Heimasíða Ásgarðs

27.07.2007 12:57

Minkaveiðar og hrossastúss


Við tókum okkur til um daginn og girtum niður að nýja grjótvarnargarðinum og rifum svo upp bakkagirðinguna og hleyptum Hrók og merunum niður í Melgresið.
Mikið var gaman að fylgjast með hrossunum purra og ganga svo hikandi yfir þarsem rafgirðingin hafði verið.Folöldin urðu öll eftir og trylltust gjörsamlega yfir því að týna mæðrum sínum en þau voru sko ekki að fatta þetta!

Folöldin eru farin að missa folaldafeldinn og gaman  að sjá hvaða litur leynist undir.Sérstaklega þau sem eru undan litföróttum foreldrum.Líklega er aslystir hennar Rjúpu litförótt en hún er rauðstjörnótt og sú heitir Hefring.Við erum búin að sjá það út hér í Ásgarðinum að litförótt hross eru misjafnlega litförótt eða með öðrum orðum,þau geta verið mikið ljós á búkinn eða mikið dökk með fáum ljósum hárum á búknum.
Þannig að það getur tekið óratíma fyrir sum folöldin að sýna framá það að þau séu litförótt á meðan önnur eru greinilega litförótt.
EN.......ég fékk póst um daginn þarsem líst var fyrir mér hvernig líkurnar á því að fá litförótt folald eða bara folald yfir höfuð eru ef maður parar saman tvö litförótt hross.
Hér er það sem einn litaspekúlantinn sendi til mín:

Varðandi litföróttu hrossin þá er arfhreint litförótt dauðagen, þ.e ef þú parar saman 2 litförótt hross þá færð þú 25 % færri folöld þar sem að þau folöld sem eru arfhrein drepast á fósturskeiði. 25% ættu að verða arfblendin litförótt og 25% "einlit"
Folaldið á myndinni hér fyrir ofan er undan tveimur litföróttum foreldrum og greinilega ekki með dauðagenið .

Hringur kallinn fór í heilbrigðisskoðun um daginn og flaug í gegnum hana.Hann var röngen myndaður í bak og fyrir með nýjustu græjum hjá sínum dýralækni og var mikið gaman að geta skoðað myndirnar strax í tölvu.
Nú er hann kominn með heilbrigðisvottorð og hægt að tryggja drenginn í bak og fyrir.Hann er nefnilega að fara að heimann í hálfann mánuð í prufu hjá einni sem er að pæla í honum sem verðandi reiðhesti og kannski meira.
Tvistur bróðir hans er seldur og fór norður í gær til nýs eiganda.
Innilega til hamingju með Tvistinn,hér er linkur inná nýja síðu hjá eiganda hans http://www.123.is/storholl/


Ég sjáft afmælis"barnið" verð nú eð skella inn einni mynd af mér sem hún Magga tók af okkur Töru niður í fjöru á afmælisdaginn minn.Kellan orðin 41 og sér ekki á henni! Smá rispa á húddinu hehehehehehehe....................Nei" segi nú bara svona .
Alveg rétt" ég steingleymdi að segja hvað hún Tara er hress og spræk þrátt fyrir veikindin!Hún gaf hinum tíkunum ekkert eftir á hlaupunum í Grindavíkinni um daginn.Hljóp og hljóp í hitanum og góða veðrinu og fann mink sem reyndar var svo slunginn og djúpt niðri að það var ógerlegt að ná kauða.
Tara var meira að segja svo hress í gær þegar að við Hebbi skruppum í kaffi á næsta bæ að á meðan hún átti að vera heima stillt í fína stóra hundabúrinu sínu frammá gangi þá braust hún útúr því með kjafti og klóm,fór uppá öll borð í eldhúsinu og kláraði af diskunum kjúklingabeinin!
Klikkti svo út með því að pissa á mottuna framá gangi og þegar að við komum heim þá stóðu englavængirnir á henni útí loftið og hún lét okkur sko vita að það hefði ekkert verið til að drekka með öllum kræsingunum!
Hún er sko hreint út sagt ótrúleg þessi tík!!!
Ég á sko til margar sögur af henni Töru og ein sú minnistæðasta og er það kannski ekki skrítið en hún hafði þann háttinn á þegar að hún fór með manni í bíltúr td útí búð þá varð annað okkar að vera hjá henni útí bíl og bíða því EF maður vogaði sér að skija hana ALEINA eftir í bílnum þá dundaði hún sér við það að skíta í sætin afturí,farþegasætið frammí og LÍKA í bílstjórasætið!!!
Eitt sinn ætluðum við að leika á hana þegar að við fórum á sýningu hjá Stóðhestastöð Ríkisins og bundum hana þétt niður við gólf í framsætinu og settum rifur á gluggana.Hún var ekki lengi að rífa í sig útvarpið í bílnum og eyðileggja það,rústa hanskahólfinu,losa sig og rífa niður klæðninguna í kringum gluggana og tæta bílinn í tætlur!
Hún kenndi okkur það að ein skildi hún ekki vera til friðs nema í járnbúri.Plastbúrin léku í loppunum á henni eins og fis.Út komst þessi litla tík líkt og hún gerði í gærkveldi.
Hún var nefnilega innilokuð að mestu fyrstu 9 mánuði ævi sinnar þegar að við fengum hana og vorum við 4 eigendur að henni.
En þrátt fyrir allt sem gekk á með hana blessaða þá hefði ég ekki viljað missa af því að eignast þessa elsku.Góðu dagarnir hafa verið mörgum sinnum fleiri en þeir erfiðu sem eingöngu þroskuðu okkur sem hundeigendur .

Tara að njóta veðurblíðunnar niður á fjörubakka við Garðskagavita.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 312806
Samtals gestir: 36907
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 04:45:02