Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Maí

31.05.2008 23:55

Öll Hróksafkvæmi fædd

Það má með sanni segja að Hrókur hefur ekki verið lengi að fylja hryssurnar í fyrra því öll afkvæmi hans í ár litu dagsins ljós núna í Maí.

Verð nú samt að viðurkenna það fyrir ykkur það að klárinn var settur í hryssurnar 1 Maí í fyrra þannig að það er kannski ekki skrítið að folöldin fæðist snemma.

En hvað um það,klárinn bíður spenntur að hitta dömurnar og átti að setja hann í þær á morgun en það tefst aðeins vegna þess að ég var búin að gleyma því að ég var búin að lofa klárnum því að láta heilbrigðisskoða hann og tryggja í ár fyrir vertíðina.

Hann er nú einu sinni búinn að fá slæmt spark í "litla Hrók"þannig að blæddi mikið úr en sem betur fer þá greri það fínt og hefur ekkert háð honum.

Og vinurinn er teinréttur og ekki þarf að stýra fyrir hann líkt og þá stóðhesta sem ekki voru svona lánsamir eftir spark í vininn.

24 maí

Skrámu/Hróksdóttir í góða veðrinu.

Skráma hennar Möggu kastaði um daginn gullfallegri háfættri hryssu undan Hrók.Innilega til hamingju Magga með flottan grip:)

Nú sama dag kastaði Tinna hennar Möggu hestfolaldi undan Stæl frá Neðra Seli.

Hann er virkilega spennandi á litinn en okkur sýnist hann vera einhvernveginn bleikálóttur eða ljósmóálóttur með sokka á minnsta kosti þremur fótum.
Það er erfitt að sjá sokkana en þeir koma betur í ljós þegar að hann fer að fella folaldafeldinn.
Þess má geta að Stæll er líka faðir hennar Sæludísar Sokkudísardóttur sem Sabine á en hún er jarpsokkótt á öllum fótum!

28 Maí

Frestingar/Hróksdóttir að teygja sig eftir lúr.

Freisting hans Hebba kastaði bikasvartri hryssu undan Hrók með stóra stjörnu í enni.Hún var ekki lengi að koma sér á fætur og ekki var hún þornuð þegar að hún var farin að hlaupa í kringum mömmu sína.

Enginn smá kraftur í henni og gaman að sjá hlaupagleðina í henni en sú stutta er alveg óstöðvandi.


29 maí

Litla Löpp var alveg að fíla folaldið sitt í grön .

Litla Löpp kastaði einlitri jarpri hryssu undan Hrók.
Það munaði ekki miklu að við Magga og Inga sæjum það þegar að hryssan kastaði en við vorum einhverjum mínútum of seinar.
Það er gaman að fylgjast með ungviðinu standa á fætur og leita eftir spena með ylvolgri mjólkinni.Ég tala nú eki um broddinn sem er þeim lífsnauðsynlegur.

Oft langar manni að hjálpa en það er alveg bannað en það getur ruglað folöldin í því hver hin raunverulega móðir þeirra er og farið að elta manneskju í stað móður sinnar.

Heilladís frá Galtanesi uppáhaldið mitt er hreinlega að springa.

Þá eru bara 3 hryssur ókastaðar í Ásgarði og eru þær allar fylfullar við Hróksyninum Óðinn frá Ásgarði sem er brúnstjörnóttur litföróttur undan henni Eðju frá Hrísum sem er móvindótt litförótt.
Það verður ekki langt í að þær kasti og ekki langt á milli þeirra heldur.
Allar byrjaðar að stálma verulega vel og nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel hjá þeim sem ég reyndar efast ekki um.

Lítill "áburðardreifari" á flugi.

Ég var að leika mér að taka myndir af litlu "áburðardreifurnum mínum" Kríunum um daginn.Alveg mesta furða hvað þær tókust vel og er ég bara pínulítið montin með þær.

Krían skiptir okkur verulegu máli hér og gott er að hafa hana niður á túni og inná stykkjunum sem beitt eru á haustin en Krían ber alveg svakalega vel á túnin svo þau verða iðagræn og spretta vel.

Ef hún fær að vera í friði þá líka er hún ekki að verpa nærri íbúðarhúsinu og truflar okkur þarafleiðandi ekki neitt.
Það versta sem hægt er að gera er að láta fólk óáreytt inná landareigninni við eggjatínslu því þá færir hún sig bara nær húsinu okkar og þá er nú ekki gott að hengja út þvott eða bara ganga um hlaðið.

Það eru nefnilega ekki margir sem átta sig á því að Krían verpir allt að 5-7 sinnum ef alltaf er tínt undan henni og það segir sig sjálft að ungar sem koma seint úr eggi eru skildir eftir um haustið og veslast bara hér upp og þeir sem ekki deyja úr hungri gleypir mávurinn lifandi og það er ekki gaman að horfa uppá það.

Hingað kom ung stúlka frá Háskóla íslands og fékk leyfi hjá okkur að fara niður í tún í sumar til að rannsaka Kríuna og hvernig henni reiðir af með varp og unga í ár.
Það er orðið vinsælt að koma til okkar og skoða varpið og rannsaka það en Náttúrufræðistofa Suðurlands hefur sent hingað fólk síðustu árin til þess.

Við höfum bara gaman af því en síður gaman að þeim sem vaða hér í óleyfi yfir girðingar og ræna hana eggjunum.
Það voru hér unglingar um daginn að ræna eggjum af Kríunni og óðu hér yfir girðingar og stukku svo einsog byssubrenndir inní bíl þegar að þeir sáu okkur koma keyrandi og reykspóluðu í burtu.

Ég er farin að taka niður númerin á bílunum að beiðni Lögreglunnar og hér ætla ég að birta númerið á blogginu ef það skildi verða til þess að þessir eggjaperrar hætti að koma og ræna eggjum sem þeir nota svo til að grýta í bíla og hús.
Ég veit það fyrir víst að þeir borða þau ekki eða það hefur verið reynslan undanfarin ár.
Þessi bíll var af tegundinn Pajero dökkgrænn MY 286.

26.05.2008 02:36

Folalda/trippatamingar

Folöldin fengu aldeilis kennslustund hjá okkur Möggu í fyrrakvöld.

Ekki vorum við alveg einar við þá vinnu en Hrókur aðstoðaði okkur töluvert og létti mikið fyrir okkur með kröftum sínum.

Það er alveg frábært að hafa hest sem er traustur og stabíll til að hengja utaná svona spriklandi ungviði.

Eins gott að vera búinn að handleika þau áður en þau fara í stóra hagann í sveitinni.

Það skeði nefnilega í fyrra að það fóru trippi héðan í stóru sveitina sem voru ekki alveg fullunnin og fékk maður að kenna á því í haust og vetur.Ekki gaman að eltast við þetta í "aðeins"100 hektara stykki!

Þau sem voru frumunnin í fyrrakvöld voru þau Embla,Hefring,Sleipnir og Týr öll sömul undan Hrók og var pabbi gamli bara hinn ánægðasi með barnahópinn sinn .Svei mér þá ef hann var ekki bara stoltur með þau.

Embla Hróksdóttir með pabba gamla.

Embla Hróks var í hestalátum og sést það vel á fermingar"bróður hans Hróksa sem gægðist út hehehehehe........

Sleipnir Hróks setti allt í bremsu svo pabbi gamli varð að taka á sínum stóra.

Hrókur fékk verðlaun eftir dugnaðinn við uppeldið á börnunum sínum.

Tvö í viðbót fengu líka að dingla utaná honum en það voru þær Skutla og Kátína.

Kátína Rösk/Illingsdóttir stóð sig mjög vel utaná og fylgdi nánast átakalaust með.

Bara minna á að Hrókur verður settur niður á tún í hryssurnar þann 1 Júní og eru gestahryssur velkomnar til hans þó hann sé kominn í stóðið.

Þær eru nokkuð margar sem eru búnar að panta hjá honum og hlakkar hann mikið til að sinna þeim .....Skrítið ????

Allt um Hróksa kallinn er að finna hér fyrir ofan undir STÓÐHESTAR:)

Við fengum góða einkunn um daginn eftir Knapamerkja námskeiðið í vetur hjá henni Sigrúnu Sigurðar.

Við fengum tæplega 9 í (meðal)einkunn fyrir verklega kaflann og segi ég að klárinn eigi aldeilis stóran þátt í þeirri einkunn því hann er allur af vilja gerður að þóknast knapanum.

Bóklega einkunin hefði líklega verið hærri ef ég hefði fengið hjálp frá klárnum við lesturinn líka hehehehehe.....

En við náðum þessu öllu saman þrátt fyrir að seinna bóklega prófið hafi verið mjög erfitt og alltof naumur tími sem okkur var skammtaður til að svara öllum spurningunum í prófinu!

Ég sem var að óttast það í vetur að þurfa að skipta um reiðhest á námskeiðinu en ég var hrædd um að trufla kannski hina nemendurnar með því að mæta á fullorðnum stóðhesti.

Ekki aldeilis og má ég bara vera stolt af okkur báðum og er það.(Ein að klappa sér á bakið hnéhné .

Blogga ekki aftur fyrren eftir marga daga elskurnar mínar!

Heyri ég "dæs ........frá einni í Bændahöllinni hehehehehe......

Er að fara í hörku hestaflutninga og þeir sem eiga hér hross útí í rúllu/beit mega fara að huga að því að týna þá heim eða hvert sem þeir blessaðir eiga að fara eftir vetradvölina hér í Ásgarðinum í vetur.

Ég miða við 1 Júní en það eru víst komin græn grös um mest allt landið .
Knús til ykkar allra .

23.05.2008 23:37

Hrókur fer 1 Júní í hryssurnar

 Engin folöld að fæðast í augnablikinu og kannski bara gott því veðrið er hundfúlt til myndatöku þó hlýtt sé.Rok og rigning og ekkert gaman að fara niður á tún að taka myndir af nýjustu folöldunum.

Má bjóða þér einn snöggan Toppa mín?

Glófaxi stendur sig einsog hetja í merunum og fyllir á þær reglulega sem það vilja.
Ég bjóst nú við því að hann myndi missa einhver kíló við þessa iðju sína fyrstu dagana en það haggast ekki á honum holdin stráknum.
Hann fær nú reyndar að hafa hesthúsið opið með tuggu í stallinum á meðan það er svona mikið rok en það er ekki viðlit að setja út rúllu,heyið fyki bara á haf út.

Alveg finn ég það á mér að þær eru eitthvað að bralla merarnar mínar niður á túni!

Hrókur er inni og bíður spenntur að fá að taka við hryssunum niður á túni en það fer að styttast í að Glófaxi fari aftur uppí stóðhestahús og Hrókur fari niður á tún í staðinn.
Þær sem eru fengnar við Glófaxa eru þær Skjóna mín,ein gestahryssa,Sokkadís er alveg að fara að ganga og svo gæti hún Eðja náð að fá hann Glófaxa til við sig áður en hann fer aftur uppí hús.
Ég bara hlýt að fá eitt stykki hryssu undan klárnum næsta vor og er ég voðalega spennt að sjá hvort úr þeirri ósk minni rætist.
Flottur litur verður það ábyggilega því að Glófaxi fær eingöngu hryssur í lit undir sig.

Hrókur og Freisting að sinna kalli náttúrunnar í fyrra.Sonur þeirra Sleipnir fyrir framan.

Þeir sem hafa hug á því að koma hryssu undir Hróksa í sumar endilega hafið samband við mig í netfangið herbertp@simnet.is eða hringið í síma 869-8192 Ransý svarar fyrir Hrók .
Klikkið á stóðhestar hér fyrir ofan til að fá fleiri upplýsingar um Hrók.
Tek það fram að það skiptir ekki máli þó klárinn sé kominn í merarnar,hann tekur glaður á móti þeim og fylgir þeim kurteislega í stóðið sitt.

Ég er að verða alveg snar á því að geta ekki tekið myndir úti vegna veðurs.

Sleipnir Hróksson frá Ásgarði.

Skellti samt camerunni um hálsinn og fór með hana útí stóðhestahús og tók myndir þar af folöldunum þegar að þau voru búin að sprella úti og komu inní matinn sinn.

Týr Hróksson frá Ásgarði.

Kátína frá Katanesi.

Á morgun er ætlunin að temja þau sum hver pínulítið áður en þau fara í sumarhagana.
Eins gott að maður nái þeim aftur í haust og þau kunni að teymast.

19.05.2008 17:04

Sokkadís og Eðja kastaðar


Flott folaldið hennar Sokkudísar.

Í gær 18 Maí kastaðí hún Sokkadís Hróksdóttir gullfallegu merfolaldi undan Stæl frá Neðra Seli.

Flottust þessi dama.

Sabine Sebald á þetta flotta folald og má vera hæstánægð með litinni á því og ganglagið er ekkert nema tölt og svo tekur það í skeið þegar að mikið liggur við.

Ekkert nema lappirnar þessi folöld .

Innilega til hamingju með nýju kynbótabombuna Sabine mín!
Bara glæsilegt!

Eðju-Hróksdóttir hissa á myndatökunni.

Í dag kastaði svo Eðja merfolaldi undan Hrók og nú var ég aldeilis hissa en það virðist sjást í því litföróttur litur en það grillir allstaðar í grátt undir feldinum þegar að það hreyfir sig og er einsog það sé allt hrímað.

Þarna sést líklega litförótti liturinn fyrir ofan taglið.

Aðalliturinn er pínkulítið að vefjast fyrir mér en mér sýnist þessi dama vera sótrauð eða dreyrrauð.

Papparassinn hún Ransý alltaf á eftir manni .

Hvað segir okkar litaspegúlant hún Freyja Imsland?

Er þetta merfolald sótrautt litförótt eða dreyrrautt litförótt?

Ég hef ekki áður séð í nýsköstuðu svona hrímgrátt undir aðalitnum áður sem bendir sterklega til að folaldið sé litförótt.

Glófaxi stendur sig einsog hetja í stóðinu en hann er að fylla aftur á hryssurnar og eru þær Skjóna mín og önnur til í stuði þessa dagana.

Hann er að æfa sig fyrir norðurferðina en þar bíða hans nokkrar flottar hryssur á Stórhóli.

Gott í dag,er að fara í hrossaflutninga og nóg að gera framundan í þeim málum.
Bless elskurnar mínar þartil næst .

16.05.2008 02:26

Hermína borin og hestagestir:)


Hermína bar loksins síðastliðinn 5 maí tveimur bráðmyndarlegum gimbrum.Sama dag kom Fjármálastjórinn minn hún Valgerður á Hrauni ásamt fylgdarliði og nú var ætlunin að kenna okkur að marka gibburnar okkar og setja í eyrun fínu löglegu eyrnamerkin svo allt verði nú ekki vitlaust hjá Sýslumannsembættinu.

Þetta gekk allt saman bráðvel hjá mér eftir góða tilsögn og ég var farin að marka alveg á fullu nýja markinu okkar sem er Heilhamrað hægra,umskorið vinstra........úppssss.....biti framan vinstra vildi ég hafa sagt .
Eitthvað þurfti bóndinn á bænum að hjálpa til við þetta og hélt ég á tímabili að ég fengi eitt stykki merki í mitt eyra en kallinn þarf að fá sér ný gleraugu hið fyrsta eða minnsta kosti fyrir næstu mörkun.

Allt hefur gengið vel í sauðburðinum fyrir utan að við misstum eina kind en undan þessum 8 skjátum okkar fengum við 15 lömb.Við ættum ekki að svelta næsta vetur:)
Annars er það reglan að setja allt á þartil að hausta tekur þá endurskoðum við þetta allt saman.

Krían kom 7 Maí og það leið ekki langur tími þartil hún var sest á túnin og farin að stíga trylltan dans en kallinn verður að færa kerlu Sandsíli ef hann á að fá eitthvað do do......

Ég náði þessari mynd í gengum traktors gluggann af karli að gera hosur sínar grænar fyrir kerlu en við Busla vorum að slóðadraga og mátti ekki miklu muna að þær lentu í slóðanum svo mikill dans var stiginn.

Busla voðalega hátíðleg yfir þessu öllu saman.

Óskýrður Skjónu/Hróksson.
Svona í leiðinni kíkti ég niður á bakka til hryssnanna og var alltílagi með alla og folöldin tvö sem komin eru frísk og kát.
Bakkinn er óðum að grænka og verða flottur en þær hafa líka rúllu sem þær narta í inná milli grænu grasanna.

Annars eru hrossin farin að svelta sig fyrir nálina og fara illa með heyið sem liggur í haugum og gulnar bara í góða veðrinu.Þau taka bara það besta úr og skilja hitt eftir,ég myndi líka gera það á þessum árstíma ef ég væri hross.

Gunnhildur á jörpum og Ólöf á brúnni hryssu.

Ólöf þarf ekki hnakk en hjálm notar hún .
Það hefur verið skemmtilegur gestagangur hér síðustu tvo daga en þær stöllur Sunna Sigga og Ólöf komu í fyrradag ríðandi frá Mánagrund og í gær aftur og með þeim var líka hún Gunnhildur.

Sunna Sigga á rauðum gæðing.
Reiðvegurinn á milli er víst alveg snilld að þeirra sögn og nú verð ég að fara að prófa færið en fyrst væri nú gott að pota skeifum undir klárana.

Ekki þótti nú klárunum þeirra neitt leiðinlegt að komast á grænt og sprella svolítið fyrir okkur áður en þeir gáfu sig allan í kroppið.

Glófaxi notaður sem barnastóll,Gígja á öðru ári og Glófaxi 3 vetra.

Í dag var ég mest bara að leika mér í bænum en ég fór með honum Glófaxa vini mínum og Sillu inní Víðidal til að smella af honum nokkrum myndum og vera viðstödd þegar að fékk sinn fyrsta byggingardóm.
Allt gekk þetta bráðvel og dómurunum leist bara vel á gripinn enda bráðhuggulegur foli þarna á ferð með einstakt geðslag.

11.05.2008 01:02

Skjóna og Hera kastaðar



Úpppppsss......ég sullaði niður!

Ég hélt að Hebbi væri að skrökva að mér í morgun þegar hann sagði að tvö folöld væru fædd.
Skjóna og Hera hafa átt sín tvö folöld með mjög stuttu millibili en líklega hefur hún Hera kastað á undan en það sýndist manni á folöldunum.
Því Skjónusonur var enn með hóf...... sem að er á neðaverðum hófnum til að verja fæðingarveginn fyrir hnjaski þegar að við komum niður á tún en Heru Skjóni var búinn að missa sitt hófskraut.

Hóf"skrautið" hans Skjónu Skjóna ?????

Ég stend alveg á gati hvað þetta heitir en hef séð þetta oft og nú óska ég eftir því að einhver af mínum dyggum lesendum hér setji það inn á commentið hér fyrir neðan(bara undir nafnleynd ef vill:) hvað þetta heitir???????

Heru-Hrókssonur Mynd Magga.

Þessi mynd er hreint augnakonfekt! Myndasmiður Magga.

Auðvitað drifum við okkur niður á tún til að kyngreina gripina og eftir miklar vangaveltur og myndatökur þá var hið sana komið í ljós,þetta voru tveir myndarlegir Hrókssynir.

Nú á eftir að skýra Skjónana en ég er öll í Goðanöfnum enda hæfir það vel við bæjarnafnið Ásgarð.

Nokkrar af hinum merunum eru farnar að stálma og er ég voðalega spennt að vita hvað Hróksonurinn litförótti kemur með undan Mön sem er líka litförótt.

Talandi um litförótt,hún Rjúpa mín er komin heim í smá pásu frá tamningum og var heldur betur kát að komast aftur til vina sinna í hólfið í dag.

Rjúpa búin að finna systur sína hana Væntingu.Mynd Magga.

Það gekk aldeilis vel með hana hjá Eygló og þegar að við sóttum hana inná Mánagrund um daginn þá var Eygló að koma á henni úr reiðtúr og fengum við að sjá hvað hryssan hefur bætt mikið jafnvægið með mann í hnakknum en nú er hún ekki lengur einsog hundur í sokkum hehehehehehe......

Hún er farin að stíga töltið á hægu og svo bregður hún fyrir sig fimmta gírnum (lulli:)og er hin þægasta innanum allan skarkalann og umferðina.Brokkið er víst alveg rosalegt og ekki ásetugott en mikil yfirferð á því og flott fótlyfta.Vonum að það mýkist með meiri tamningu.

Eygló vill fá hana aftur til sín og halda áfram með hana því hún finnur sitthvað spennandi í hryssunni.
Ég var bara montin með árangurinn hjá bæði Eygló og Rjúpu og ánægð með vinnubrögðin á henni.

Munið að setja inn hvað þetta hóf.....heitir sem að folöldin fæðast með en dettur svo af þegar að þau fara að þorna!!!!
Þartil næst,fariði vel með ykkur .

06.05.2008 18:05

Flekka borin....... heimalningum:(

Sauðburði að verða lokið á þessum bæ og komin 10 lömb í heiminn.Enn er von á fleirum samt sem áður en Hermína er einsog skrímsli í laginu en ekkert bólar á lömbunum hennar enn.
Ein kindin hjá okkur varð veik um daginn og hélt dýralæknirinn að hún hefði verið barin svona illa af annari kind en hún varð hölt og á endanum lagðist hún niður.
Henni voru gefnir sterar og sló það verulega á verkina en hún missti nú ekki matarlistina sem var í góðu lagi.
Svo í fyrri nótt þá loksins kom að því að hún færi að bera.
Fyrst kom lítill hrútur í heiminn ansi sprækur.

Hrússi litli karaður í bak og fyrir.
Svo kom stór dama sem var ekki alveg á því að lifa og var hún ekki með miklu lífsmarki og vildi ekki anda til að byrja með.

Mér leist ekkert á dömuna því hún var "löt" að draga andann og vildi ekkert gera nema liggja flöt og fjara út.

Ég útbjó grind til að lyfta kindinni upp svo hægt væri að koma henni aftur á lappirnar.

Hrússi litli var fljótur að koma sér á spenann og teigaði í sig broddinn á meðan mamman stóð upprétt og drakk og át.

Kindin var ekkert nema hamingjan með þetta allt saman og drakk og át hey og kumraði af og til ánægju kumri yfir afkvæmum sínum.

Í þessu var ég að brasa alla nóttina og það var ekki fyrren klukkan var að verða 06:00 um morguninn að ég gafst uppá að koma lífi í gimbrina útfrá sem var að kólna upp og vafði hana inní handklæði og fór með hana með mér heim.

Hún var sett upp við ofninn í eldhúsinu og sneri ég henni reglulega við svo hún hitnaði nú um allann kroppinn.

Útbjó svo lítið "fangelsi"við ofn í stofunni og ákvað það að nú væri ég búin að gera allt sem ég gæti og nú yrði sá uppi að ráða för.

Nú næsta morgun þá vaknaði Hebbi upp við jarm og trítl á parketinu í stofunni og var þá ekki daman vöknuð glor soltin!

Vel spræk og ákvað að lifa hún Lukka .
Einhvern veginn hafði henni tekist að brjóta sér leið úr aðhaldinu og var farin á flakk um allt.

Eftir volgann sopa af mjólk þá dreif ég mig með dömuna útí fjárhús svo hún gæti fengið mömmu sína aftur en er þá ekki kindin steindauð í stíunni!

Þannig að nú eru komnir tveir heimalningar í Ásgarðinn sem heita Lukka og Láki.

Spánska sporið hva.....Höfum það íslenska sporið .

Stóðhestafréttir eru þær helstar að hér er étið,leikið og sprellað þvílíkt enda vor í lofti.

Setti alla stóðtittina út með Hrók um daginn og nennti hann nú ekki að sprella mikið enda orðinn 10 vetra nú í vor og svoleiðis höfðingjar eru nú ekki að eyða orkunni í áflog heldur geyma sína krafta handa hryssunum í sumar.

Glófaxi og Heljar að tuskast.

Gefstu upp Pálmi?

Heljar Ögrasonur/Glampasonar.   Pálmi Silfrasonur.
Ég er með tvo titti heldur glannalega blésótta þá Heljar og Pálma og ég er ansi hrædd um að ég sé búin að týna eigandunum að þeim!
Deidre Pierce"ef þú lest þetta endilega hafðu þá samband við mig.
Eða ef einhver veit eitthvað um hana Deidrie þá endilega hafið samband við mig eða getur sagt mér hvað hægt sé að gera þegar að maður hreinlega týnir eiganda hrossa sem maður geymir.
Er búin að reyna að senda henni netpóst en fæ ekkert svar.

04.05.2008 00:02

Askur í sundi á Hólum!


Flugsyndur kappinn .

Askur er byrjaður í sundi á Hólum.
Ekki nóg með það þá er tamingarmaðurinn með honum í sundi líka en hann kallar ekki allt ömmu sína hann James Bóas sem skellti sér útí með klárnum og syntu þeir saman.James í blautbúning og Askur í sumargallanum enda var víst vel heitt í veðri í Skagafirðinum í dag.

James synti skriðsund á móti straumnum........

Askur fær mikið lof frá tamingarmanninum sem segir hann vilja allt fyrir sig gera.

Semsagt hann Askur Stígandasonur er orðinn vel reiðfær og það vantar ekki áfram viljann í klárinn sem sýnir bæði brokk og tölt,allt laust frá upphafi tamingar.

Það er gaman að fá hverja símhringinuna á fætur annari frá tamningarmanninum sem er í skýjunum í hvert sinn sem hann stígur úr hnakknum.

Nú er ekki um annað að ræða en að bruna norður sem allra fyrst og hafa með cameruna og mynda þá félaga saman.

En ekki fyrren allar kindurnar eru bornar og komnar útí grænann gróðurinn sem spýtist hér upp svo það liggur við að maður heyri bresti í grasinu.

Ekki verður leiðinlegt að fá rigningu með hlýindum sem hann spáir næstu dagana.

Ætli maður nái ekki að fyrna svolítið í ár af heyi og kemur það sér vel að eiga fyrningar fyrir innihrossin næsta vetur.

En er ekki best að láta myndirnar tala sínu máli sem sýna Ask og James í flottustu hestasundlaug sem ég hef séð útí hinni einu sönnu íslensku náttúru .

James og Askur að ræða saman um næstu sundtökin.

Frábær samvinna manns og hests.


Er maður ekki bara flottastur í náttúrulegri sundlaug !

Stelpur!
James er EKKI með kút og kork eða eitthvern torkennilegann hlut undir hendinni .Hnéhnéhné.......

01.05.2008 22:53

Kvennareið Mána og Karen kind borin

30 Apríl Miðvikudagur.

Kvennareið Mána var haldin í hávaðaroki en þessar hetjur dubbuðu sig bara upp og klæddust Lopapeysum og blésu bara á veðurguðina.
Ég ásamt mínu fylgdarliði hittumst fyrst heima í Ásgarði og fengum okkur fordrykk og aðeins meiri fordrykk og skáluðum óspart í Kampavíni fyrir fyrsta afkvæmi Dímonar Glampasonar sem fæddist hjá vinkonu minni og á meðan hinar sönnu hetjur riðu um Mánagrund og nágrenni með rykmökkinn í augum.

Nú við hinar með Kampavínsglampa í augum drifum okkur á Mánagrundina áður en hetjurnar sem fóru á hestbak næðu að þurrka rykið úr augunum til að sjá hverjar fóru í reiðina og hverjar ekki og festum okkur sæti og biðum spenntar eftir matnum.

Lambalærin flugu ofaní konurnar sem voru alveg glor....eftir reiðina og við hinar eftir allar glasalyfturnar sem voru alveg í vinkil og yfir hjá þeim allra hörðustu.

Tina Turner alveg í ham!

Skemmtiatriðin voru meiriháttar og sló hún Tina Turner ásamt fylgdardömum alveg í gegn og voru þær margklappaðar upp .
Set hér inn bunu af myndum frá kvöldinu og sendi svo þær allra bestu áfram inná Mani.is.

Skál fyrir fyrir nýja Dímonssyninum .

Skál í botn og ekkert glasabruðl Ransý"!

Ég er ekki tilbúin stelpur"!Ég má líka skála....ooooooo........!

Nú fatta ég hver þú ert! Alltaf með nýtt lúkk svo það er ekki bara (allt) Kampavínið sem er að rugla mig .

"Ransý mín á ég að setja teiknimynd á fyrir þig svo þú þagnir í smá stund?"Hnéhnéhnéhné...........

1 maí Fimmtudagur.

Vaknaði fyrst klukkan ríflega 8:00 í morgun og þarsem engar mjólkandi kýr eru á bænum þá lagðist ég bara aftur á koddann og svaf áfram.
Rumskaði svo eilítið ryðguð rétt fyrir hádegið og allt fór á fullt í Ásgarðinum.
Von var á Sigga og Sibbu sem ætlaði að vita hvort hún hefði nú ekki alveg rétt fyrir sér með hana Karen kind sem átti að fara að bera.
Hún átti tal í dag og Sibba sá það í nótt þegar að við vorum búnar að veltast inní fjárhús völtum fótum að huga að henni og taldi Sibba að hún Karen kind yrði léttari eftir fáeina tíma.

Siggi var afturámóti meira spenntur að fylla kerruna af trippum sem eiga að drekka rjómann í sumar sem rennur niður Borgfirskar hlíðar.
Hann tók í dag þrjú trippi sem öll áttu það sameiginlegt að vera með aðalitinn vindóttan með allskyns skrautmunstri og stjörnum.Gleymdi að nefna það að í gær þá tók hann Dímon og fór með hann austur en þar er hann að fara í sund.Mér skilst nú að klárinn sé hættur að nota kút og kork og sé flugsyndur eftir fyrri spretti vetrarins.Hvað skildi Siggi ætlast til að hann læri meira? Baksund væntanlega .


En hvað um það hún Karen kind var borin og þegar að ég sá þau þá hálfbrá mér því það voru þrjú lömb í stíunni?
Hermína var þarna enn með sína bumbu og alveg að springa og ekki var hún borin þannig að Karen kind gerði það heldur betur gott og kom með þrílembinga í ár .
Tvær gimbrar og einn hrút .
Nú það var ekki um annað að ræða en að skýra strax flekkóttu gimbrina og fékk hún nafnið..........

Sibba Gibba frá Ásgarði.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 313
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285545
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:43:05