Heimasíða Ásgarðs

15.07.2007 13:44

Heyskapur hafinn:) Meiðastaðir og Kothúsatún slegin.


Veðjar frá Ásgarði með vinkonu sinni Klökk í blíðunni.

Það er alveg brakandi þurrkur og jörð farin að skrælna hreinlega hér í Ásgarðinum.Folöldin blása út og leika sér í veðurblíðunni á milli þess sem þau fá sér volgann sopann úr mæðrum sínum og lúra svo í hitanum.
Við erum byrjuð á okkar heyskap og búin að slá Kothúsatúnið og Meiðastaðatúnin.Heyfengur verður greinilega góður í ár þrátt fyrir þessa þurrka sem ég ætla að leyfa mér að segja að geysi hér um.Maður kann nú varla að tala um svona veður sem er búið að vera hér í fleiri vikur en vinafólk okkar var hér um daginn og vorum við að tala um að loksins hafi ringt  en sögðum alltaf"loksins hætti að rigna í tvo daga! Ætluðum að reyna að segja að loksins hafi ringt í tvo daga hehehehehehehe...................

Týr Hróksson  Litlu-Lapparson að sperra sig í blíðunni.Til sölu sá sperrti.Fallegt svifbrokk og töltið laust.

Hér er búið að vera gestkvæmt með afbrigðum.Síðastliðinn Mánudag og Þriðjudag komu hingað milli 20-30 manns.3 dömur frá Sviss gistu hér í tjaldi fyrir utan og sváfu nú ekki mikið vegna þess að það kom aldrei myrkur? Svo voru fuglarnir að "ráðast" á tjaldið um morguninn???Kannski löbbuðu endurnar kvakandi framhjá hehehehehehe..............
En veðrið þótti þeim frábært en það var mun hlýrra hér og skemmtilegra veður en í Sviss þegar að þær fóru þaðan.
En þær skemmtu sér konunglega og skoðuðu hross og fleira og fóru svo af stað en þær ætla hringinn í kringum Íslandið.
Mona og Hekla komu líka að mynda og skoða hross.Gaman að fá þær í heimsókn og spjalla .
Magga og Inga kíktu hér líka en þær teljast nú varla til gesta enda heimalningar hér á bæ .
Siggi Dímonar og Sibba komu úr Borgarfirðinum með krílin sín 3 að skoða öll dýrin á bænum.Það var nú sko stuð hjá þeim litlu en ekki gaman hjá Sigga og Sibbu þegar að Blakkur (bíllinn) þeirra ákvað að læsa lyklana inni! Þetta er svo fínn og flottur bíll að ég bjóst bara næst við því að hann æki sjálfur á brott! Allur í tölvukerfi og flottheitum. Já"hann Black Beauty okkar kæmist nú ekki upp með neina svona stæla því honum yrði nú einfaldlega hótað að fara á næstu partasölu og í brotajárn!
En svona er nú gott að vera í Ásgarðinum að bílarnir læsa sér og verða staðir á hlaðinu hehehehehehehehe.............Ég skal sko alveg ættleiða hann Blakk þinn Siggi minn !

Tvistur og Sigrún. Tvistur er seldur/sold!

Sigrún,Gert og Ástrún komu frá Danmörkunni og er Sigrún alveg óð að fá að fara á hestbak og er búin að vera að vinna í honum Tvist okkar.Aumingja Tvistur skilur ekkert í mannfólkinu sem skreytir hann með allskonar búnaði,prílar á bak og lætur hann fara hring eftir hring með "þunga" byrði .Ætli það sé ekki löngu tímabært að hesturinn fari að vinna fyrir mat sínum en blessaður klárinn fer að renna út á tíma enda orðinn 8 vetra og rétt reiðfær í gerði.
Ef einhver hefur áhuga á að versla sér þennan klár þá endilega hafið samband í netfangið herbertp@simnet.is .Eða í síma 869-8192 Ransý
Hann er skeiðmegin í lífinu en töltir á hringnum.

Biskup fékk líka sína hreyfingu þó járnalaus væri enda betra að hafa hemil á honum án skeifna.Smá spotti gerði honum nú bara gott og vel var hann viðráðanlegur blessaður svona akfeitur og fínn hehehehehehehe...............
Hann er núna að passa nýju hryssurnar sem Sigrún var að versla sér og gerir það nú bara gott! Önnur er í hestlátum og hossar klárinn sér óspart á henni líkt og fullkominn stóðhestur væri en engin meðlög eða eftirmálar verða eftir það enda klárinn geltur á unga aldri.Sko minn dreng...................

Askur greyið er alveg miður sín yfir því að hafa verið tekinn frá hryssunum sínum! Segist vel geta gert það sem ætlast var til  af honum!!! Kannski var ég of fljót á mér að dæma hann of kjarklausann í verkefnið en hann var svo vægur og alltof dannaður við hryssurnar sínar sem ég setti hann í.
Hann er búinn að gráta yfir girðinguna og sýna allt sitt stolt og gera allar hundakúnstir sem ég vil fá að sjá hjá hesti sem á að sinna sínu stóði.Merkir með taðhrúgum og sprænir í allar áttir .Þykist vera algjör tappi en hvað skeður ef hann fengi að fara aftur í hryssu?
Verð ég ekki að finna eina geðgóða þæga handa honum að æfa sig á????
Farin út í heyskapinn  elskurnar mínar!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 312722
Samtals gestir: 36898
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:19:10