Heimasíða Ásgarðs

28.02.2011 23:25

Tiltekt og ræktun matjurta í fiskikörum að verða að veruleika:)!


Krissa og Massinn í aksjón..........:)

Vorhreingerning stendur yfir í kotinu og um daginn komu hressir krakkar og mokuðu útúr kanínuhúsinu og gott betur.


Gestur yfir ruslaþeytir.........:)

Þau tóku sig til og flokkuðu allt rúlluplastið sem safnast hefur hér upp í gömlu hlöðunni til margra ára og úr varð þessi líka rosabingur sem nú er farinn á haugana.


Krakkarnir klifu Plast Everest í restina fyrir myndatöku.

Hörkuduglegir krakkar sem eiga stórt hrós skilið:)

Ýmislegt gamalt kom í ljós sem ég hef ekki séð í mörg herrans ár og flest fékk að fylgja plastinu á endastöð enda ekki hægt að geyma hluti svona endalaust:)


Endemis endaleysa er þetta blogg að verða!

En eftir að hlaðan var orðin flott og fín þá var henni lokað vel og vandlega því það kom í ljós heill haugur af góðum spæni sem við blésum inn með heyblásara fyrir mörgum mörgum árum.

Kallinn kom á teskeiðinni með skeljasand og slétti yfirborðið.

Nú næst var að skipuleggja nýja hreina fína hornið en ég er að fara af stað með tilraunaræktun í gömlum fiskikörum en þarna verður mjög hlýtt á sumrin og skjólgott fyrir norðanáttinni og ég kemst í vatn til að vökva allar gersemarnar sem þarna koma til með að spretta upp:)


Rosalega er þetta gaman!


Hebbinn að hækka undir körin fyrir gigtveiku konuna sína.

Konan að tjá sig...! Voðalega er maður eitthvað búralegur:)

Búin að mæla fyrirfram á milli kara hvað ég verð grönn í sumar af öllu kálátinu.

Neðst í körunum verður hreinn skítur,kanínuskítur og hrossaskítur sem á að hita upp karveginn (enginn jarðvegur þarna:)og svo efst verður góð mold sem ég er búinn að finna hér á landareigninni.


Eina sem ég er hrædd við að sú mold sé kannski of sterk en það kemur bara í ljós.

Hebbi minn að saga upphækkunina fyrir frúna.

Allt nákvæmlega útreiknað svo að hæðin verði sem auðveldust að vinna við:)

Á endasprettinu enda alveg búinn á því þessi elska.

Vonandi að með heimaræktuðu grænmeti komist heilsan hjá okkur báðum á rétt skrið:)


Fyrsta karið komið frá Nesfisk en svona úr sér gengin kör þurfa ekki endilega að enda á haugunum,þau geta orðið þessi fínustu ræktunarkör þó þau gagnist ekki lengur í sitt upprunalega hlutverki.

Ef einhver þarna úti á aflóga fiskikör sem eru úr sér gengin og ekki lengur nothæf sem slík þá myndi ég þiggja nokkur en mig vantar líklega 4 kör (af minni gerðinni einsog á myndinni:) svo þau verði 10 alls en kellan er með svo miklar hugmyndir að það fossar útúm eyru,augu nef og munn!


Skipulagning verður að vera rétt,jarðaber í eitt kar,gulrætur í annað,þriðja með salati og radísum,fjórða með sykurbaunum og einhverjum góðum nágranna fyrir þær í sama kari,eitt kar fyrir gulrófur og í einu kari verður Vínrabbarbarinn.

Hugmyndin er einnig sú að þegar að haustar/vetrar þá verður hægt að taka körin inní geymslu og setja vel af hálmi yfir plönturnar og þá ætti ég að eiga td gulrætur frameftir öllum vetri:)
En spyrjum að leikslokum hvernig þetta allt saman virkar,það hljómar nógu vel ekki satt!

Endilega commenta og koma með hugmyndir handa mér því að ég er svo spennt og opin fyrir allskyns hugmyndum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 300988
Samtals gestir: 34984
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:14:30