Heimasíða Ásgarðs

21.02.2009 00:12

Hvað eru þeir svo að væla....?


Hrókur að taka stöðuna á einni frá því síðastliðið vor.

Sá þessa gömlu frétt (neðar á blogginu:) frá í sumar og datt í hug að skella henni hér þrátt fyrir að hún fjallaði um útlenskan stóðhest.
Það kemur alltaf reglulega upp sú umræða hér á landi að það sé verið að pressa um of á stóðhestana okkar bæði með endalausum keppnum hingað og þangað um landið og svo er kreist úr þeim einsog hægt er á milli keppna með húsnotkun áður en þeir fá frelsið í hagann orðnir dauðuppgefnir og þá með jafnvel 35-40 hóp af stóðhestasoltnum hryssum sem berjast um hylli þeirra og jafnvel berja þá og sparka til að koma þeim til við sig!
Þeim er engin undankoma auðið og stundum missa þeir sig við hryssurnar og skaða þær eða þá að þeir flýja útí girðingarhorn og þykjast ekki sjá dömurnar.
Sem betur fer er þetta ekki algengt hér á landi og allt í góði hófi og allir ánægðir,bæði hryssurnar,stóðhestarnir og eigendur þeirra.

En hvað mega þeir segja sem áttu þennan fola!!!!

Kynvilltur stóðhestur kostar eigendur sína milljarða kr.

mynd

Menn vita ekki hvort hann er kynvilltur, kyndaufur eða bara húðlatur. Allavega hafa eigendur stóðhestsins War Emblem séð á eftir milljörðum kr. í tapaða folatolla því hesturinn vill ekki fjölga sér.

Þegar stóðhestastöðinni Shadai í Japan tókst að kaupa War Emblem árið 2003 þóttust menn þar á bæ hafa himinn höndum tekið. Hesturinn hafði unnið hið þekkta Kentucky Darby veðhlaup árið áður og eigendur Shadai töldu að þeir myndu hagnast mikið á folatollum á næstu árum.

War Emblem hafði aðrar áætlanir á prjónunum. Árið 2003 köstuðu aðeins sjö af 350 hryssum, sem hesturinn var kynntur fyrir, folöldum. Ári seinna voru það 35 af 500 hryssum. Árið 2005 kom ekki eitt einasta folald undan honum.

Þar sem War Emblem er af hreinræktuðu ensku kyni má ekki nota sæði hans í hryssur nema á náttúrlegann hátt, það er hann verður sjálfur að sjá um sæðisgjöfina.

Þar sem War Emblem hefur engan áhuga á að fylja hryssur hefur Shadai-stöðin tapað 55 milljón dollara eða nær 5 milljörðum kr. í glötuðum folatollum. Og við það bætist svo kaupverðið á sínum tíma sem nam 17 milljónum dollara.

Hvað eru svo íslenskir stóðhestar að væla emoticon ?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 348
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 300191
Samtals gestir: 34706
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:59:48