Heimasíða Ásgarðs

29.11.2010 22:03

Heimilið þrifið út og bakstur að hefjast

Dugnaðurinn er mig lifandi að drepa en ég er búin að skúra skrúbba og næstum bóna hér útá hlað í dag.
Ég held að málið sé að nýju gigtarlyfin séu að þrælvirka og einnig að ég jók skammtinn sjálf um helming og ég er varla búin að stoppa síðan að ég gerði það.
Fyrst tók ég bara eitt hylki á kvöldin en uppá síðkastið hef ég prófað að taka inn annað hylki á morgnana þegar að ég finn að mjaðmagrindin er að liðast í sundur þegar að ég stend upp og þetta er alveg að gera sig og ég himinlifandi með árangurinn!

Eina sem er ekki að gera sig er vigtin.Hún stynur alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður og ég bara þyngist og þyngist þrátt fyrir að ég hafi skorið allt niður sem heitir óhollusta.
Eða nánast allt:)
Ég er meira að segja löngu hætt að drekka Cola Light sem að fór alveg hrikalega illa í lappirnar á mér.

Ég fékk alltaf svo rosalegann pirring í fæturnar á kvöldin þegar að ég ætlaði að fara að sofa og tengdi ég það við Cola Ligtið enda hefur pirringurinn steinhætt eftir að ég hætti að drekka það.

Þrá Þristdóttir og Von Ögradóttir í góða veðrinu.

Útigangurinn er kominn á fulla gjöf en ég gaf í 3 hólf í gær og ég er ekki alveg tilbúin að sameina strax yngri hryssurnar og setja þær saman við folaldshryssurnar.
Það er allt miklu rólegra þegar að gömlu skessurnar eru ekki að tuska til þær yngri.

Hrókur á hlaupum

Nú svo eru Hrókur og sonur hans Váli pungalingarnir á bænum með geldingunum þeim Biskup,Sudda og Kóng í hólfi og allir sáttir þar eða á minnsta kosti þegar að Hrókur stendur öðrumegin við rúlluna og hinir allir hinumegin og borða.
Hrókur þarf mikið pláss og vill frið á meðan á matartíma stendur.

Nú er sá árstími sem að erfiðast er að mynda og ég tók einar 300 myndir um daginn í frábæru veðri en sólin er bara svo lágt á lofti að það er til vandræða.
Ég varð að eyða út 95% af myndunum og henda:(

Hér eru nokkrar af veturgömlu dömunum sem allar eru undan Hrók mínum enda leynir það sér ekki hver er faðirinn.

Þrúður Hróksdóttir/Litla-Löpp.

Nótt Hróksdóttir/Stórstjarna.

Laufey Hróksdóttir/Pamela.

Hafið það svo gott elskurnar mínar þatil næst:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 300465
Samtals gestir: 34782
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:30:40