Heimasíða Ásgarðs

12.05.2009 11:30

Kanínur að fara að gjóta og bið....

Nú er að koma yfir mann smá Evróvísjón stemning og er það eingöngu Norska laginu að þakka að ég legg við eyrun í ár.
Auðvitað er okkar lag líka mjög gott en Norge toppar það gjörsamlega emoticon
Það er eitthvað að ef að Noregur vinnur ekki!

 Frábært lag sem ég er komin með á heilann emoticon



Hann er nú líka soldið krúttlegur söngvarinn emoticon

Ég er á kafi í kanínunum þessa dagana.
Er eiginlega með allt niður um mig í kanínusalnum.Er á síðustu stundu að þrífa gotkassa og flokka læður inná fæðingarganginn og lauk ég loksins í kvöld að ná síðustu læðunum frá högnunum og setja í búrin sín.
Það er ekki sniðugt að skilja þær eftir svona lengi hjá högnunum sem eru margir hverjir sífellt að suða um meira...........þið skiljið.

Holdalæðurnar munu líklega slá öll met í ungafjölda í ár því þær eru gríðarlega hlussur og stappfullar af ungum.

Castor Rexinn er líklega ekki alveg að gera eins gott en mig grunar að eitthvað af læðunum séu geldar og þá sérstaklega þessar yngri.

Ég get skrifað það á mig því að Castorinn er aktívari en Loopinn og ef kallarnir eru sísuðandi um meira þá geta þær misst fóstrin og geldast vegna óláta í högnunum.
Eða það er mín reynsla.

En sjáum til hvað skeður 14 Maí en þá eiga allra fyrstu læðurnar að fara að gjóta.
Ég paraði 25 læður og er hálfnuð með að setja upp gotkassana,klára þetta vonandi á morgun.

Eitthvað er eftir af læðum til að para en ég hef bara lítinn tíma til að sinna þeim alveg á næstu dögum.

Er að bíða eftir að síðustu 2 kindurnar beri og svo eru folöldin að fara að hrynja útúr merunum.

Komin 3 Hróksbörn í heiminn,1 hér á bæ og 2 undan gestahryssum sem hér voru í fyrra.
Snöggur að þessu strákurinn og ekkert að bíða með að fylja dömurnar.
Á morgun hlýtur hún Skjóna mín að vera köstuð eða það ætla ég að vona.

Viðbót:
Skjónan mín lætur enn bíða eftir sér,kannski er hún að bíða eftir að veðrinu sloti svo folaldið fái nú gott veður fyrstu dagana sín.
Hér er linkur inná síðuna hennar Helgu í Helgdal.
Helgadalshestar
Hún er að auglýsa tvo spennandi stóðhesta á húsmáli fyrir þá sem eru að leita.
Um að gera að skoða vel og vandlega hvað passar fyrir hverja hryssu og svo er bara að krossa putta og bíða spenntur emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299203
Samtals gestir: 34501
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 07:59:00