Heimasíða Ásgarðs |
||
Blog records: 2016 N/A Blog|Month_1130.11.2016 12:35Fréttir úr hænsnakofanum ÁsgarðiHitti Fröken Killer í dag í gegninum mínum og átti hún ekki til orð yfir ósköpunum sem dynja yfir kynsystur hennar og frænkur. Killer spurði mig hvað yrði gert við öll brúneggin sem færu ekki í búðirnar? En hvað verður gert við allar brúnhænurnar spurði hún og saug uppí nefið/gogginn og horfði upp til mín. Það var fátt um svör hjá mér,hvað átti ég að segja við þesssa litlu saklausu brúnhænu sem varla skilar eggi hér en skilar bara öðru í staðinn einsog skemmilegum samræðum. Heyrðu Killer mín,ég held að haninn úti hafi fundið eitthvað gómsætt útá haug og hann er alveg ábyggilega að kalla akkúrat nafnið þitt núna! Killer þaut út um leið með stélið sperrt en einn unghaninn hann Aðalsteinn hefur verið að stíga í vænginn við hana síðustu dagana og hún afar spennt fyrir honum þó hún vilji ekki beint viðurkenna það. Written by Ransý 21.11.2016 12:28Girðingarvinna í blíðviðri Kindurnar og lömbin una sér vel á haustbeitinni,Garðskagaviti í baksýn. Upp og út að vinna,girtum af túnið sem við unnum í vor en merarnar eru að hreinsa upp það sem kindurnar skildu eftir og var óslegið.Vonumst til að geta klárað að vinna þann hluta næsta vor og svo fá merarnar ekki að fara aftur inná tún,þær eiga það til á vissum árstíma að grafa holur og skemma þegar að gróðurinn er að lifna við eldsnemma vors.
Veðrið var frábært,logn og sól og við unnum alveg frammí myrkur við að
pota niður staurum og setja upp þráðinn,náðum að klára og opna aftur
niður á tún. Útí kanínuhús að fóðra nínurnar sem blása út af bygginu og höfrunum sem þær fá með heyinu.
Gimbrarnar eru að róast og 2 farnar að koma og borða brauð úr hendi en
það er hún Lilla litla Höfðingjadóttir sem varð útundan en annar speninn
á mömmunni eyðilagðist. Vorum komin heim fyrir fréttir og ég tók smá húsmóður sveiflu og bakaði jólaköku í brauðvélinni,Roomba ryksugaði á meðan ég braut saman þvott,setti í þvottavél og hengdi svo upp.Tók wc-ið og þreif hátt og lágt,nennti ekki að þurrka af enda sé ég ekkert af viti á kvöldin í þessu myrkri. Talandi um myrkur,keyptum meira af þessum yndislegu perum sem lyfta manni upp í skammdeginu! Written by Ransý 20.11.2016 12:21Tókum gimbrarnar undan Mjölnir með Mjólkurhyrnu móður sinni í September Jæja,fórum í að aðskilja gimbrarnar frá mæðrum sínum og settum mömmurnar útí rúllu. Gáfum merunum og folöldunum líka rúllu og einnig fengu stóðhestarnir Hrókur og Náttfari sína rúllu. Written by Ransý
|
Um mig Name: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Cell phone: 869-8192Email: ransy66@gmail.comBirthday: 25 JúlíAddress: ÁsgarðiLocation: 250 GarðiPhone: 422-7363Alternative website: http://www.123.is/kaninur/About: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bank account number: 0157-05-400339Links
Archive
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel