eftir leik og störf.

Farið varlega í snjónum og hálkunni elskurnar mínar.

01.03.2010 23:19

Folaldasýning Mána 2010


Bjarmi frá Stafholti vann hug og hjörtu dómara og áhorfenda.

Innilega til hamingju með gripinn Guðmunda og Palli.

Folaldasýning Mána 2010 var með aðeins breyttu fyrirkomulagi og kom þetta nýja fyrirkomulag frábærlega vel út.

Folöldin voru öll komin niður í Reiðhöllina og runnu svo eitt í einu nokkrar hringi fyrir dómarann og áhorfendurnar.

Ekkert slor sem gaf á að líta og hefði ég alveg viljað stinga nokkrum af þessum gripum í vasann og laumast með út:)

Er búin að vinna og setja skárstu myndirnar inní albúm og endilega skellið inn skemmtilegum commentum á þær:)

Folaldasýning Mána 2010

Ætlaði að vera voðalega sniðug og setja inn úrslitin fyrir ykkur að lesa en þá fór allt í vitleysu og ég þurfti að þurrka út færsluna og vinna hana inn aftur.
Sorry.............þið sem voruð búin að commenta!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295250
Samtals gestir: 33915
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:28:40