Heimasíða Ásgarðs

25.07.2010 14:30

Uppskera það sem ég sáði:)


Premier kartöflurnar orðnar ansi stórar og fallegar.

Ég var úti í garði þann 20 Júlí síðastliðinn að vökva og eitthvað var kartöflugras í moldragötunni að trufla mig,orðið ansi stórt og úrsér sprottið í fyrsta beðinu og taldi ég að ekkert væri undir grösunum í ár því að þvílíkan yfirvöxt í grösum hef ég bara ekki séð áður.

Nú ég beygi mig niður og hrifsa grasið upp og fleygi til hliðar svo ég komist nú með slönguna á sinn stað án þess að detta um þessi úr sér sprottnu grös sem liggja ofaní götunum en viti menn!
Allt fullt af flottum kartöflum undir!

Ég setti niður í fyrsta beðið 20 maí og 20 Júlí eru komnar þessa fínu kartöflur og ég alveg í skýjunum af monti:)


Hvítkálið er byrjað að vefja sig og einnig Blómkálið.

Salatið í öllum regnbogans litum brýst þarna um innanum stóru kálhausana en eitthvað setti ég þétt niður en það er alltílagi,ég er alltaf að grysja og taka inn salatblöð með grillinu og bara öllu sem eldað er hér.


Sykurbaunirnar blómstra á fullu og mynda baunir eftirá.

Yfirleitt næ ég ekki inn með sykurbaunirnar heldur stend ég á beit og borða þær beint af plöntunni!

Rabbarbarinn þýtur upp aftur og aftur.....:)

Ég tók mig til í Júní og sultaði sem mest ég mátti úr Rabbarbaranum og einnig gerði ég Rabbbarbara saft sem er geggjuð frískandi í þessum sjóðandi hita sem hefur verið í sumar.

Það er eitthvað öðruvísi við þetta sumar,plöntur vaxa hraðar og meira og uppskeran er miklu fyrr á ferðinni.

Reyndar verð ég að taka það fram að garðurinn er með þónokkrum kanínuskít í sem er að svínvirka:)!

Læt að endingu fylgja með uppskriftina að Rabbarabara saftinum góða en hlutföllin eru kannski ekki alveg rétt en ef fólk vill prófa sig áfram þá er um að gera að fikra sig bara áfram og smakka saftina til þartil rétta blandan er komin.

Rabbarbarasaft:

1 kg rabbarbari
1 líter vatn
2-3 bollar sykur/agave Sýróp (má vera meira)
1 Sítróna kreist útí og börkur raspaður saman við
1 góð Engifer rót röspuð eða skorin

Allt sett í pott og soðið við vægann hita.
Kælt og síað í gegnum góða grysju.
Hitað aftur upp og smakkað til.

Ég set nýþvegnar glerkrukkur/lokin í heitann ofninn,tek þær út með hönskum eins heitar og hægt er.
Set saftina/sultuna nánast upp að börmum og fylli uppað rest með góðu Vodka sem kemur algerlega í veg fyrir að saftin/sultan fari að mygla.

Á heitum degi þá set ég saftina í glas með fullum klaka og sötra í mig og er þetta alveg himneskur drykkur.

Endilega setjið inn skemmtilegar uppskriftir eða góð ráð varðandi garðrækt!
Ég veit að þið þarna úti lumið á allskyns skemmtileg heitum.
Og koma svo.............emoticon

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 298047
Samtals gestir: 34382
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:51:16