Heimasíða Ásgarðs

22.07.2012 22:58

Rignir og grænkar og seinna vorið mætt:)


Elding Hróksdóttir og Von Ögradóttir rennblautar.

Hér fór loksins að rigna fyrir alvöru með stóru lægðinni spáð var en hún klikkaði á vindinum en það rigndi alveg heilann helling.

Hér voru pollar útí móum og gult grasið lifnar við og grænkar með látum.

Okkur líður núna einsog vorið sé að koma í annað sinn og erum spennt að sjá hvernig allt grænkar og lagast eftir skelfilega þurrka í sumar.


Röskva og Sjöfn Astródætur.

Girðingarvinna hefur verið erfið því að sandurinn rennur viðstöðulaust ofaní holur sem búið er að gera fyrir þá.

En núna eftir að blotnaði aftur í jörðinni þá ætti að vera hægt að halda áfram að pota niður staurum en við erum að yfirfara allar girðingar hér.



Við seldum "óvart" hana Sjöfn Astródóttur en hún var nú ekki á söluskrá blessunin.

Hún átti nú að vera hér um ókomin ár en þegar að svona gott boð býðst í grip þá getur maður ekki hafnað því.

En hún fer nú ekki langt og er seld innanland sem er nú frekar sjaldgæft hjá okkur.

Hún er gríðarlega stór einsog svo mörg Astróbörn eru og liturinn er ekki til að skemma fyrir:)


Busla fór líka í gönguferð útí heiði:)

Við fórum í dag í rigningargöngu útí heiði að athuga með gróður bæði í kindahólfinu sem lítur vel út en þar var borið vel á í vor bæði tilbúinn áburður og húsdýraáburður í miklu magni.

Ég var alveg hissa hvað það er krökkt af bláberja grænjöxlum!

Þetta verður gott berjaár!

Ég gat mig ekki stillt og borðaði nokkra grænjaxla:)

Ég er alltaf að reyna að færast nær upprunanum í mat og reyni að rækta sem flest af því sem fer ofaní okkur hér á bæ.

Stytta ferlið einsog hægt er frá haga og ofaní maga með engum milliðum og læra að bera ábyrgð á eigin hollustu.

Nú hljóma ég frekar leiðinleg myndi ég ætla en ég fæ svona hollustu köst og eru þau að verða fleiri en óhollustu köstin þannig að þetta er allt í rétta átt.

Sko ég er ekkert heilög og "dett"stundum í það líka en finn þá hve gigtarskömmin hlær og hlakkar í öllum útlimum þegar að það skeður!

Ágætt að hafa hana til að minna mann á að það er ekki hollt að borða bara unnar matvörur sem keyptar eru útí búð og maður veit illa um upprunann eða meðferðina á.

Heimaræktað Oregano

En að nýjasta æðinu hjá konunni:)

Ég er farin að rækta krydd af miklum móð og er búin að þurrka fyrstu uppskeruna af Oregano og Marjoram!

Ekkert smá gaman að klippa niður og setja í hreint koddaver og á heitann blástur inní ofn.

Svo rúllaði ég bara kökukeflinu varlega yfir koddaverið og svo var það svolítil vinna en skemmtileg þó að hreinsa frá stilkana.

Þetta krydd er mun bragðsterkra en það sem maður kaupir útí búð og það er algerlega ómögulegt að ætla að nota það hrátt finnst mér.

Kannski á ég bara eftir að læra að meta það þannig:)


Oregano og Marjoram komið í krukkuna hægra megin,frábært Pizza krydd.


Mímir Astró/Skjónusonur

Það gengur mjög vel með eftirþjálfunina á honum Mímir en hann er svo hress eftir geldinguna að það er einsog enginn hafi komið nærri honum með geldingatöngina.

Ég tók þá inn fyrir veðrið og hafði þá inni á meðan að versta rigningin reið yfir en setti þá svo aftur út undir kvöld í dag.

Máni Hróks/Skjónusonur

Máni litli bróðir Mímis stækkar og stækkar og ætlar að verða sami risinn og öll afkvæmin hennar Skjónu minnar.

Hálfbræðurinir að kroppa nýgræðinginn í rigningunni.

Nú fer sprettan lokins á fullt skulum við vona:)

Silkihana slagur!

Hér voru veiddar Silkihænur sem voru orðnar ansi frekar með allt í kanínusalnum en þær rótuðu og tættu allt í tætlur og hafði ég ekki undan að sópa stéttarnar eftir þær og ungana.

Þessir ungar eru til sölu.


Kungfú taktar í þeim!
Þær fengu stóra kindakró til afnota með ungana sín og 3 hana sem að misstu sig algerlega í augsýn kvenfólksins og slógust af miklum móð!

Vonandi verða allir á lífi á morgun.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 354
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 298511
Samtals gestir: 34415
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 20:45:45