Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Janúar

20.01.2013 23:50

Ýmsar veiðar stundaðar í dag


Byssuvinafélagar mættu hér í morgun og fengu að fara í fjöruna okkar.

Ekki veit ég hvort þeir komu með höglin/byssuna heim í rassinum eða fengu fugl (Skarf) því ég svaf á mínu græna á meðan þeir voru hér.

Okkur Hebba gekk hinsvegar vel í okkar veiðiför en við fórum á matvöruveiðar í Bónus og náðum að fylla eina kerru eða næstum því.
Nú er allt verslað eftir miða og lítið um sveigjanleika frá þeirri ákvörðunartöku sem sett er á blað áður en lagt er að stað.

Síðan kíktum við á Önnu sys og Kidda og kynntist ég enn einni "frænkunni" en á heimilið er komin þessa líka sæta tík sem heitir Skvetta.Hún er nú svosem engin skvetta heldur voða róleg og blíð en soldið feimin,eða alveg þangað til að hún fékk smá kexbita hjá mér.





18.01.2013 23:37

Stytti aðeins upp......


Rólegur dagur og lítið að ske annað en að fóðra skepnur hér á bæ,veðrið þokkalegt.
Í það minnsta ekki hellirigning einsog í gær.


Þeim finnst gott tíkunum að halda sig inní hundakassanum niðri hesthúsi á meðan ég sinni þessum tveimur stóðhestum sem eru við opið hús og er gefið innandyra þessa dagana.
Þarna er enginn að amast við þeim eða hrasa um þær.
Kassinn er þeirra eign og fengu þær hann í arf frá gamla Labrador hundinum hans Hebba honum Tinna heitnum.
Þessi kassi var hafður uppá pikkup og fór Tinni í margar veiðiferðir í honum og átti hann þennan kassa með húð og hári.

17.01.2013 01:04

Góðir gestir frá Germany


Kát hjón í rigningunni við gamla Garðskagavitann.

Fengum góða gesti frá Þýskalandi í dag en Martina og hennar maður eyddu heilum degi með okkur.

Auðna haugblaut að kíkja á okkur.
Martina ætlaði að kíkja á hana Auðnu sem að hún Katja á og var rigningin slík að við ákváðum að keyra útí stóð með þau þó að stóðið væri nú bara hér nokkrar metra frá húsinu í rúllum en rigningin var slík að ekki var mönnum út sigandi.

Menja alveg haugblaut.


Við fórum smá rúnt með þau niður að Garðaskagavitanum gamla og stukkum við út stundarkorn og gengum hringinn í kringum hann og smellti ég mynd af þeim hjónum.

Þau óku svo til RVK um kvöldið og við fórum í verkin okkar.
Það má alveg fara að stytta upp!

16.01.2013 23:29

Útigangi gefið og fuglabúrið tekið í notkun


Litla Löpp og Rjúpa

Gáfum útiganginum,erum orðin ansi fljót að gefa enda komin föst vinnuregla á þetta.

Ég opna öll hlið og kallinn kemur á traktornum og nær í rúllurnar.Konan drífur síg jafnaharðan og þær koma og sker af þeim plastið og gerir klárar, stekk og opna hliðið hjá stóðinu en neðst í hliðinu er kaðall með gúmmíteygju  (mín uppfinning:) og er hann rétt yfir jörðinni en nóg til að hrossin treysta sér ekki yfir hann og halda að það geti verið rafmagn í honum.
Traktorinn kemst auðveldlega yfir kaðalinn og teygjan slakar á honum svo hann slitnar ekki.

IS2012225865 - Menja frá Ásgarði
Til sölu/for sale

Á meðan að kalllinn gefur stóðinu rúllurnar þá gef ég stóðhestunum inni og moka og geri fínt hjá þeim og geng frá plastinu af rúllunum.

Svo er bara að loka og ganga frá og beint útí hús að huga að restinni af hinum skepnunum.
Ég kláraði stóra fuglabúrið og bar inn einn og hálfann poka af spónum blönduðu sagi og setti upp vatns og matarsílóin og þreif svo rækilega sitthvorn varpkassann handa hænunum.Lítinn handa Silkihænunum sem er með lítið op þannig að Amerísku hænurnar komast ekki inní hann og stóran refakassa sem að ég setti það hátt upp að ég vonanst til að Silkihænurnar fari ekki inní.Það er svo mikið vesen á Silkihænunum en þær eru altaf að rembast við að liggja á og stundum liggja tvær í einu á eggjum inní refakassanum og hleypa ekki Ameríkönunum inn til að verpa.
Þegar að þessu var lokið þá fórum við í að flytja allar Amerísku dömurnar og allar Silkihænurnar og tvo flotta Silkihana yfir og gekk það vel enda eru þær Amerísku ansi spakar þrátt fyrir að ég vinni ekkert í því að gera þær spakar.
Nú svo vantaði alveg prikið til að setjast á en það var löngu kominn háttatími hjá þeim og allt í voða.

Hamingjusöm hæna á priki.

Hebbi hjálpaði mér að skella upp priki og hamingjan var svo mikil að þær voru komnar uppí tröppuna hjá kallinum að máta og sátu ofaná hallarmálinu hjá mér og var ég að berjast við að reyna að mæla með 3 hænur sitjandi á því.
Þetta leit allt saman voða vel út hjá þeim þegar að við fórum og vonandi verða eggin á réttum stað á morgun og allt einsog ég vil að það verði en það er nú önnur saga og kemur í ljós.
Eftir kvöldmatinn þá röðuðum við öllu aftur inní gestaherbergið og lítur þetta voða vel út og erum ánægð með útkomuna.
Frábær dagur að kveldi kominn,góða nótt:)

14.01.2013 23:02

Útigangi gefið


Lúxus Astrón,NN merfolald og Nói Hróksson.

Gáfum útiganginum í dag og voru þau himinlifandi með okkur.

Skiptum út rúllu í hesthúsinu því að þessir tveir stóðhestar sem hér eru ná engan veginn að éta heila rúllu áður en hitnar í henni.
Settum inn stórbagga í staðinn.Hróksi og Máni sonur tóku vel í heyið og allir glaðir.

07.01.2013 21:24

Sóldögg Hróksdóttir frá Ægissíðu til sölu/for sale

  
Sóldögg og Helga að sulla útí Rauðavatni:)

 

 

Það eru að detta inn söluhross á síðuna þessa dagana og hér er ein ansi snyrtileg og hreingeng undan honum Hrók mínum en Helga Björk vinkona mín er með hana í bænum núna í sölumeðferð og trimmi.

Endilega hafið samband við hana Helgu ef þið viljið vita meira um hryssuna og jafnvel prófa:)

hbhvberg@gmail.com

Gsm 695 7965

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285190
Samtals gestir: 33363
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:32:18