Heimasíða Ásgarðs

21.09.2009 20:06

Smal og Busla í dekri


Þá eru göngur í algleymingi....................ég hef aldrei getað skilið þetta orð algleymingi.
Mér hefur alltaf fundist það þýða að eitthvað sé alveg gleymt.
Eruð þið ekki sammála mér???

En nú er komið að því að þusa svolítið áfram um réttir og annað tengt.
Vinir mínir í Grindavík voru að smala fé sínu til rétta núna nýliðna helgi og fengu sem betur fer þokkalegt veður.

Féð kom fallegt af fjalli og lömbin mörg hver væn og sælleg.
Það var mikið gaman að sjá aftur suma þrí og fjórlembingana hennar vinkonu minnar á Hrauni.

Svaðalegir boltar og hlakkar mig til að sjá vigtartölurnar í vikulokin:)


Trölli að hvíla lúin bein eftir allt labbið.

Hér er einn fjórlembingurinn hann Trölli sem fékk líf enda bráðhuggulegur hrútur.

En það er er aðeins eitt sem ég gat ekki skilið þarna við réttina?

Hvernig í ósköpunum datt þeim hjá Grindarvíkurbæ að auglýsa þennan viðburð í sjónvarpinu!

Sko.............ég meina að það er alltaf gaman fyrir fólk að koma og sjá EN þetta var mannhaf og bílar útum allt!

Hvernig í ösköpunum fóru fjáreigendur að því að draga og koma bílum og kerrum að?

Nú svo voru í almenningnum stálpaðir krakkar sem enginn vissi deili á og voru að hanga í ullinni og hossast á lömbunum að gamni sínu!
Urrrrrrrrr....................Ég bara þoli ekki svona hegðun!

Væri ekki miklu sniðugra fyrir Grindarvíkurbæ að panta Tívolí fyrir þetta fólk sem þarfnast svona sárlega skemmtunar?

Nú líður mér mun betur eftir að koma þessu frá mér:)

Busla fékk sko dekurdag í gær enda veitti henni ekki af.

Hún er af og til að stelast niður á bakka þegar að ég er að skoða hrossin niður á túni og sú gamla þykist vita af mink þar.

Það er nú reyndar alveg rétt hjá henni og við æddum niður úr um daginn með hinar 3 tíkurnar henni til aðstoðar en við hefðum þurft stórar vinnuvélar til að ná kvikindu út úr sjóvarnargarðinum.

Busla verður bara skítugri og skítugri í þessari iðju sinni og þarsem hún er orðin alltof loðin þá var pöntuð snyrting á dömuna.
Þetta átti nú bara að vera svona sveitaklipping,aðalega svo að tíkinni liði betur.

Loðin og lubbaleg í snyrtingu.

Nú svo í gær mættu hér systur og Buslan fékk bað,blástur,klippingu og í lokin fékk hún sérstakt hundanudd.

Hún var alveg einsog dáleidd eftir alla þessa meðhöndlun og svaf á sínu græna langt frammá morgun emoticon .

Ný snyrt og í nuddi alsæl á svip.....dekurdolla emoticon .

Rosalega eru þessar dömur færar sem komu hingað heim með snyrtiborð og allar græjur með sér emoticon .
Ef einhvern vantar snyrtingu á hundinn sinn eða kisuna þá eru systurnar í þessu númeri Gsm 8666386.Þær eru mjög færar á sínu sviði og kunna vel til verka enda margverðlaunaðar fyrir klippingar á sýningardýrum.

Við Busla þökkum kærlega fyrir frábæra þjónustu.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 299817
Samtals gestir: 34570
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 04:17:49