Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Febrúar

23.02.2010 00:14

Rjúpa Hróksdóttir komin heim:)


Fékk Rjúpuna mína aftur heim eftir mánaðar tamningu og gangsetningu hjá Ólöfu sem er alveg snilldarinnar knapi og umsetin í því starfi.


Þær mæðgur skiluðu henni einni tönninni fátækari en það hefur greinilega háð henni verulega að hafa haft þessa Úlfstönn í munninum.
Bara frábær uppgötvun bæði fyrir hryssuna og knapann.


Brokkið..............

Er hennar aðall og mesta furða hvað hún er þýð miðað við skref og svif!


Töltið er komið en þarfnast þjálfunar og meiri styrks vegna stærðar hryssunnar sem er rosaleg sleggja!

Það var ekki vegur að ég gamla gigtveika konan færi að hamast við að hreinsa hana útúr hliðarsveiflunni sem hún var komin í en mér tókst þó að fá betra jafnvægi í hana á brokkinu síðastliðið sumar/haust.


Össssssss...................Þykist maður vera orðinn alltof gamall og stirður fyrir þessa vinnu og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var fegin á fá merina komna í gegnum þennan hluta í gangsetningunni,farin að stíga töltið hreint og nú er bara að halda áfram að þjálfa hryssuna............Þegar að hlýnar aðeins meir:)


Ólöf að sýna mér fíflaganginn sem að Rjúpa lærði líka:)

Rjúpan er ekki bara fimmgangshross heldur sexgangs með fíflaganginum:)

Ég á allskonar afsakanir í pokahorninu til að fara ekki á bak,síðustu dagar hafa verið svo kaldir að ég hreinlega treysti mér ekki á bak strax.


Fór nú reyndar á Hrók um daginn með Sudda gamla í taum með og ég var nett frosin þegar að heim kom!

En ég var í skýjunum með Hrókinn,hann er nú miklu ferskari utandyra áfram heldur en inní reiðhöll líkt og með mörg önnur hross.

Klárinn er frábær í beisli og gerði allt sem hann var beðinn um þrátt fyrir að trippadraslið í haganum færi á flug við hliðina á okkur í myrkrinu og stóð mér nú ekki á sama á tímabili.

Ég er nú svo rosalega gamaldags í hugsun í þessari hestamennsku en þrátt fyrir það þá getur maður nú alveg hlustað á þá sem yngri eru (búin að hlusta á þá eldri:) og þegar að járningarmaðurinn minn hann Lindi stakk uppá því að setja Hrókinn á tíur að framan þá leist mér nú kannski ekki á það að hann færi að tölta betur og myndi síður henda sér í brokkið einso hann var að gera í fyrra.

En viti menn............!Klárinn er bara frábær og töltir útí eitt og er miklu síður að klingja saman á brokkinu.

Ég finn það líka að hann er allt annar í framfótunum og höfum við komist í gegnum bólgurnar með frábærri hjálp Björgvins dýarlæknis og hófarnir eru nánast að vaxa eðlilegir niður aftur hófsperruna.
Sem betur fer þá seig beinið ekki niður í hófbotn,ég lét athuga það með röngen í fyrra.
I raun var þetta bara snertur af hófsperru og svo bólgnaði aðeins kvíslband á öðrum framfætinum en ekkert af þessu finn ég í dag og klárinn bara fínn og kveinkar sér ekkert.

Ekki veit ég hvernig Ólöf fór að því að komast á bak Rjúpunni risastóru berbakt!

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og þá fer ég á bak og læt kallinn mynda mig í bak og fyrir á Rjúpunni minni:)


En takk kærlega fyrir Rjúpuna mína,alla tamninguna,dekrið og frábæra umönnun Ólöf og Svala:)

17.02.2010 01:00

Söluhross/horses for sale


IS2009125853 - Muggur frá Melabergi

Faðir:
IS1998187045 - Klettur frá Hvammi (8.49)

FF:Gustur frá Hóli (8.57)
FM:Dóttla frá Hvammi

Móðir:
Dimmalimm frá Holtsmúla

MF:Þröstur frá Holtsmúla
MM:Fluga frá Reynistað

Lýsing eiganda að Mugg:

Muggur er hreyfinga fallegt folald. Er trúlega fimmgangs en hefur bara sýnt tölt og brokk. Hann sýnist vera mjög öflugur og hraustur en er alveg ósnertur.

Verð/prize:
2.500-EUR

More info:
ransy66@gmail.com



Blesa er SELD/SOLD


Sinfonía frá Saurbæ
Hér er lýsing frá eigandum að hryssunni flottu:

Sinfónía frá Saurbæ er undan heiðursverðlaunahestinum Huga frá Hafsteinsstöðum. Móðir hennar er Stjarna frá Saurbæ og hefur alsystir hennar Hending frá Saurbæ meðal annars farið í 8,26 í meðaleink. 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geð ásamt 9,5 fyrir fegurð í reið.

Sinfonía er staðfest með fyli við Sindra frá Leysingjastöðum sem er undan Stíganda frá Leysingjastöðum og Heiðu frá sama bæ.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá eigandanum honum James Bóas vini mínum í netfanginu hér fyrir neðan:

For further info please contact James Bóas:





Hefring frá Ásgarði er  SELD/SOLD


IS2007256866 - Urta frá Röðli

Faðir:
Áll frá Byrgisskarði

FF:Sörli frá Byrgisskarði
FM:Lilja frá Öxl 1

Móðir:
 Gæfa-Grána frá Röðli

MF:Geisli frá Keldnakoti
MM:Móna-Lísa frá Hólabaki

Lýsing eiganda Urtu:

Urta var inni folaldsveturinn er mjög fljót að læra með einstakt geðslag og hún er alltaf í góðu skapi, spök í haga, greinilega fjórgangshross stór og mjög falleg með einstaklega góðar herðar og háls. Var kennt að teymast folaldsveturinn.

Verð/prize:
1.900-EUR


More info:
ransy66@gmail.com


Hitti Gunna á Mel í gær og smellti af nokkrum myndum.

Gasalega flottur reiðhestur!

IS2003125853 - Melur frá Melabergi

Faðir:
Forseti frá Vorsabæ II (8.58)

FF:Hrafn frá Holtsmúla (8.56)
FM:Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.70)

Móðir:
Snót frá Melabergi (7.74) Skeiðlaus

MF:Angi frá Laugarvatni (8.26)
MM:Sveifla frá Bakka 7.81) Skeiðlaus

Taminn,þægur og prúður reiðhestur.

Hér er lýsing frá eiganda:

Melur er stór og gullfallegur hestur með allan gang og gott tölt. Ljúfur og góður í umgengni og spakur í haga. Síðasta sumar fór hann í fjórar ferðir vítt og breitt um landið og í tvennar göngu (fjár og hrossasmal) og reyndist þar mjög vel, hann er traustur og sterkur. Hann er fyrir alla aldurshópa með góðan fótaburð, þjáll og þægilegur reiðhestur. Það er hægt að teyma á honum og teyma hann sjálfann og hann er þægur í járningu.

Verð/prize:
3.400-EUR


More info:
ransy66@gmail.com



Virðing frá Víðihlíð

Móðir:
Lýsa Þórunúpi IS1999280924

Faðir:Stígur Kjartansstöðum
FF:Náttfari frá Ytra Dalsgerði
FM:Terna frá kirkjubæ

Móðir:Dögg frá Strönd
MF:Lýsingur frá Uxahrygg
MM:Herva frá Litla Hrauni

Faðir ókunnur:(

Sýnir skrefmikið brokk,töltir og hefur sýnt rífandi skeið!
Er frekar stygg en þó mjög þjál þegar að búið er að koma múl á hana.
Er skráð og örmerkt og ormahreinsuð.

Verð/prize 500-EUR

For more info
ransy66@gmail.com

12.02.2010 21:14

Margt skrítið í hryssuhausnum!

Eigum við ekki að byrja á því að reyna að koma inn mynd sem ég var að vinna í Picasa..........já........ég halaði niður eina ferðina enn Picasa því ég get ekki án þess verið!

Sunna og Ýmir í Mánahöllinni.

Ég er ekki sátt við að þurfa að kaupa mér linsu uppá 300-500.000- bara til að taka myndir inní höllinni okkar nýju.

Einsog höllin okkar Mánamanna er nú glæsileg og góð þá er erfitt fyrir okkur þessi með venjulegu camerurnar að ná myndum þar inni nema með rándýrum linsum.

Samt er ég að þrjóskast við og það styttist í hina árlegu Folaldasýningu Mána sem verður með breyttu fyrirkomulagi í ár með því markmiði að gera hana áhorfendavænni.

Ég held að ég verði að nota flassið til að ná einhverjum almennilegum myndum og þá verða það helst uppstillimyndir af framtíðar kynbótabombum okkar Suðurnesjamanna.

Það var nokkuð skondið að koma í ljós varðandi folöld hér á bæ.

Dna sýnataka sýndi það berlega að Laufey Hyllingardóttir er ekki dóttir hennar og Draupnir Pameluson er ekki sonur hennar!

Ég fór að klóra mér í hausnum og það kveiknaði á perunni fljótlega.

Pamela og Hylling köstuðu báðar á sama sólahring,líklega á sömu klukkustund og þær voru fyrstu dagana að gefa báðum folöldunum að drekka til skiptis og á endanum hafa þær víxlað folöldunum sínum alveg!
Eldra blogg með þessum degi HÉR

Laufey Pamelu dóttir stór og stæðileg.

Pamela fór með fóstursoninn í sumarhaga í Hafnirnar en Hylling var með sína fósturdóttur alsæl hér heima í Ásgarðinum og bæði folöldin döfnuðu frábærlega vel.

Forsetinn í haust.

Þetta er ekki búið því að hann Forseti Skjónusonur á engann pabba í augnablikinu en hann er því miður ekki undan Glófaxa vini mínum samkvæmt dna.

En ég veit nú svosem hver er faðirinn en það kemur enginn annar en Hrókur til greina en það á bara eftir að staðfesta það.

Á ég að halda áfram?

Einhver sagði að ég segði allataf frá ÖLLU hér á blogginu svo ég læt það bara vaða.

Fína flotta leirljósa folaldið sem ég gaf honum Hebba mínum er ranglega sagt undan Huginsyni fyrir norðan og þykir mér það mikið miður.

Þannig að ég er heldur betur með því að folöld séu DNA testuð því það er alveg bráðnauðsynlegt,ekki bara vegna föðursins heldur líka vegna mæðranna en það er miklu algengara en við höldum hvað hryssur eru að skiptast á folöldum.

Það væri heldur betur fróðlegt að geta bakkað tilbaka og testað hinar og þessar ættlínur og þá yrði ég nú ekki hissa þó að sitthvað skrítið kæmi í ljós og þá sértaklega á þeim tímum sem ekki voru girðingar á mörgum bæjum en heilmikil ræktun í gangi.

Nýtt kanínublogg fyrir þá sem hafa áhuga.

07.02.2010 00:35

Hestastúss og gaman:)


Hrókur með nýja búnaðinn sinn.

Hrókur fékk góða gjöf um daginn en hún vinkona mín frá Þýskalandi ásamt manni sínum komu í heimsókn og voru hjá okkur í eina viku.

Síðasta daginn sem þau voru hér þá fórum við Kirsten að hestast á meðan að kallarnir skruppu í veiði.

Við renndum með Hrók með okkur á kerru inná Mánagrund og nú skildi fína nýja méllausa beislið prófað.

Klárinn er ótrúlega góður með þetta apparat en ég prófaði hann nú samt fyrst með sitt gamla beisli og ég verð nú að hrósa honum James vini mínum Bóasi fyrir  beislisvinnuna í klárnum frá í fyrra en Hróksi virðist hafa lagt það vel á minnið að vera ekki að geifla sig líkt og hann gerði hér áður fyrr.

Hann er líka orðinn þéttari á taumnum og ekki svona klökkur í beisli einsog hann var oft.

En samt situr það voðalega fast í kollinum á honum enn að það skei eitthvað stórkostlega hættulegt ef tekið er í taum og tungan flýr ofaní kok:(

En að nýja fína méllausa beislinu hans,það svínvirkaði og klárinn var ekkert að detta niður á brokk sem ég nú bjóst hálfpartinn við og hann beygði vel uppá báðar hliðar.

Eina sem ég gat sett útá var að ef ég bara togaði í tauminn og þagði þá var hann þungur að stoppa en það er kanski ekkert skrítið þarsem ég er vön að hlífa honum við slíku áreiti með mélunum heldur segi ég bara hó....... við klárinn og þá stoppar hann á stundinni.

Hann er nú meira rassgatið hann Hrókur minn emoticon
Ég veit.....ég veit....:)
 
Sumir komnir með gubbuna uppí kok.....
emoticon

Þið klárið bara að lesa þegar að þið komið aftur af kamrinum hnéhnéhné..... emoticon

Hann er bara dúllan mín þessi elska og ekki orð um það meir:):):)!!!!

Kirsten var að prófa hnakk og var svo heppin að fá hana Hervöru frá Hvítárholti undir hnakkinn.


Kirsten og Hervör í Mánahöllinni.

Það mætti alveg klóna hana Hervöru svo fleiri gætu átt einsog eina slíka í hesthúsinu sínu.


Bloggaði alveg ógurlega á kanínusíðunni.
Þetta blogg var líkt og  ég væri að koma útúr skápnum ef svo mætti að orði koma.

Ekki á hverju degi sem að birtist blogg um kanínur sem verða að dýrindis kjöti og fallegum pelsum.

Þar hafið þið það.........!
Kanínukonan í Ásgarði komin útúr skápnum í öllu sínu veldi:)
Kíkið með því að klikka á hér fyrir neðan.

Kanínubúið Ásgarði

04.02.2010 22:40

Tilraunablogg:)


Er að tilraunast með forrit þarsem ég vinn myndirnar á netinu en EKKI í tölvunni minni:)


Smá þolinmæðisvinna en ég er þrjóskasta persóna EVER ef ég ætla mér eitthvað!

01.02.2010 23:26

Járningar,rökun og þurrkun:)

Fullt af fréttum héðan og ég læt ykkur bara bíða!

emoticon

Hróksi kallinn (mynd Valgerður:)

Um daginn mætti hann Lindi minn hingað galsvaskur og járnaði Hrók,Sudda og Rjúpu.

Rosalega gekk þetta vel hjá stráknum enda með afbrigðum næmur á hrossin og les þau vel og engin átök eða vesen í gangi.

Nú Rjúpan fór svo inná Mánagrund í framhaldsþjálfun.Ekki var nýji knapinn búinn að fara nema einu sinni á hryssuna þegar að uppgötvaðist Úlfstönn í henni.

Nú Bjöggi var kallaður til og snaraði hann henni úr á staðnum og vonandi að nú verði hægt að krefja hryssuna betur en hún var svo svakalega taumlétt og næm að það hlaut eitthvað að vera!
Samt svo þæg að allir gátu farið á bak henni.

Hátíð orðin svo fín..........:)

Nú svo var eitt stykki folald tekið og rakað frá toppi til táar og lítur svona ljómandi vel út eftir snyrtinguna.


Veðrið er að gera þeim óskunda,þau eru svo sveitt og eiga svo bágt með að borða almennilega í þessum hita og fann ég mikinn mun á átinu þó að bara eitt af þremur hafi verið heilrakað.

Kjarkur að moða í sig tuggunni ( mynd Valgerður:)

Ég tími ekki að taka af honum Kjarki sem flýgur fljótlega útí kuldann í Evrópu.


Ég hef ekki nennt að fara skeifnasprettinn því ég er allt annað að hugsa núna.

Kanínuskinnin eru á leið í nýja fína þurrk klefann þökk sé smiðnum og Hebba sem ruku í það einn daginn að koma honum á koppinn svo ég geti farið að senda frá mér öll þessi skinn sem ég á ofaní frystikistu.

Enda eru hér skafin skinn og skellt á þönur á milli annarar verka.

Allt barasta að verða vitlaust og næg verkefni á bænum !

Er enn að vesenast með tölvuskrattan en hún slekkur alltaf á sér ef ég reyni að vinna myndir í henni!
Þannig að þær sem birtast eru óunnar og bara hráar einsog þær koma úr camerunni.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2545
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 293855
Samtals gestir: 33719
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 09:28:02