Heimasíða Ásgarðs

03.05.2009 00:37

Ofurkindur á Hrauni:)

Vinkona mín á Hrauni í Grindavík er að slá öll frjósemismet í fjárhúsinu sínu enda vel haldið á spöðunum á þeim bæ hvað varðar fóðrun og aðbúnað að kindunum.
Í gær fékk hún 10 lömb úr þremum ám og gerist það vart betra.
Til hamingju með glæsilegann árangur Valgerður og Hörður á Hrauni!
http://hrauni.123.is/
Ég er að rifna úr stolti fyrir hennar hönd emoticon !
Flestar mínar kindur eru líka frá Hrauni emoticon mont mont.

Hörður með glænýja fjórbura á Hrauni.
Mynd fengin að láni hjá http://vf.is/

Hjá okkur hér í Ásgarðinum er allt með kyrrum kjörum og láta þessar 4 kindur sem eftir eru að bera bíða eftir lömbunum úr sér.

Ég fékk fyrirspurn á gestasíðunni minni frá henni Stínu í Kópavoginu  og ætla ég að svara henni hér.
Hún er að spyrja um gömlu aðferðina til að vita hvort hryssa sé fylfull.

Sko þessa ævagömlu emoticon .

Ég lærði þessa aðferð fyrir nokkrum árum og hef ég notað hana af og til og hingað til hefur hún ekki brugðist.

Eitt sinn prófaði ég hana á tveimur hryssum sem var verið að fella að hausti og áttu báðar að vera geldar en önnur sem var vandamálahryssa hvað varðaði að fyljast og hafði verið hjá tveimur stóðhestum þetta sumar og haust reyndist samkvæmt gömlu aðferðinni vera fylfull.

Ég ákvað að vera ekkert að láta kallana sem hingað komu í verkið vera að hlægja að mér og mínum gömlu fræðum og þagði.

Það er skemmst frá því að segja að sú hryssa var með lítið folald inní sér þegar að gert var að henni.
Frekar leiðinlegt og síðan þetta skeði hef ég trúað á þessa aðferð.

Ég kalla þetta "tæki" stundum í grínu sónartækið mitt.Það tekur ekki mikið pláss og er til í hverju hesthúsi.
Það þarf ekki rafmagn en það getur verið betra að loka hurðum og gluggum svo það virki af alvöru.
Eina sem þú þarft er eitt frekar langt taglhár og hóffjöður.

Bittu hóffjöðrina við taglhárið og staðsettu svo hóffjöðrina beint upp af straumfjöðrinni (sem liggur uppaf náranum) á merinni og uppá mitt bakið.
Láttu hóffjöðrina vera cirka 2-3 cm beint fyrir ofan hryssuna og haltu hendinni stöðugri.Mjög stöðugri!

Ef hryssan er fylfull þá líður ekki á löngu þartil fjöðurin fer að snúast í hringi og það stundum í mjög stóra og ákveðna hringi!
Ef hún er kyrr þá er hryssan ekki fylfull.
Stundum hefur það komið fyrir að hún fer að sveiflast fram og til baka.
Ekki spyrja mig afhverju?

Ég hef sett hóffjöðrina margoft fyrir ofan bakið (aftarlega) á geldinum  og hún haggast ALDREI!

Svo er fólk að borga offjár fyrir sónaskoðun emoticon !
Segi nú bara svona:)

Knús til ykkar allra þarna úti emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 299227
Samtals gestir: 34502
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 12:38:58