Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Júlí

25.07.2008 15:38

Kjellan orðin 42 vetra:)

Ég eignaðist um daginn fallega jarpskjótta hryssu undan Snæ frá Bakkakoti (albróðir Sæs) og sýndri hryssu af gamla Hemlu kyninu með þennan fína dóm.

Hæ sætust.......!

Af einhverjum ástæðum þá datt mér í hug að smella henni undir Hrók enda var klárinn orðinn atvinnulaus því hann er búinn að fylla á allar 18 hryssurnar sem komu til hans í vor.

Hversvegna ekki að búa til eitt hnoll enn enda ekki leiðinlegur tími á vorin þegar að þau eru að koma í heiminn .

Úpppsss.......Veit einhver símanúmerið í stóðhesta athvarfinu ....!?

Ekki var hún Lilja sú jarpskjótta á því að láta Hróksa koma of nærri sér og sýndi honum bara afturlappirnar óspart!

Róa sig...........hryssa!

Klárinn varð eitt spurningarmerki við þá nýju en hann var nú ekki lengi að blíðka hana með því að bjóða henni "út" að borða í vítamínfötuna góðu hehehehehehe............

Má bjóða þér smakk?

Sniðugur sá gamli að koma sér í mjúkinn hjá hryssunni .

Ég borga svo reikninginn góða mín .

Þarsem ég varð 42 vetra í dag þá gaf ég mér afmælisgjöf sem mig er lengi búin að langa í.

Nefnilega námskeið í ljósmyndun og þar er í fjarnnámi í gegnum netið.Bara þægilegt fyrir mig gömlu konuna .

Vonast ég til að ná betri myndum í framtíðinni en það er um að gera að safna að sér öllum þeim fróðleik sem hægt er því það er ekki lítið gaman að mynda td hross og annað sem á vegi manns verður.

Við vorum á ferðinni um daginn í Borgafirðinum og þar myndaði ég þetta fallega fjall úr bílnum á ferð en það lítur út fyrir að stykki hafi dottið úr fjallinu fyrir stuttu og kannski það hafi skeð í jarðskjálftunum í vor???

Höfum þetta ekki lengra í dag,farin að sækja eitthvað gott með kaffinu elskurnar mínar .
Og takk fyrir öll sms-in og hamingjuóskirnar í dag!

23.07.2008 00:16

Askur Stígandasonur kominn heim

Fórum norður um helgina síðustu en ég var að taka myndir af folöldum frá Víðihlíð áður en þau færu á heiðina.

Í bakaleiðinni sóttum við hann Ask Stígandason en hann er búinn að vera á Hólum í tamningu hjá honum James Bóas og vorum við kampakát með árangurinn hjá þeim félögum.

Ég verð nú að segja það að klárinn er miklu betri en við bjuggumst við þ.e.a.s lundin er ljúfari en við héldum.
Mér fannst folinn vera svolítið töff í skapinu en hann er að koma mér svo gjörsamlega á óvart núna!

Eftir að hafa séð James á honum ríða úr hlaði framhjá stórum hrossahóp,opna hlið á klárnum án þess að fara af baki og sýna okkur allar gangtegundir og það á snúrumúlnum og hálsbandi þá liggur við að mig langi bara til að gelda klárinn og hafa hann sem smalahest/reiðhest fyrir mig .

EN ég er búin að lofa honum James að fara með hann Ask aftur á Hóla næsta vetur og verður bara spennandi að fylgjast með framhaldinu á þeim þar.

Strákurinn er mjög hrifinn af klárnum og langar til að koma honum í dóm næsta vor og er þá ekki bara að kýla á það ef okkur sýnist að hann verði hæfur í brautina?

Eitt hefur aðeins verið að trufla hann Ask en það er ekkert sem Bjöggi dýralæknir getur ekki lagað með góðri tannröspun.Þessvegna hefur hann verið meira og minna taminn á snúrumúlnum+hálsól og gegnir hann hverri ábendingu hjá tamningarmanninum skilyrðislaust.
Svakalega skemmtilega unninn hann Askur hjá stráknum sem á hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð.

Askur er semsagt kominn heim og búinn í vinnunni í bili og það var gaman að sjá hann þegar að ég hleypti honum út með vinununm þeim Heljari og Pálma en þeir þekkjast vel frá því í vetur.

Hér er myndasyrpa af Ask og vinum hans.















PS: Askur fæst lánaður í hryssur í sumar gegn því að verða sóttur hingað í Ásgarðinn og skilað aftur í haust áður en veður fara að versna mikið.
Þess má geta að það var hann Askur sem kom folaldi í hana Toppu Náttfaradóttur eftir 5 ára bið og þetta tókst honum Aski í fyrra og var það í fyrsta skipti sem klárinn fékk að hitta dömu.

Askur er fimmgangshestur og er allur gangur laus,fer rólega af stað með vilja en alls ólatur og þess má geta að  hann er allra síðasti dropinn úr Stíganda frá Sauðárkróki.

Faðir:Stígandi frá Sauðárkróki
FF: Þáttur frá Kirkjubæ
FM:Ösp frá Sauðárkróki

Móðir:Aska frá Hraunsnefi
MF:Frosti frá Heiði
MM:Elding frá Presthúsum II

Hafið samband við mig, Ransý í síma 869-8192 eða í netfangið herbertp@simnet.is ef þið óskið frekari upplýsingar um klárinn .

17.07.2008 18:03

Toppa farin undir Dimmir frá Álfhólum

15 Júlí.

Gunnhildur með Toppu gömlu.

Fórum austur með hana Toppu til hans Dimmis frá Álfhólum.Stoppuðum reyndar á Selfossi hjá Páli Imsland og Freyju dóttur hans til að bjóða Toppu vatn og leyfa folaldinu hennar að fá sér sopa úr mömmunni.

Toppudóttir fer aðalega um á tölti.

Freyja var ekki lengi að stinga sér inní hestakerrunni og kom með góða hárflygsu af folaldinu til baka hróðug á svip.

Ég held að hún sé að safna sér í efnivið og einn daginn komi klónuð kynbótabomba framá sjónasviðið hehehehehe........

Ekki er enn hægt með vissu að segja til um litinn á folaldinu en líklega kemur þetta allt saman í ljós þegar að það gengur úr folaldahárunum.

Freyja er helst á því að um einhverskonar gló....???? lit sé um að ræða og er ég henni sammála.

Það var vel tekið á móti okkur á Álfhólum enda ekki við öðru að búast.

Nóg var að gera á bænum þeim skal ég ykkur segja!

Ef Sara var ekki á harðaspani útí mýri (berbakt:)að ragast í hrossum þá var hún að sýna söluhross,tala í síma og ekki urðum við sko útundan en við fengum sko einkashow en hún lagði á hann Dimmir og fengum við að sjá kallinn í reið.

Dimmir og Sara á yfirferðatölti.

Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með hann en þessi hestur er það sem allir þyrftu að eiga í sínu hesthúsi.

Góð og hrein gangskil,viljinn bara einsog knapinn vildi hafa hann en það er nokkuð sem vert er að sækjast eftir.

Hann ólmaðist áfram á yfirferðartölti,brokki og skeiðsprett fengum við að sjá og svo það næsta sem maður sá (á heimleið)var að Sara kastaði taumnum frammá makkann á honum og Dimmir fetaði þetta rösklega en yfirvegaður áfram.

Bara allur pakkinn og nú vonar maður að Dimmir nái að búa til eitthvað skemmtilegt með henni Toppu gömlu.

Efast nú ekki um það en þau afkvæmi sem til eru undan henni eru öll tamin 7 að tölu (fyrir utan litluna sem er númer 8) og öll alveg prýðis reiðhross.

Sara var nú ekki ein við vinnu á Álfhólum en þarna voru staddar mæðgur sem okkur fannst alveg brillera við það sem þær voru að gera.

"Svo heldur maður bara fast í taglið Ransý!

Nefnilega halda hryssu á húsi.Við fengum þessa líka fínu sýnikennslu hjá henni Rósu sem lék á alls oddi og var gaman að fylgjast með þessu .

Snót og Yrja Prinsdætur í Reiðholtinu.

Klukkan var orðin ansi margt þegar við lögðum af stað heim en við komum aðeins við í Reiðholtinu en hrossin voru upp við veg og um að gera að heilsa uppá þau sem snögvast.

Þokki ofurfeitabolla ásamt vinum.

Allir þar með tölu og falleg á líta enda nóg að bíta og brenna í Reiðholtinu.

Semsagt algjörar feitabollur!

Farin á hestbak útí góða veðrið!

14.07.2008 01:33

Toppa gamla köstuð!


Loksins loksins loksins kastaði hún Toppa Náttfaradóttir eftir 5 ára bið!
Ekki meðgöngu sko hehehehehehehe..............

Toppa hefur ekki fyljast síðan hún missti um hávetur skjótt hestfolald undan Morgni frá Feti.

Okkur grunar að hún hafi misst það af þeirri einföldu ástæðu að þessi hryssa er algjört átvagl og ég hafði sett hana ásamt tveimur öðrum hryssum í hólf fyrir framan eldhúsgluggann hjá mér til að geta fylgst vel og vandlega með merinni enda er hún ein af uppáhalds hryssunum á bænum.

Sett var ilmandi rúlla,rennandi vatn í kar og tunna full af Saltsíld.

Toppa náttúrulega hvarf ofaní tunnuna og linnti ekki látum fyrren tunnan var tóm.

Ég hljóp til og setti aðra tunnu fyrir vesalings skepnuna áður en hún færist úr einhverskonar efnaskorti og stuttu seinna fæddi hún folald sem vantaði líklega 2 mánuði uppá meðgönguna.


Ömurlegt að koma að henni svona hryssunni,nýköstuð dauðu folaldi.

Þetta var árið 2004 og síðan þá hefur Toppa alltaf viljað stóðhest en ekki haldið af einhverjum orsökum.

Það vantar ekki að hún er stillt og prúð við stóðhestana og fær það sem hún biður um en folald hefur ekki látið sjá sig þartil í fyrrakvöld.

Toppa var svo elskuleg að koma með hryssu,ein hryssan enn í ár .

Pabbinn er hann Askur Stígandasonur en hún Toppa fékk það hlutverk að kenna honum kúnstir ástarinnar í Ágúst á síðastliðnu ári á meðan Hrókur brá sér af bæ í mánuð.
Sko Askinn,þetta gat hann í sinni allra fyrstu lotu með hryssu.

Sú stutta er ansi ljós að lit með tvær stjörnur.Við erum í skýjunum með þær mæðgur og á morgun verður þeim brunað austur en Toppa er að fara að hitta stóðhest sem heillar mig alveg uppúr skónum en það er hann Dimmir frá Álfhólum .

Toppa er reynar orðin "háöldruð"fædd 1984 en lítur ansi vel út miðað við aldur og enn sama átvaglið hehehehehe.........
Á meðan hún er svona hraust,fætur í lagi,tennur í lagi og holdin svona falleg þá sjáum við því ekkert til fyrirstöðu að leiða hana undir stóðhest.

12.07.2008 17:48

Kríuvarpið rústir einar

Það fór illa fyrir Kríunni og ungum/eggjum hennar hér þriðja sumarið í röð.

Allt fór vel af stað og Gunnar fuglafræðingur sem var hér af og til á vappinu að rannsaka hvernig Kríunni gengi var himinlifandi yfir hve vel gekk hjá henni en svo á innan við viku hrundu ungarnir niður af hungri en í sömu viku (reiknast mér) fylltist Faxaflói af Hrefnu sem hefur að öllum líkindum gúffað í sig allt Sandsílið frá fuglinum.

Það var hryllileg sjón sem við blasti hér niður í haganum sem alltaf er friðaður fyrir Kríuna,hann var morandi í Sílamávum og Veiðibjöllum að éta upp hálflifandi og dauða Kríuunga og egg sem Krían skildi eftir köld í hreiðrunum.

Hér er uppskrift af einum uppáhalds grillréttinum mínum en það eru:

Hrefnuspjót grilluð.

Hrefnukjöt
BBQ Grillolía (Original)
Ferskir sveppir
Paprika
Rauðlaukur
Bacon

Aðferð:
Leggið grillpinnana í vatn í cirka 2 tíma eða lengur svo þeir brenni ekki á grillinu.Fínt að nota 2 L flösku fula af vatni fyrir þá.
Skerið Hrefnukjötið í passlega bita(munnbita) og setjið í grilolíuna í cirka 2 tíma eða lengur ef vill.
Þræðið kjöt,grænmeti og bacon til skiptis á grillpinnana og grillið.
Þetta er geggjað gott og kemur á óvart hvað Hrefnan er frábær á grillið!

Það er komin vinnukona í Ásgarðinn og kom hún með hestinn sinn með sér hann Lilla sinn.
Eitthvað finnst nú dömunni lífið auðvelt og þægilegt hér enda kann maður varla á það að hafa vinnukraft enda við vön að gera öll verkin sjálf að mestu.
Sjáum til hvort það breytist ekki þegar við förum að slá en þá ætti daman að létta okkur þvílíkt vinnuna á meðan við eru í burtu í heyi vinnnunni.
Kannski þarf ég bara að læra að stíga útúr mínu venjulegu verkrútínu og hleypa henni að en hún er alveg bráðlagin við skepnur og þarf ég ekki að hafa áhyggjur af bústofninum í hennar höndum:)

Í gær kom lítil "Silvýa Nótt"og linnti hún ekki látum fyrren lagt var á einn aðalgæðinginn á bænum hann Biskup og daman skellti sér á bak í gullskónum........minna mátti það nú eki vera!
Svo var pósað alveg útí eitt og skein af henni ánægjan á klárnum:)
Bara sæt lítil Silvýa:):):):)

Jæja"eina ferðina enn er spurning um lit á hrossi.

Ég var beðin um að kíkja á trippi vel vænt veturgamalt sem ekki alveg öruggt er með litinn á.

Móðirin er brún að lit en faðirinn er móálóttur(Mósóttur:)sjálfur Stáli frá Kjarri.

Undan Stála er annað hross til móvindótt en það er hann Bláskjár frá Kjarri.

Hvernig má það vera að Stáli sem er móálóttur er að gefa vindótt með td rauðtvístjörnóttri hryssu (Bláskjá) og svo þetta fallega trippi hér á myndunum fyrir ofan með brúnni hryssu????

08.07.2008 01:07

Mikið brallað og baukað hér:)

Á meðan allir hestamenn landsins nutu sín í leti í brekkunum á LM stóðum Hebbi í ströngu.

Hylling og Pamela að úða í sig grasinu.

Keyrðum hryssum í nýja haga en hér er allt að brenna vegna þurrka og eitthvað varð að gera og það var sko gert.

Golfvöllurinn milli Garðs og Keflavíkur allur brunninn.

Nú bíðum við bara eftir úrhellingsrigningu líkt og fleiri hér á Suðurnesjum en sárast gráta líklega golfararnir en það er hryllingur að sjá golfvellina þrátt fyrir að reynt sé að vökva grasið.

Draumur frá Holtsmúla.

Það sem er mest spennandi sem skeði á meðan þið letihaugarnir ykkar (LM-farar taki það til sín,góðlátlegt grín og kannski SMÁ öfund:)láguð í brekkunum var að ég tók stóra og það risastóra U beygju hvað varðar ræktunarstefnu hjá okkur hér í Ásgarðinum.
Nú skal búa til BAUK og það faxprúðann þarað auki.

Hann er algjör Black Beauty.

Henni Sokkudís Hróks var keyrt undir ORRASON hvorki meira né minna og þar réði miklu um umsögnin frá henni Valgerði vinkonu minni á Hrauni.

Þú færð krafta úr kögglum Draumur minn".

Geðslagið hreint út sagt úrval og ekkert mál að bæta á hann hryssu eftir hryssu í hólfið,minnir mig soldið á Hróksa minn .

Sko"ef ég segi ykkur leyndarmál og farið ekki með það lengra elskurnar mínar.

Eitt sinn kom til okkar fyrrum Fetbóndinn og hvíslaði hann því að mér á sinn mjög svo kurteisann hátt og lá honum ekki hátt rómur (þeir skilja sem kallinn þekkja hnéhné .... ) að ég ætti að taka beina stefnu í Baukaræktun og nota Orra eða syni hans á okkar hryssur.

Þarsem ég er afar þver og á það til að fara í þveröfuga átt við það sem mér er ráðlagt þá hunsaði ég þessa ráðleggingu en notaði nú samt stóðhest ættaðan frá honum og fékk glimrandi flott folöld enda sá stóðhestur gullfallegur og liturinn frábær og hugnaðist mér mikið frekar en Baukarnir sem í boði voru á víð og dreif.

Nú nokkuð mörgum árum seinna spænir vinkona mín mig upp en hún Valgerður á Hrauni gæti fengið mig nánast útí allt,hún hefur einhver góð tök á mér og nær mér á flug og ég veit ekki fyrren ég er komin á kaf í það sem rætt er um yfir kaffibolla Hrauni!
Hvaða Álfadropa skildi hún setja í kaffið????

Það fer semsagt lengra en bara í umræðuna yfir bolla og í hittefyrra nær hún mér á flug og ég veit ekki fyrren ég er komin með fullt af kindum sem ég ætlaði nú aldrei að fara að eltast við eftir að ég fékk nóg af þeim fyrir norðan sem unglingur!

Issss.......sagði Valgerður"þú gerir bara svona og svona og þá verða þær stilltar og prúðar hjá þér.Og viti menn,gibburnar gera bara nánast það sem ég segi þeim að Valgerður sagði að þær ættu að gera!
Með smá brauðhjálp .

Nú svo fór hún að tala um svartan stóðhest með glimrandi skap og ekkert mál að bæta hryssu á hann.
Nú ekki var verra að hann var í hálftíma fjarlægð frá okkur svo Sokkudís var nú bara hent á kerru ásamt dóttur sinni Sæludís og sturtað inní hólfið hjá honum Draum frá Holtsmúla.

Þannig að nú má eiga von á hágengum Bauk,faxprúðann og geðgóðann skulum við ætla.
Ekki er það verra sem ég sá í Veraldarfeng en klárinn er undan hryssu frá Mánamanni sem ég lít mikið upp til enda sá maður með glimrandi flott hross.

EN ef að hún Valgerður fer eitthvað að tala um Hákarl og Brennivín í sömu setningu þá er ég rokin útí veður og vind!
OJJJJJJJJJJJ................BARASTA!!!! Gubb......gubbbb..................

Verð að setja hér inn mynd því til sönnunar að hún Valgerður vinkona er eitthvað tengd Álfheimum en ég var að smella mynd af hryssu sem hún á og viti menn!

Hvaða álfur skildi standa þarna á hryssunni?

Ég bara verð að segja ykkur smá brandara sem skeði hérna í gær.

Kallinn er á kafi í að gera upp traktora og í gær þá er hann að brasa við gamlan Zetor sem hér stóð á hlaðinu mér til mikilla ama en það er nú önnur saga.

Hann þurfti að koma Zetornum gamla nær verkstæðinu og ekki var hægt að starta honum í gang svo kallinn bakkaði bara Massey Fergusyninum að honum og setti spotta á milli þeirra.

Svo dró hann Zetorinn  af stað en veit ekki af því fyrren Zetorinn ríkur í gang en hann hafði steingleymt að taka hann úr gír og það endaði með því að hann fékk hann aftan á Fergusoninn!
Það hafa ekki allir keyrt aftaná sig hehehehehehehehehe.............:)

En Zetorinn fæst gefins án dekkja og fyrstur kemur og tekur hann af hlaðinu fær hann!
Fullt af fínum varahlutum í honum.
Hægt verður að lyfta honum uppá kerru fyrir áhugasamann Zetor mann/konu.

03.07.2008 01:12

Lm á Hellu og litapælingar

Allt á fullu í sölu á folöldum og renna þau út einsog heitar lummur.
Bara gaman að því og skemmtilegt að fá aftur kaupendur til sín sem eru ánægðir með það sem héðan hefur komið.

En að öðru sem heitir Landsmót.

Ég þakka bara pent fjölmiðlum sem eru að standa sig heldur betur vel og þar finnst mér hestafréttir.is standa uppúr enda með framúrskarandi fréttaflutning og alltaf eitthvað nýtt í fréttum á sinni forsíðu hvað sem maður kíkir þar oft inn á dag.

Ég hreinlega gleypi í mig hvert orð af skjánum og hverja mynd sem þar er.
Gott fyrir þá sem heima sitja og komast ekki frá bústörfunum.

Á Lm er hryssa okkur tengd en það er hún Dögg frá Hellu sem er undan henni Heilladís frá Galtanesi sem ég stundum kalla LM Sokku en hún var líkt og dóttir sín er í dag í barnaflokki á LM.

Dögg frá Hellu ásamt knapa sínum .

Það er virkilega gaman að fá fréttir af henni og ekki síður skemmtilegt að fá senda glænýjar myndir af henni og knapa hennar sem er að standa sig frábærlega vel á hryssunni.

Mona Kensik er stödd á Hellu með cameruna sína og er að taka myndir af flestum börnum/unglingum/ungmennum og setur seinna á netið á sölu til útprentunar.

Hávi litli bróðir Daggar í veðurblíðunni.

Ég var að skoða folöldin í dag og náði í rassinn á honum Háf Heilladísarsyni og viti menn,hann er ekki litföróttur og nú er ég með þá 99% öruggt að hann er undan Dímoni Glampasyni.

Það er svo margt sem bendir til þess hvað varðar bygginguna.Hér voru tveir Dímonarsynir gestkomandi með mæðrum sínum sem voru að hitta Hrók og má segja að þeir séu ansi líkir honum Hávi.

Ég fékk sendar myndir frá Sigrúnu í Danmörku en hann Óðinn Hróksson var að verða pabbi og eignaðist hann myndarinnar strák.

Falegur Óðinssonurinn og liturinn spez .

En við Sigrún erum  að furða okkur á því hversvegna hann er með hálfhring eða vagl í auga???

Þetta getur ekki verið folaldablámi!

Ég verð nú að viðurkenna það að ég trúði ekki alveg henni Sigrúnu minni í símanum og taldi þetta vera folaldabláma í auganu í folaldinu en það getur átt það til að rugla fólk í ríminu fyrst þegar að þau eru nýfædd.

Eina ferðina enn verð ég að biðla til ykkar þarna úti og nú spyrjum við Sigrún,hvernig má það vera að augað í folaldinu virðist vera með vagl eða hring að hluta til þegar að hvorugt foreldrið er þannig????

Faðirinn er Óðinn (brún/litföróttur með stjörnu) undan Hrók (dökkjarpur)og Eðju (móvindótt/litförótt).

Móðirin Vök frá Víðivöllum fremri (rauðtvístjörnótt) undan Gaum frá Sveinatungu (Moldvindóttur) og Rót frá Víðivöllum fremri (brún).

Hryssan komst ekki nærri neinum öðrum stóðhesti og er að kasta á réttum tíma.

Fljótlega fæ ég sendar myndir af Dímonarsyni/dóttur en Sigrún er með jarpvindótta hryssu sem komin er á steypirinn eftir hann .
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294925
Samtals gestir: 33846
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 11:33:02