Heimasíða Ásgarðs

15.09.2009 14:11

Smal og kindaþukl


Smalamyndir Valgerður

Ég steingleymdi að segja ykkur frá því að við vorum líklega fyrst til að smala og rétta í haust enda erum við bara 3 aðilar í þessu hólfi og það ekki stórt.

Sjonni á Blesa sínum.

En samt sem áður tók það tímann að smala hólfið en það átti að gera á hestum ásamt gangandi fólki og mæting var á milli 17:30 og 18:00.

Einn snillingurinn ákvað að senda mann uppá sitt einsdæmi á undan áætluðum tíma og sá fór inní hólfið á fjórhjóli og tætti af stað féð og kom með stærsta hlutan af því að réttinni og missti það svo í allar áttir enda ekki allir smalar mættir á hestum sínum.

Kjellan á Suddanum.

Ég var ein mætt á hesti og gat lítið gert ein á hesti með fjórhjól að tætast í kringum féð.
Sem betur fer var minn reiðskjóti öryggið uppmálað í kringum apparatið prumpandi þarna um holt og hæðir.
Sum hross hefðu getað fælst með tilheyrandi hættu á slysum.

Rúni með Mósa sinn.

Sem betur fer birtust hinir smalarnir þrír á sínum hrossum og þurftum við að fara allt hólfið á enda og þá kom í ljós fullt af fé sem ekki hafði smalast í fyrri umferðinni.

Allt gekk þetta upp á gamla mátann með reiðhrossum og gangandi fólki en aumingja kindurnar og lömbin voru gjörsamlega sprungin þegar að réttinni kom.

Þetta er hlutur sem verður að laga fyrir næsta smal því svona framkomu þoli ég ekki og ekki leggjandi á skepnurnar svona vitleysisgangur.

Ásgarðs og Flankastaðabændur að hjálpast að.

Það kom lítil dama hér um daginn í heimsókn til mín og var sú stutta með bón í sínu hjarta.

Hana sárvantaði eina kind!

Til að hafa með sér á Leikskólann en það var dýradagur emoticon .

Heppin hún Hermína að fá allt þetta brauð.

Foreldrar hennar voru mikið búin að reyna að fá hana ofan af þessu en þau eiga kindur og eru þær enn í hólfinu sínu og ekki hægt að grípa eina svo auðveldlega.

Sú stutta hafði ráð undir rifi hverju og sagðist bara tala við hana Ransý því hún ætti líka kindur.

Auðvitað varð ég að láta barnið hafa eitt stykki kind með sér á leikskólann og eitt lamb að auki í bónus.

Hér er sú stutta alsæl með fenginn emoticon .

Nú svo var hér haldin Hrútasýning í Sandgerði eða kindaþukl með græjum.


Ómskoðun í fullum gangi.

Ég var ekkert að mæta með mín lömb í ár en ég hef illan grun um að þau vigti/stigist nú ekki jafnvel og í fyrra.

Tvennu vil ég kenna um en ég var með slatta af eldri kindum sem hafa verið frjálsar í fjöllunum í Grindavíkinni til margra ára og hefur brugðið við að fara í lítið hólf og svo það sem er alvarlegra en það voru þurrkarnir í sumar.

Enda voru fleiri en við að tala um hve lömbin koma allt örðuvísi út í haust en að öllu jöfnu í venjulegra árferði.

Tveir vígalegir hvor á sinn hátt.

Og tvær yndisfríðar dömur.

Nú er mín komin af stað með 
Flickr og er að læra inná það í rólegheitum.
Um að gera að hafa sem flest járn í eldinum og nóg að gera ekki satt.

Einnig er ég að setja upp almennilega 
sölusíðu sem er aðgengilegri en bara einhver hestur einhverstaðar á blogginu þó það hafi gengið ágætlega hingað til.

Ég ætla að setja þar inn hross aðalega frá mér og eitt og eitt hross frá mínum vinum og 
Mánamönnum  ,helst bara hross sem ég þekki til og get lýst vel með myndum og helst video ef til er.

Mér finnst það óábyrgt að selja tamin hross frá öðrum og ætla að lýsa þeim án þess að ég hafi séð þau eða prófað í reið.

Þetta er mín stefna og svona ætla ég að hafa það.
Þartil næst elskurnar mínar emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 299794
Samtals gestir: 34565
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 00:35:41