Heimasíða Ásgarðs

21.07.2011 00:15

Heyskapur og brakandi þurrkur


Það er brakandi blíða og við á fullu í heyskap.

Fyrst gekk þetta hálf brösulega,sprakk á tætlunni okkar og þá fengum við lánaða tætlu hjá nágrannanum og tókst mér að missa hana aftanúr traktornum á ferð!

Rosalega brá konunni!

Sem betur fer þá varð ekkert tjón á tætlunni og málunum reddað hið snarasta.

Svo sprengdi ég einnig dekk á lánstætlunni og það kom svo rosalegur hvellur að ég missti næstum heyrnina á öðru eyra restina af deginum.

Kallinn var líka að tjónast með sláttuvélina og var hann meira og minna með hana inná verkstæðinu.Svo loksins þegar að við vorum tilbúin að rúlla og pakka þá fór þetta að ganga einsog smurt og rúlluðum við Móhús,Nýja-Bæ,Móakot og Meiðastaði og virðist sem heyfengur sé mjög svipaður og í fyrra.Á morgun á að rúlla Kothús og Rafnkelsstaði og svo á að fara að rigna sem betur fer.Hér er allt að skrælna og beitarmál í miklum ólestri en gróður kemst bara ekki upp vegna þurrka.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 299720
Samtals gestir: 34558
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 16:08:48