Heimasíða Ásgarðs

"Ekki smíðast hestskónagli í einu höggi"

02.02.2020 20:52

Nýtt og spennandi blogg

Mér er að takast að læra á nýju heimasíðuna mína og ef ykkur langar til að fylgjast með þá er ég hægt og rólega að færa upplýsingar og gömul blogg af þessari og yfir á þá nýju.
Þarna er ég búin að setja upp dálka fyrir kindur,hesta og fuglana ásamt þeim mat sem við erum að búa til handa okkur hér í sveitnni.
Þetta tekur svolítinn tíma en góðir hlutir gerast hægt sagði einhver :) !

                                       Bloggið mitt sjálfsþurftar búskapur

25.12.2019 18:29

Gleðileg jól


Tvíreykt hangilæri frá Skiphólsbændum
Það er aldeilis að tíminn flýgur,komin jól og haustverkunum nánast lokið.
Enn er verið að reykja bjúgu,hangirúllur,læri og bóga í nýja reykkofanum hér á bæ.
Þetta er samstarfs verkefni þriggja bæja,Ásgarðs,Hólabrekku og Skiphóls.
Reyndar er Skiphóllinn einnig með sinn eigin reykkofa þannig að hér er mikið reykt.

Ég nældi mér í flensu stuttu fyrir jólin,kvefpest sem var við það að enda sem lungnabólga en ég á svo yndislegann lækni sem að skrifaði uppá fyrir mig sterkt pensillin sem ég má leysa út ef ég er að fá lungnabólgu.
Fjórum dögum fyrir jól fann ég að varð að láta leysa út fyrir mig pensillínið góða sem eru 3 rótsterkar töflur.Auðvitað svínvirkaði það og ég komst til RVK á Þorlák með Hebba mínum til að versla inn gjafir,mat og kíkja á Þóru og Kalla.
Það er alltaf svo mikill jólafílingur að kíkja á þau og spjalla yfir drykk og góðgerðum.
Þessi jól voru fín þó ég hafi verið hálf orkulaus en ég komst í föt og eldaði aligæs með alles en krakkarnir komu frá Skiphól og Krissan mín aðstoðaði mig við restina á eldamennskunni.
Eftir matinn er hefð að ganga frá í eldhúsinu og lesa síðan á jólakortin en Krissa hefur lesið þau hin síðari ár.
Núna brá svo við að aðeins eitt jólakort kom en flestir eru farnir að senda sínar kveðjur á internetinu.
Takk fyrir jólakortið Magga mín,góðar kveðjur tilbaka.
Síðan voru opnaðar jólagjafir sem vöktu mikla lukku eins og endranær.
Næst horfðum við saman á skemmtilega grínmynd og fengum okkur ís.
Hebbi hafði keypt vinettuna (ísterta) góðu og hér var líka tobleron ís sem að Siggi besti frændi ásamt sonum kom óvænt með um daginn!
Ísinn frá frænda sló rækilega í gegn hjá okkur öllum og nú þarf ég að suða út uppskriftina af þessum yndislega ís.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir það gamla elskurnar mínar.
Knús og kossar frá okkur í Ásgarðinum.13.10.2019 16:29

Framtíð frá Ásgarði til sölu SELD/SOLD

 
SELD/SOLD

IS2017225860 Framtíð frá Ásgarði

Fleiri myndir af Framtíð í albúmi/More pictures click HÉR

08.03.2019 18:32

Tók hressilega til á síðunni

Það kom að því að ég tók til og henti út þeim síðum sem eru löngu útrunnar eða ekki búnar að vera virkar svo árum skiptir.
Það væri gaman að fá inn linka að síðum sem eru virkar svo ég geti sett hér inn.
Það frískar verulega uppá síðuna hjá mér en ég var farin að sakna þess að vafra hér á milli heimasíða og skoða hvað þið hin eruð að bardúsa.
Endilega hendið á mig pósti eða skilaboðum ef þið viljið að ég setji inn heimasíðurnar ykkar elskurnar mínar.

20.07.2018 22:53

Sumar
Sæl og blessuð öllsömul.
Ég hef ekki bloggað hér inn í óratíma og stæðsta ástæðan er bloggleti minni um að kenna.
Það tekur hreinlega alltof langann tíma að koma myndum hingað inn og síðan er svo hæg að ég er að hugsa um að skipta um síðu og útbúa nýja síðu.
Er að prófa þessa síðu hér fyrir neðan þessa dagana ef þið viljið kíkja þar inn elskurnar mínar.22.02.2017 23:03

Súrdeigs dellan mikla


Brauðkind
Nú er enn ein dellan búin að grípa mig og það er súrdeigsbrauðgerðar dellan.
Ég fékk súrdeigsmóður hjá góðri konu og í gær eignaðist ég keramik disk sem er í raun pizzasteinn en með honum fylgdi pizzahnífur og risastór spaði sem mér datt í hug að væri frekar til að rasskella óþekka krakka eða einhvern sem óþekkur er.

Nú ég smellti mér í gær í undirbúninginn og með hjálp you tube og Kitchen Aid hrærivélinni minni varð til þetta flotta brauðdeig sem lyfti sér með látum.
Svo var næst að slá það saman aftur og láta það hefa sig á hlýjum og góðum stað yfir nótt.Setja plast fyrir skálina svo að deigið tapaði nú ekki rakanum.
Þetta gerði ég svo samviskusamlega að aumingjans brauðdeigið leit út eins og það hefði lent í stórátökum við plastið um nóttina (sem það gerði reyndar) og var það eins og fangi í spennutreyju.

Nú ég bar mig bara vel og hélt áfram með þessa deigklessu mína og var nú að reyna að biðja hana afsökunar á þessum mistökum mínum í von um að deigið myndi sína smá líf.

Allt kom fyrir ekki en inn fór klessan á nýja fína pizzasteininn og ég krossaði putta og eftir 30 mínútur kom ilmandi brauðið útúr ofninum.
Það leit út fyrir að vera afkvæmi einhvers sem hefði átt að verða pizzubotn og brauðhleifs,semsagt mitt á milli,hálfgerður brauð bastarður.

En ilmurinn af þessu var góður og mjög stökk skorpa þannig að eitthvað tókst!

Svo kom að því að skera pizzubotnahleifinn en líklega hefði vélsög gagnast betur við verkið í stað brauðhnífsins.
Ekki tók betra við þegar að tyggja átti herlegheitin.
Við hjónin þjösnuðumst við að tyggja og gátum ekki talað neitt við hvort annað á meðan.
Stökkt að utan og seigt að innan.
Þetta var sannkallað haltukjaftibrauð og við erum enn ekki farin að geta talað saman fyrir harðsperrum í kjálkunum.

Framhald á morgun í súrdeigsbakstrinum því ég gefst ekki svona auðveldlega upp sko!

20.02.2017 22:23

Fjárhús partý hjá kindunumHebbi minn var ekkert glaður maður í dag þegar að hann kom í fjárhúsið.
Við sem skildum svo fallega við allt í gær og allt var svo fínt og ný ilmandi rúlluð opnuð og svo bara var partý í alla nótt!

Það gleymdist að loka einu hliði og þær voru ekki lengi að átta sig á því kindurnar og streymdu þær frammá gang og dönsuðu stríðsdans í kringum rúlluna,tættu hana niður og skitu og migu í hana.
Trilluðu sér svo inn allan gang og skitu meira og lögðu sig og voru svo ekkert nema brosið og ropið þegar að kallinn kom í fjárhúsið að gæta að þeim.

Ekki nóg með það þá voru þær búnar að rífa niður kaðla og dót og dreifa um allt og skoða allt sem nef þeirra náði í dæssssssssss..................

Þetta er ekki í fyrsta og líklega síðasta skiptið sem þetta gerist.

Jæja,ég þreif og tók til eftir þær og kallinn gaf út tvær rúllur í kindahólfið og svo gáfum við útiganginum líka.

Allir sáttir og sælir og við komumst heim á skikkanlegum tíma í fréttir og mat þrátt fyrir ævintýri dagsins í fjárhúsinu.

Öll hin dýrin á bænum voru til fyrirmyndar...............skrans...............!

Nei nei nei hvaða vitleysa!


Englavængur

Endurnar voru reyndar líka með óþekkt,þær hafa verið að koma inn síðustu 3 daga haltrandi og með siginn rass og ekki borðað neitt voðalega vel fóðurskammtinn sinn.
Ein kellan lét bera sig inn og það munaði litlu að það þyrfti að bera hana út líka á morgnana.Svo allt í einu kveiknaði á perunni hjá kallinum,hann strunsaði útí gerðið þarsem aligæsirnar fá sitt daglega brauð og viti menn!
Endurnar voru búnar að átta sig á leiðinni þangað og átu á sig gat og sér til óbóta.
Þær þola illa mikið brauð og þá sérstaklega Pekin endurnar en þær virðast verða haltar og skakkar af of miklu brauðáti blessaðar.


19.02.2017 21:58

Bjúgna og pylsugerð


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

17 og 18 Febrúar

Það var aldeilis gorgeir í mér og dóttlu í gær en við ætluðu

m sko að renna 130 kílóum af tilbúnu bjúgnahakki í gegnum Hobartinn á núll einni en þegar að 3 klukkutímar voru komnir og við búnar að gera 100 bjúgu þá fór mér að sortna fyrir augum og verða flökurt.
 Við gleymdum að stoppa í látunum og fá okkur að borða og drekka.
Við skelltum í okkur sviðasultu og sólberj
adrykk og vola,tvíelfdar!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Riddaraliðið mætt með bros á vör.

Ég ákvað samt að kalla á riddaraliðið og örfáum mínútum síðar birtust vinir okkar af næsta bæ boðin og búin að aðstoða og kæróinn hennar dóttlu ásamt börnunum sem létu sitt ekki eftir liggja í bjúgna og pylsugerðinni.
Hebbi minn sem átti nú að fá að hvíla sig enda mikið búið að mæða á kallinum skellti sér líka í eldhúsið og þá komust ekki mikið fleiri þar inn en margar hendur unnu létt verk.


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Krissan mín og kæróinn hennar.


Ungur nemur gamall temur.

En svo smátt og smátt duttu krakkarnir út og steinsofnuðu blessuð enda ekki á hverjum degi sem þau lenda í svona ævintýri að gera bjúgu og pylsur.


Pylsugerðin spennandi!

Ég frétti það í dag að þeim hlakkaði mikið til þegar að næsti hestur í Ásgarði dytti niður dauður!
Tek það fram að þessi fékk hjálp við það lol!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Smá grín í gangi með stóra "bjúgað"!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Dóttlan með fyrstu heimagerðu pylsuna sína.

Við fullorðna fólkið héldum áfram fram á rauða nótt og kláruðum verkið.
Bjúgun fóru svo öll í reyk í dag og verða reykt næstu daga og svo verður eitt tekið heim og prófað og í framhaldinu ákveðið hvort reykja eigi lengur.
Svo er það bara að vacumpakka þeim og ofaní kistu.

Dagurinn í dag fór í að þrífa almennilega eldhúsið og skúra gólf og skrúbba allt hátt og lágt.
Nágranna konan kom yfir og við umpottuðum á blómum enda vorið að banka á dyrnar þrátt fyrir að miður Febrúar sé.
Eldaði og bakaði eina eplaköku og ætla að þeyta rjóma og setja aukreitis jarðaber oná,við eigum smá dekur skilið eftir þetta hörkupúl allt saman!
Takk alveg endalaust öll sem komuð og hjálpuðu okkur í gær/nótt !

07.12.2016 15:47

Steypuvinna og slagsmál

Nóg að gera í sveitinni,ég sá um allar skepnur í dag en kallinn var í steypuvinnu hjá góðum granna.

Mjölnir lambhrúturinn sem ég hef haft áhyggjur af eftir slagsmál við Svan og svo var Skúmur að herja á hann líka varð heldur betur montinn í dag þegar að ég hleypti inn öllum kindunum 23 og beinustu leið inní krónna hjá honum.

Sá hrökk í gang,hann hentist á eftir dömunum og skoðaði í krók og kima og þreifaði fyrir sér í kvennamálunum og meira að segja prófaði að skreppa á bak við lítinn fögnuð þeirra.

Hann hefur ekki viljað skoða neinar dömur í gegnum grindurnar þegar að honum hefur verið hleypt fram á gang og hefur haldið sig til hlés.

Mér leist satt að segja ekkert á hann og taldi að hann hefði laskast í hálslið en hann hefur hegðað sér sérkennilega þartil í dag.

Jæja,hann er þá í lagi blessaður og kemur til með að virka eftir helgina en þá er kominn tími á dömurnar að fá hrút.

 

Hænur og endur fengu furuflís undir sig og hálm,einnig gimbrarnar og hrútanir hver í sína stíu.Allir fengu matinn sinn og drykkinn sinn og ég var búin að öllu um sexleytið.

Kíkti á steypukallana en þeir voru búnir að vera í einhverju brasi og var þetta tóm steypa hjá þeim og vesen.

Ég hentist heim að elda oní þá kindabjúgu með alles + sviðasulta á kantinum og grjóni í sparifötum með rjóma takið eftir í eftirrétt.

Þeir komu svo inn í mat um níuleytið í kvöld alsælir búnir að hræra nokkrar hrærur og allt gekk vel.

Ætla að setja inn myndband af aliöndunum þramma inn í kvöld en mér rétt tókst að furuflísa undir þær og gefa korn í dallana áður en þær komu inn rétt fyrir myrkur einsog þær ávallt gera þessar elskur :)

30.11.2016 12:35

Fréttir úr hænsnakofanum Ásgarði


Hitti Fröken Killer í dag í gegninum mínum og átti hún ekki til orð yfir ósköpunum sem dynja yfir kynsystur hennar og frænkur.

Killer spurði mig hvað yrði gert við öll brúneggin sem færu ekki í búðirnar?
Ég sagði við hana að vonandi fengju þau að fara inná heimili þar sem þeirra væri þörf því ekkert væri að eggjunum.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna gefa þau frá sér í stað þess að farga þeim.
Það fannst Killer sniðug lausn.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna jafnvel líða betur í hjartanu ef þeir gerðu það.
Killer elti mig á röndum á meðan ég vatnaði,gaf fóður í dallana og bar sag gólfið.
Eitthvað brann á gogginum á þessari litlu brúnhænu sem hingað kom eftir mikið blaðaumtal en hún fékk aðeins að kenna á því á forsíðu DV en er nú búin að jafna sig á öllu ljótum kommentunum sem hún fékk.

En hvað verður gert við allar brúnhænurnar spurði hún og saug uppí nefið/gogginn og horfði upp til mín.

Það var fátt um svör hjá mér,hvað átti ég að segja við þesssa litlu saklausu brúnhænu sem varla skilar eggi hér en skilar bara öðru í staðinn einsog skemmilegum samræðum.

Heyrðu Killer mín,ég held að haninn úti hafi fundið eitthvað gómsætt útá haug og hann er alveg ábyggilega að kalla akkúrat nafnið þitt núna!

Killer þaut út um leið með stélið sperrt en einn unghaninn hann Aðalsteinn hefur verið að stíga í vænginn við hana síðustu dagana og hún afar spennt fyrir honum þó hún vilji ekki beint viðurkenna það.

21.11.2016 12:28

Girðingarvinna í blíðviðri


Kindurnar og lömbin una sér vel á haustbeitinni,Garðskagaviti í baksýn.

Upp og út að vinna,girtum af túnið sem við unnum í vor en merarnar eru að hreinsa upp það sem kindurnar skildu eftir og var óslegið.Vonumst til að geta klárað að vinna þann hluta næsta vor og svo fá merarnar ekki að fara aftur inná tún,þær eiga það til á vissum árstíma að grafa holur og skemma þegar að gróðurinn er að lifna við eldsnemma vors.

Veðrið var frábært,logn og sól og við unnum alveg frammí myrkur við að pota niður staurum og setja upp þráðinn,náðum að klára og opna aftur niður á tún.
Meranar átta sig á þessu þegar þær rölta aftur niður úr í björtu.

Útí kanínuhús að fóðra nínurnar sem blása út af bygginu og höfrunum sem þær fá með heyinu.
Hænurnar,aligæsirnar og aliendurnar fá líka korn og eru afar glaðar með það þó aligæsunum finnist gott að fá brauð með líka.
Þær eru hrifnar af brauðmeti en allsekki snúðum eða öðru sykurjukki.

Gimbrarnar eru að róast og 2 farnar að koma og borða brauð úr hendi en það er hún Lilla litla Höfðingjadóttir sem varð útundan en annar speninn á mömmunni eyðilagðist.
Hin sem er ansi frökk og étur brauð hjá mér er hinsvegar stærsta gimbrin í húsinu en það er hún Baugalín Kornelíusardóttir.
Semsagt minnsta og stærsta gimbrin eru orðnar brauðspakar á öðrum degi í dekrinu
Þetta lofar góð eða...........!

Vorum komin heim fyrir fréttir og ég tók smá húsmóður sveiflu og bakaði jólaköku í brauðvélinni,Roomba ryksugaði á meðan ég braut saman þvott,setti í þvottavél og hengdi svo upp.Tók wc-ið og þreif hátt og lágt,nennti ekki að þurrka af enda sé ég ekkert af viti á kvöldin í þessu myrkri.

Talandi um myrkur,keyptum meira af þessum yndislegu perum sem lyfta manni upp í skammdeginu!
Ég er ekki frá því að ég sé bara miklu aktívari núna en við erum að verða komin með þessar perur á flesta staði og í fyrra voru settar ansi margar upp í kanínusalnum og fjárhúsinu og það er allt annað að vinna þar núna.


20.11.2016 12:21

Tókum gimbrarnar undan


Mjölnir með Mjólkurhyrnu móður sinni í September

Jæja,fórum í að aðskilja gimbrarnar frá mæðrum sínum og settum mömmurnar útí rúllu.
Sumar eru enn að mjólka og eftir smá stund þá fóru kindurnar að týnast úr rúllunni og jarma á hurðinni og nokkrar af gimbrunum inni fóru að hágráta.
Lambhrútarnir þeim Svanur,Skúmur og Mjölnir eru farnir að tuskast ansi mikið og slást og um daginn fékk Mjölnir blóðnasir en það lagaðist svo.
Í fyrradag þurfti að taka hann frá en hann var hálf vankaður blessaður og greinilega með hausverk,lagðist niður og var slappur en í dag var hann orðinn góður.

Gáfum merunum og folöldunum líka rúllu og einnig fengu stóðhestarnir Hrókur og Náttfari sína rúllu.
Enn er auð jörð og næg beit með og veðrið alveg dásamlegt.


  • 1

Vafraðu um

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339
clockhere

Tenglar

Fána teljari

free counters
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 3169696
Samtals gestir: 542445
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 02:25:20