Heimasíða Ásgarðs

27.03.2011 14:45

Ungar að klekjast út og matjurtaræktunin


Ameraukana ungar.

Það gekk ekki nógu vel að unga út hjá okkur úr síðustu eggjum en líklega höfum við klúðrað þessu sjálf með því að færa eggin á milli véla.

Silkiungi vinstra megin en Ameraukana unghani hægra megin.
Eini unginn undan hana heitnum og vonandi arftaki pabba síns:)

En eitthvað fengum við af ungum sem eru lífvænlegir og fallegir og núna bíð ég eftir því að geta kyngreint þá og í þetta sinn eru hanar velkomnir því hænurnar misstu herrann sinn óvænt en hann varð bráðkvaddur öllum að óvörum.


Ameruakana hæna vonandi:)

Mig grunar að mýsnar hafi jafnvel borið eiturkornið úr kössunum og haninn hafi komist í það.

Hér eftir verða bara notaðir eiturkubbar sem að mýsnar ná ekki að bera um allt en þær taka kornið og bera það útúr kössunum og í holur sínar að sögn meindýraeyða sem hingað koma og selja okkur eitur.

Mín er að forrækta matjurtaplöntur útí bílskúr og þar fær maður heldur ekki frið með neitt.

Lítil óþekktarmús komst í plönturnar mínar og tók sig til og gróf upp fræin og þegar að þau fræ sem eftir urðu að jurtum þá kom músarskömmin og át laufblöðin ofanaf plöntunum!

Matjurtaspillirinn í gildrunni.

Kallinn var fljótur að spenna upp gömlu góðu músagildrurnar og í nótt náðist skemmdarvargurinn en auðvitað þurfti hún að naga fyrst blöðin ofanaf litlu plöntunum mínum áður en hún ákvað að smakka á hnetusmjörinu í gildrunni.


Ég verð bara að kaupa meiri fræ og hamast sem óðust við að setja niður enda vor í lofti og allt að ske!

Hafið það gott í góða veðrinu elskurnar mínar:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 299883
Samtals gestir: 34613
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:24:04