Heimasíða Ásgarðs

24.07.2010 12:37

Kríuvarpið farið forgörðum


Hingað koma á hverju ári starfsfólk Náttúrufræðistofu Ílslands að mæla og vega Kríunga ásamt öðrum athugunum varðandi hana.


Lítill hlunkur í mælingu.

Og í vigtun.

Ég skaust með cameruna með þeim niður á Vinkil en það er eina almennilega friðaða svæðið hér í Ásgarðinum þarsem Krían er með afar þétt varp en hún hefur hrakist úr heiðinni hingað til okkar undan ágangi fólks og hef ég reynt eftir minni bestu getu að stugga fólki  útúr girðingunum og á ég ýmsar áhugaverðar frásagnir af þeim viðskiptum við fólk og það eflaust einnig af viðskiptum við brjáluðu kellinguna í Ásgarðinum.

Ástandið var gott á ungum hér miðað við aðeins sunnar á skaganum en þar voru þeir farnir að drepast úr hungri en Sílaskortur hefur verið áberandi núna í 5 ár í röð og nánast enginn ungi komist á legg.

Hér er grein úr Víkurfréttum eftir heimsókn starfsmanna Náttúrufræðistofnunarinnar í Ásgarðinn fyrir rúmri viku þarsem allt leit svo vel út.

Núna þegar að þetta er skrifað þá stráfalla ungarnir í stórum stíl og þarsem varp er mjög þétt þar eru egg og ungar hlið við hlið að úldna og ömurlegt yfir að líta.

Fræðingarnir telja að hitinn sé að hækka svo ört í sjónum í kringum landið að sílið sé að hverfa vegna þess.
Einnig hef ég heyrt um að makríllinn sé í harðri samkeppni um sílið og hafi betur.

Ég ætlaði að fara með videó cameru með mér um daginn og taka uppá vídeó kríuna í öllu sínu veldi,goggandi og skítandi á mann í varpinu og eiga videó af hennar baráttu við bæði fólk og aðra varga sem á hana herja en nú er ég orðin of sein.

Skimað eftir unganum sínum.

Það eru ekki nema örfáar kríur með stálpaða unga að berjast fyrir lífi þeirra og hef ég ekki séð nema 2 unga sem komnir eru með hvítan kropp og svartann koll,það eru nú öll ósköpin þetta árið.


Hér í Ásgarðinum voru fyrir nokkrum árum stærra varp heldur en á Rifi á Snæfellsnesi sem verður að teljast ansi gott.

Núna er það vart sjón að sjá og fer bara minnkandi ár frá ári.

Krían hefur verið hér hjá okkur vorboðinn ljúfi ásamt lóunni auðvitað en innan örfárra ára þá hverfur hún alveg.

Ég hef oft verið spurð af því af fólki sem hingað kemur og er að troða sér inní girðingar í leyfisleysi að taka egg hvað gangi eiginlega að mér að vera að láta svona!?

Málið er það að þetta sama fólk yrði algerlega tryllt ef maður kæmi til þeirra klukkan 02:00 að nóttu og færi að slíta upp túlípanana og rósirnar þeirra úr beðunum og jafnvel brjóta einsog einn eða tvo staura í grindverkinu í kringum húsið þeirra.

Nú síðan færi ég með alla túlípanana og grýtti þeim í bíla sem keyrðu framhjá mér og færi einnig með slatta af þeim og grýtti í hús þarsem mér væri illa við fólk td kennarana mína úr skólanum.

Það er alveg með eindæmum hvað fólk er að nota kríueggin í.

Nú þeir sem hegða sér svona að grýta þeim í hús og bíla eru aðallega yngri kynslóðin,þeir eldri tína oft einnig lóuegg og spóaegg og hafa sýnt okkur STÓRU kríueggin sem þeir fundu!! Ekkert smá heppnir...........!

Nú svo má ég ekki vera vond við þá sem hingað hafa flust frá öðrum löndum og nefna frá hvaða landi þeir koma en þá verð ég kölluð rasisti.

Ég veit það vel að mér finnast svið góð en þeim finnst afar gott að komast hingað í varpið um það leyti þegar að unginn er skríða úr eggi og fylla þeir þá marga poka og fara með heim og steikja nýklakta lifandi unga á pönnu og gera einhver gómsætann þjóðarrétt úr þeim!

Ég gómaði eitt sinn hóp af fólki með fulla poka og gerði ég mál úr því og kallaði til lögregluna og næsta dag kom heill her af strákum í hefndarhug inná tún með Baseball kylfur á bakvið sig og þegar að ég kom niður í tún þá sýndu þeir kylfurnar ógnandi og börðu þeim í lófann og komu 7 á móti mér.

Nú skildi taka þessa helv.....kellingu og berja hana í kássu.

Ég var með beint símasamband við löggimann og lét þá vita hvað væri að ske og hafði símann á lofti og strákarnir tóku ekki séns á að fara í mig með löggimann hlustandi á hvað ske myndi ef þeir réðust á mig.

Ég fylgdi þeim niður að bílnum og þegar að þangað var komið þá reyndu þeir að komast inní bílinn en ég stóð vörð um bílstjórahurðina uns lögreglan kom á staðinn.

Þá kom hið sanna í ljós!

Konan ÉG var einskis virði í þeirra augum og var réttdræp og það var þeim deginum ljósara að ég gat ekki átt þetta land því að KONA GAT EKKI ÁTT LAND!!!

Þeir voru lengi að reyna að útskýra þetta fyrir lögreglunni að ég væri ekki landeigandi því það væri bara ekki hægt!

Ég væri BARA KONA..........!

Ég á margar svona sögur,hef næstum verið keyrð niður í nokkur skipti af eggjaþjófum,verið kærð fyrir of mikinn straum á rafgirðingum og ég get lengi haldið svona áfram.

En núna er krían nánast þögnuð hér í Ásgarðinum og farin og vargurinn er að týna upp bæði lifandi og dauða unga og er þetta þá enn eitt sumarið sem að varpið gjöreyðileggs hjá kríunni.

Næsta sumar næ ég vonandi videói af henni blessaðri í ham niður á Vinkli,vonandi kemur hún aftur eitt árið enn.
Mig langar til að eiga myndir af kríugerinu með hljóðum áður en það verður of seint.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 297865
Samtals gestir: 34367
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 03:18:46