Heimasíða Ásgarðs

02.02.2009 01:00

Útreiðarveðurblíða:)


Ég og Gunnhildur frænka að leggja í hann í gær.

Veðurblíðan undanfarið er búin að vera stórkostleg enda hef ég ekki slegið slöku við og notað tækifærið til að ríða út af krafti.

Líka innandyra því fyrsti tíminn hjá Jóa G í fínu flottu reiðhöllinni inná Mánagrund var í fyrradag.
Gaman að stráknum,hann er hress og kátur við okkur stelpurnar í mínum hóp en við erum nú einungis 4 saman í tímum í vetur.

Mér líst alveg svakalega vel á þetta en reiðskjótanum mínum leist ekkert á þetta og verð ég að gefa Rjúpunni minni frí frá námskeiðinu í vetur og mæta með annað hross sem er meira tamið til að ég njóti mín og læri í stað þess að bægslast um salinn á lítið tömdu trippi.

Það er líka ekki sanngjarnt fyrir hina nemendurnar að ég sé á hrossi sem er ekki í þokkalegum takti við þeirra hross.

Biskupinn verður því fyrir valinu og nú er bara að saxa af honum spikið í rólegheitum og vinna hann aftur sem reiðhest en ekki rokuhross.

Leiðtogahlutverkið er aðeins brenglað en ég held að þetta eigi alveg að heppnast hjá okkur og það jafnvel með sóma.

Minnsta kosti ætla ég að fara með hann og vera jákvæð og gera allt sem ég get til að endurheimta gamla góða hestinn minn sem er einhverstaðar þarna undir öllu spikinu emoticon .

Snót Prinsdóttir frá Ægissíðu.

Útigangurinn dafnar vel í kuldanum.
Það var nokkuð skemmtilegt að koma í ljós með eitt folaldið hér á bæ.
Himinglæva undan Stórstjörnu Brúnblesadóttur og Óðni Hrókssyni er litförótt!
Hún er öll í hvítum hárum ef maður greiðir þau í sundur.

Himinglæva að fá sér sopa í kuldanum.

Freyja Hróks að fá sopa hjá Mön mömmu sinni:)

Skelli hér inn í lokin myndasyrpu af folaldinu hans Hebba undan Toppu Náttfaradóttur og Aski Stígandasyni.

Gott að velta sér í snjónum.

Og teygja vel..............!

Ahhhhhhhh.............emoticon

Og slaka á................:)

Er ég ekki sætust emoticon !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 348
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 300366
Samtals gestir: 34732
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 23:14:01