Heimasíða Ásgarðs

08.11.2015 21:43

Ásetningarnir sprautaðir með þrívirka bóluefninu


Kolla Krákudóttir
Kölluðum kindurnar heim úr haganum og opnuðum hliðið og yfir veginn streymdu þær og á eftir kellingunni með brauðið og inn í fjárhúsið þarsem meira brauð beið þeirra í garðanum.

Það er voðalega þægilegt að eiga svona brauðkindur sem að er hægt að stýra fram og tilbaka með góðgæti í poka eða fötu.
En eitt er ég búin að læra að það má aldrei svíkja þær eða plata því þær muna það næst eða þarnæst.
Gegna ekki eins vel og geta verið með vesen.

En þegar inn var komið og þær búnar að úða í sig góðgerðunum og tuggunni þá tók ég frá ásetningsgimbrarnar og sprautaði með þrívirka bóluefninu.
Ein lítil gimbur var þarna sem ég var að furða mig á en hún var ekki skráð í Fjárvís sem ásetningur.
Því hringdi ég í vinkonu sem var við tölvu og gat frætt mig á því hvaða gimbur nr 118 væri en það er þrílembingsgimbur sem missti móður sína snemma en naut mjólkur í einhverntíma ásamt systrum sínum.
Blúnda móðir þeirra systra fór í afveltu í vor og skildi eftir sig 3 litlar dömur sem ekkert var hægt að tjónka við með pela þannig að ég bara setti þær aftur út uppá von og óvon.
Svo fóru þær niður á tún með öllum kindunum og lömbunum og svo bara týndust þær í fjöldanum en þær þroskuðust  bara ágætlega og ekkert mikið síður en hin lömbin sem höfðu mæður sínar.

Þessi þrílembings gimbur var svo hnellin þó lítil væri í haust að ég kippti henni með að gamni í dóm og stigaðist hún alveg ágætlega miðað við sína móðurlausu ævi.

Hún heitir Vala og er undan Blúndu (Bondínudóttur) og Fána (Borðasyni).
Svona stigaðist sú stutta: Þungi 33 óm 25 ómfita 2,2 lögun 2.5 h+h 8.0 læri 16.5 ull 7.5 = 32 stig.

Sumir hefðu nú ekki birt þennan dóm en ég er montin með þá stuttu og set hana á í vetur og skoða hana næsta haust varðandi framhaldið en nú veltur allt á að fóðra hana vel.
Það er eitthvað sem kítlar við að setja þessa á þó smá sé,einhver hvíslaði yfir öxlina á mér að gefa henni séns.

Ég á alveg eftir að setja svo inn blogg með hinum ásetnings gimbrunum sem eru með fína dóma en ég er alveg að verða komin þangað sem ég vil með tölurnar.
Meira um það seinna.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297391
Samtals gestir: 34242
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:47:37