Heimasíða Ásgarðs

31.05.2009 23:45

Folaldasprikl og leynigestur:)


Forseti frá Ásgarði á ólöglegum hraða niður túni í kvöld.

Skýring á nafni Forseta:
Forseti: Goð sátta og réttlátra dóma. Forseti er sonur Baldurs og Nönnu. Bústaður hans heitir Glitnir.

Loksins fann ég tíma til að setjast niður í rólegheitum og smella nokkrum myndum af folöldunum í blíðviðrinu í dag.

Þessi tvö elstu eru farin að hlaupa um og leika sér af alvöru og það er sko ekki dregið úr hraðanum það skal ég sko ykkur segja.

Skransar í beygjum líkt og Ferrari.

Skjónu/Glófaxasonur þverbrýtur allar almennar umferðareglur og er einsog hraðskreiður sportbíll þegar að hann tekur sínar rokur um á túninu!

Sú svarta undan Stórstjörnu og Hrók.

Þau yngri eru enn feimin og eyða mestum tíma í að súpa og leggja sig hjá mæðrum sínum lungann úr sólahringnum.

Sá vindótti undan Eðju og Hrók.

Það verður mikið gaman þegar að öll folöldin eru fædd og farin að sprella saman um túnin hér og bakkann í sumar.

Annars er svolítið spennó að ske hér og þori ég varla að blogga um það alveg strax.

Hryssurnar hér á bæ eru að fara að halda framhjá honum Hrók með einum rosalega flottum stóðhesti sem ætlar að eyða sumrinu hjá okkur.

Eigendurnir að þessum flotta og geðgóða stóðhesti kíktu hér við í dag og eftir smá fund og rölt þá var málið handsalað endanlega og bráðum birti ég mynd af kappanum.

Hrókur verður langt fyrir ofan veg með örfáar merar á meðan gestastóðhesturinn athafnar sig niður á bakka með meirihlutann af dömunum.

Ég bara get ekki slegið hendinni á móti geðprúðum 1 verðlauna hesti,skeiðlausum sem hittir beint í mark á mínar hryssur.

Geðslagið í klárnum er afar svipað og í Hrók þannig að ég er á réttri leið miðað við þau ræktunarmarkmið sem ég set mér.

1:Geðgott............geðgott...............og aftur geðgott!
2.Klárhross með góðu tölti (skeið má vera í bakgrunninum:)
3.Lofthá og bollétt með sjálfberandi reisingu.
4.Litir eru líka í hávegum hafðir en mega ekki vera aðalatriðið.

Ég get bætt við ansi miklu í viðbót einsog góðum prúðleika og haldið endalaust áfram.

Þessi hestur er bara búinn að sýna það og sanna fyrir mér að hann er það sem ég er að reyna að ná fram.
Hann er svakalega fjölhæfur og hægt að nota hann í allt einsog Hróksa minn.

Flottur útreiðarhestur,flottur keppnishestur (fyrir ALLA í fjölskyldunni:) og svo sá ég hann á Smalakeppni líka sem mér finnst nú bara frábært og segir mér mikið um geðslagið og taugarnar.

Blogga betur um hann seinna með myndum:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299227
Samtals gestir: 34502
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 12:38:58