Heimasíða Ásgarðs

01.06.2012 13:17

Litla Löpp köstuð 1 Júní


Litla Löpp kom með þessa fínu jarpskjóttu Hróksdóttur um eittleytið í  nótt.

Merin heldur uppteknum hætti og veður meðfram bakka girðingunni og vill komast niður á bakka til að kasta en þarsem bakkinn er illa gróinn og þarf lengri tíma þá er hann lokaður þannig að Litla Löppin þarf að bíta í það súra epli að kasta inná túni.

Ég kíkti með cameruna þegar að sú jarpskjótta var glæný og smellti af þeim mæðgum.

Eftir cirka 2 tíma var folaldið farið að valhoppa í kringum móður sína,alveg ótrúlegt hvað þessi glænýju folöld geta verið kraftmikil.
Ég kíkti undir hinar hryssrnar en mér til mikillar furðu var hún Freisting komin með dágóðann stálma en ég taldi hana hafa gengið upp eftir Vála.
Enda sást Hrókur hafa hana eftir að hún kom frá Vála syni hans.
Hún var líka svo nett og fín á henni bumban.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 467
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297786
Samtals gestir: 34353
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 20:48:56