Heimasíða Ásgarðs

30.05.2009 02:51

Ungfolar í framboði

Af og til detta inn hjá mér spennandi folar í öllum litum,lögum,stærðum og ættum sem vilja fá að kynnast feitum,stórum,barmmiklum merum í sumar.

Hér er einn virkilega spennandi en  það er hann IS2005181385 Hvessir frá Ásbrú.

Hvessir að hvessa augun á eitthvað spennandi:)

Toppættaður foli með blöbb uppá 127 hvorki meira né minna fyrir þá sem spá í það.
Ættin er ekkert slor það skal ég sko ykkur segja.............:)

Held að flestir þekki bæði föður og móður en það eru þau hjónakornin ( eru reyndar skilin að haga og bás:)
Samba frá Miðsitju og Þóróddur frá Þóroddstöðum.

Hann verður til afnota í sumar í Áskoti Rangárvallarsýslu.

Upplýsingar fáið þið hjá þessum geysihressu drengjum:
892-1606 Vilberg Skúlason
865-6356 Jakob Þórarinsson
Og verið ekki feimin við að spurja þá úr spjörunum um folann fagra.

Annar foli datt hér inn að leita sér að dömum og gistingu í staðinn fyrir sína þjónustu.

Hann er í eigu Páls Imslands sem er mikill litaspekúlant og þá sérstaklega varðandi litförótta litinn sem er í mikilli útrýmingarhættu.

Haddur folald sumarið 2007.

Folinn heitir Haddur og er frá Bár og er dökkhærður með strípur í hárinu og reyndar um allan skrokkinn hluta úr árinu:)

Semsagt brúnlitföróttur og afar faxprúður foli.

Kátur og kraftmikill.

Hér er ættin að honum:

Haddur frá Bár f. 23. 06. 2007 brúnlitföróttur

Faðir: Flygill frá Horni 2003 móálóttur
FF: Aron frá Strandarhöfði 1998 móbrúnn
FFF: Óður frá Brún 1989 bleikálótur
FFM: Yrsa frá Skjálg 1992 rauð
FM: Flauta frá Miðsitju 1995 móálótt
FMF: Spuni frá Miðsitju 1992 móálóttur Ófeigssonur
FMM: Frostrós frá Sólheimum 1982 rauð hrímblesótt
Mó>ir: Aska (001) frá Búðarhóli 1990 móálótt litförótt
MF: Litfari frá Helgadal 1985 rauðlitföróttur
MFF: Þáttur 772 frá Kirkjubæ 1967 rauðblesóttur
MFM: Dögg 4636 frá Blönduósi 1972 brúnskjótt litförótt
MM: Klukka frá Búðarhóli 1984 bleikálótt skjótt
MMF: Ófeigur 882 frá Flugumýri 1974 bleikálóttur
MMM: Hatta frá Vestra-Fíflholti

Haust 2008.

Ég get ekki annað en mælt með þessum fola í ræktun því hann er bæði þroskamikill og laglegur ásamt því að vera undan góðri og taugasterkri hryssu.Sú hryssa bjó yfir góður brokki og tölti ásamt ágætum vilja.

Nú faðirinn er Flygill frá Horni Aronssonur er flestum kunnugur og þarf vart að kynna hann hér nánar.

En fyrir áhugasama þá fór hann í dóm 28 maí 2009, og hlaut þar jafnan og góðan dóm. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,25, sem byggist á sköpulagsdómi upp á 8,26 og hæfileikadómi upp á 8,24. Þrjár níur hlaut hann: fyrir tölt, prúðleika og vilja og geðslag. 8,5 hlaut hann svo fyrir hófa, fótagerð, samræmi, fegurð í reið og háls, herðar og bóga.


Litförótt erfist samkvæmt ríkjandi erfðalögmáli sem þýðir að á móti hryssum sem ekki eru litföróttar eru í hverju einstöku tilviki helmings líkur á því að folaldið verð litförótt.
Litförótt erfist óháð grunnlitnum og getur komið fyrir með öllum grunnlitum í íslenska hrossastofninum.
Þannig að þið sem takið Hadd megið eiga von á litföróttum folöldum sem seljast einsog heitar lummur,reyndar voðalega mikið til útlanda en einnig er góður markaður fyrir þau innanlands.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða honum Hadd beit í skiptum fyrir þjónustu hans við hryssur í sumar endilega hafið samband við hann Pál vin minn í netfangið pimsland@islandia.is

Þið komið ekki að tómum kofanum hjá honum varðandi liti og annað skemmtilegt því tengdu:)
Hér er Flickrið hennar Freyju Imsland og þar eru fullt af skemmtilegum og flottum myndum af folanum og einnig af móður hans.


Minn eiginn stóðhestur Hrókur frá Gíslabæ verður til afnota í hér í Ásgarðinum og eru 3 laus pláss undir hann í sumar.

Hann fer í sínar hryssur þann 8 Júní og það er ekkert mál að bæta við í hólfið hans því hann tekur því afskaplega vel að fá nýjar kærustur til sín svona aukalega eftir að hann er kominn í stóðið sitt.
Hann er með afbrigðum taugasterkur og geðprúður klárhestur með tölti.
Líkelga er nú eitthvað skeið einhverstaðar undir niðri því hann gefur yfirleitt fimmgangsafkvæmi með fimmta gírnum svona bakatil ef einhver hefði áhuga á að nota hann.
Flest afkæmi hans sýna tölt og skeið til að byrja með en færa sig svo yfir í svífandi brokk með miklum fótaburði og mikilli yfirferð.

En töltið í afkvæmunum ef laflaust og gott að sækja það og viljinn er stígandi og oft bara einsog hver knapi kýs.

Frekari upplýsingar um Hrók í netfanginu ransy66@gmail.com

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299272
Samtals gestir: 34502
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 13:38:54