Heimasíða Ásgarðs

29.08.2009 00:00

Gamlir tímar rifjaðir upp

Ég var að skanna inn gamlar hestamyndir frá því í den og þá datt mér í hug að leyfa ykkur að njóta þeirra líka með mér.

Helgi Helluskeifum,Jón Söðli,Halli og Frú Alda að mata Halla emoticon á einhverju góðgæti.

Ég fór með þrælhressu fólki í hestaferð sumarið 1997 og riðum við frá Gunnarsholti og enduðum við í Leirubakka og riðum svo til baka.

Fararstjórinn Billi frá Botnum (villti:) með 6 til reiðar á spjalli við Dóra í Gunnarsholti.

Í þessari ferð var ég með 3 tamningartrippi sem voru stutt á veg komin en þó orðin ágætlega reiðfær og drulluþæg.

Einn fulltaminn hest var ég einnig með,hann Fork sem er hreinræktaður Hornfirðingur svona til að komast klakklaust yfir ár og annað slíkt.

Reyndar eru þetta nú engar ár var mér sagt sama hvernig ég skríkti og hélt mér í hnakknefið!

Vanir hestamenn fyrir austan sögðu þetta vera læki.

Fuss og svei..................Þetta voru sko stórfljót í mínum augum!

Ein hryssan í ferðinni er seld fyrir löngu og í dag þætti mér nú gott að eiga hana til í stóðinu mínu.

Glódís,Hekla og Skjóna og Helga.

Það er hún Glódís frá Drangshlíð undan einum hæðst dæmda Náttfarasyninum sem seldur var út snemma.

Ég seldi hana til Sandgerðis,frétti svo af henni inní Hátúni við Víðidalinn og þaðan var hún seld gömlum hjónum ásamt brúnum hesti og tveimur hnökkum eitthvað uppí Borgarfjörð.

Þessi gömlu hjón voru að byrja uppá nýtt í hestamennskunni og tel ég að þau hafi nú ekki farið oft á bak þeim brúna því hann var hvorki fyrir börn né gamalmenni.

Glódís hefur líklega ekki hentað þeim heldur eftir vesen sem hún lenti í.

Ef einhver les þessar línur og getur frætt mig um hvar Glódís er niðurkomin í dag þá þætti mér vænt um að vita hvað hafi orðið af henni blessaðri.

Sara Finnbogadóttir á Skjónu minni.

Nú hún Skjóna mín (4 vetra) var líka í þessari ferð og lánaði ég hana undir 6 ára dömu og fór krakkinn varla af henni enda voru þær flottar saman.

Nú Biskupinn var nú ekki heldur ekki nema 4 vetra einsog Skjóna og skellti ég Helgu Björk á hann einn legg og voru þau flott par.

Helga Björk á Biskup.

Ég hafði nefnilega aldrei fengið að sjá klárinn undir fyrr.

Hún var algjört stýri í hnakknum og sá varla framfyrir sig á yfirferðinni.

Djö..................voru þau flott saman:)!

Enda fékk ég feitt tilboð í klárinn eftir þennan dag sem ég hafnaði.

Biskupinn fer aldrei að heimann enda gersemi að sitja á.

Orðinn samt gamall og vitlaus í dag en ég á margar frábærar minningar um hann.

Eina hryssu enn átti ég í ferðinni en það var hún Heilladís frá Galtanesi.

Helgi hjá Helluskeifum var með hana og var mikið hrifinn af henni.

Hann fékk hana lánaða í 1 ár en þau urðu 4 og varð ég að slíta hana útúr höndunum á honum í restina emoticon .

Hann á í dag risastórann og flottan reiðhest undan henni og Morgni frá Feti þannig að hann getur verið ánægður.

Hulda á Læk frá Ásgarði um daginn í útreiðatúr.
Engin smásmíði þessi foli!

Ussssssss.....................ég verð að halda áfram að skanna inn myndir og senda þangað sem þær eiga að fara!!!!

Vona að þið hafið haft gaman af þessari frásögn frá því í "gamla" daga þegar að ég var ung/yngri emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 419
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 298845
Samtals gestir: 34466
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 18:13:24