Heimasíða Ásgarðs

14.02.2011 00:13

Fósturtalningar í fjárhúsinu

Þá veit maður það cirka 99% hvað eru mörg lömb í kindunum eða það fullyrða þeir sem að fengu hingað á Suðurnesin hann Gunnar fósturtalningarmann og konu hans að sóna í fjárhúsunum hjá okkur ofurspenntu fjárbændum.

Ég er ánægð með útkomuna en svona er staðan hjá okkar 18 kindum:

3 einlembur (tvævetlur að bera í fyrsta sinn)

13 tvílembur (Karen kind er með tvö en annað fóstrið er dautt)

2 þrílembur (Sibba Gibba sjálf þrílembingur og Forysta)

Nú er maður farinn að telja niður dagana í sauðburð og á ég ekki til snefil af þolinmæði í meiri bið.

Hrútarnir Frakkur Forkson og Toppur Sindrason voru teknir endanlega á hús og Frakkur sem var að missa allt niður um sig var færður úr ullinni.

Hrikalega ljótt að sjá ullina flaksandi laflausa á kroppnum á kallinum..........!

Enn verra að sjá hann blessaðann eftir meðferðina hjá frúnni en ég fann bara venjuleg skæri í verkið og dundaði mér við þetta en það tók voðalegann tíma.


Toppur Sindrason var afar áhugasamur með þetta allt saman.

Nú ekki gat ég stoppað úrþví ég var komin í klippistuð og næsta fórnarlamb varð hann Sprelli Angóra högni en hann var kominn langt frammúr áætluðum klippidag og veitti ekki af snyrtingu.

Hann var klipptur í þremur hollum svo að hann fengi nú ekki kuldasjokk og svo setti ég upp hjá honum gotkassa að kúra sig í fyrst á eftir á meðan að hann er að jafna sig á nýfenginni nekt.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 300483
Samtals gestir: 34797
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:55:14