Heimasíða Ásgarðs

26.09.2013 23:34

Tiltektardagur hjá frúnni í brúnni


Roomba að störfum
Alveg dásamlegur dagur að kveldi kominn og konan lúin og næstum búin eftir daginn.
Byrjaði á kaffisopa og smá rölti um netið einsog vanalega.
Næst var að skella sér í sturtu og svo var Buslu gömlu skellt á eftir í sturtu og nú vorum við vinkonurnar orðnar alveg ilmandi og fínar og tilbúnar inní daginn.
Hún Busla mín hætti nefnilega við að deyja um daginn og er bara orðin svo hress og kát þessi elska.
Meira að segja nöglin sem ég klippti til blóðs er orðin góð og tíkin farin að nota fótinn sinn aftur:)

Næst var húsið mitt tekið í gegn en hún rúmba vinkona mín er komin heim aftur úr viðgerð og sveif hún hér yfir gólfin malandi ánægð að vera komin aftur í vinnu og sogaði uppí sig ryki,sandi og drullu af mestum móð.
Til að létta henni verkið og ofgera henni ekki þessari elsku þá réðist ég með hinni ryksugunni á undan enda kofinn algerlega á hvolfi og ekki sjón að sjá hann enda erum við búin að vera að gera allt allt annað en að þrífa undanfarið.

Þegar að við Rúmba vorum búnar að ryksjúga þá vorum gólfin þrifin og skúrað útúr dyrum.
Og til að reka endahnútinn á þetta þá gerði ég það sem ég mest hata en það er að þurrka af,þoli það bara ekki enda sér sést það oft langar leiðir að ég er ekki þessi tuskuóða á þessum bæ.

Nú var komið að því að lækka niður í græjunum en ég reyndi að blasta rykinu út en minnsta kosti eru hátalarnir ryklausir eftir daginn og næst var að steikja hammara ofaní glorhungraðann bónda minn sem var búinn að taka heilmikið til útí húsum og gera fínt fyrir komandi slátrun en það fer að styttast í að lömbin fari sína leið ásamt tveimur fullorðnum.

Ekki var ég hætt að þrífa og eftir kvöldmatinn fórum við útí dýrahúsin og þreif ég öll kanínubúrin hjá nínunum og gerði fínt hjá þeim og gaf bygg og vel af heyi.Sópaði svo alla gangana og var bara nokkuð sátt eftir dagsverkið.
Setti upp tvo gotkassa en síðustu læðurnar eru að fara að gjóta eftir 2 daga.

Heim aftur og blandaði í freyðibað og fékk mér glás af soðnum Kornhænueggjum með kallinum og svo er að kveikja á kertum og fá sér rautt á kantinn og láta sig síga ofaní sjóheitt baðið.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 348
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 300370
Samtals gestir: 34735
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 23:55:47