Heimasíða Ásgarðs

11.11.2010 16:09

Folaldafréttir


Vilji frá Ásgarði Astró/Sif
Seldur/sold

Fór rúnt í þessi tvö stóð sem hér eru en unghryssurnar eru sér og folaldshryssurnar í öðru hólfi vegna reglna um heimasóttkví.


Sjöfn frá Ásgarði Astró/L-Löpp
Ásett fyrir okkur.

Allir eru frískir og enginn með hor í nebba líkt og var í sumar og haust.


Röskva frá Ásgarði Astró/Heilladís
Ásett fyrir okkur.

Gaman að sjá hve folöldin eru frísk og pattaraleg og hryssurnar halda góðum holdum og mjólka ennþá vel.

Ægir frá Ásgarði Astró/Stórstjarna
Til sölu/for sale


Aðeins eitt folald hefur misst hold vegna flensunnar en það er hann Vilji Astró/Sif sonur en hann er allur að blómstra og braggast.Hann er undir smásjá og verður kippt inn ef eitthvað skeður.

Mímir frá Ásgarði Astró/Fjalladís
Til sölu/for sale



Gulltoppur frá Ásgarði Astró/Freisting
Seldur/sold

Mig er farið að klægja í puttana að fara að gefa út rúllu en það fer að líða að því að ég geri það þrátt fyrir að ekki séu komin jarðbönn.

Má svosem draga nær Desember en þá verð ég komin af stað á traktornum og farin að gefa á alla staði.

Núna eru geldingarnir og stóðhestarnir á bænum komnir á gjöf.

Kindurnar eru komnar með rúllu og taka í hana af og til með beitinni:)

Hann leggst bara vel í mig veturinn þrátt fyrir að kuldaboli sé að bíta í kinn.

Kanínur seljast núna einsog heitar lummur!

Var að uppfæra og betrumbæta nínusíðuna.........!

Komin með hnapp sem að heitir Fróðleikur um kanínur og þar er nú ansi mörgum spurningum svarað er varðar kanínuuppeldi.
http://kaninur.123.is/


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 167
Flettingar í gær: 232
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 300852
Samtals gestir: 34902
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 21:34:07