Heimasíða Ásgarðs

30.01.2009 14:16

Allt í Rjúpum í Ásgarðinum:)


Rjúpa í felum.

Ég bara varð að blogga smá fyrir bæði mig og ykkur á þessum fallega Föstudegi.

Hér fylltist allt af Rjúpum fyrir nokkrum dögum og þegar að ég fór í reiðtúr á Hrók í fyrradag þá sá ég þær ekki í vegkantinum fyrr en þær flugu undan fótunum á klárnum!
Vá...............hvað þær eru samlitar snjónum!!!

En það eru smá leiðindafréttir af Hróksanum mínum sem ég stólaði á í vetur bæði á reiðnámskeið,Kvennatöltið,aðstoðartamingarhest og bara allt.
Hann verður bara haltari og haltari á öðrum framfætinum eftir því sem ég fer oftar á hann.

Það er einsog einhver hafi kippt undan mér öðrum fætinum að missa klárinn undan hnakknum.

Ég verð bara að bíta í það súra og gera eitthvað sniðugt með næsta hross.
Rjúpa dóttir hans ætlar að koma í hans stað á reiðnámskeiðinu í vetur hjá Jóa G.

Eða ég ætla að vona að við slípumst skemmtilega til saman en ég prófaði hana í gær í reiðhöllinni nýju og var ég himinlifandi með beislisvinnuna á hryssunni en vinkona mín hún Eygló hefur séð alfarið um að gangsetja hryssuna og gera hana góða í beisli.

En djö...................er hryssan stór! Það er ekki fyndið að komast á bak þessari himnalengju!! Verum bara ekkert að ræða það nánar!

Ég fór líka á bak Vordísi Brúnblesadóttur sem er bara fín,smá skap í henni en það vinnst vel úr hnakknum og er þetta prýðisreiðhryssa.

Tandurhreint tölt,brokkar ágætlega en það þarf aðeins að passa sig að hún fari ekki beint yfir í töltið af því.

Ekki slæmt að eiga hross sem sækir í töltið.
Frábær bremsubúnaður í þessari hryssu,bara hvísla hóóó......þá neglir hún niður.

Nú svo skellti ég mér á sjálfann skápinn hann Biskup!
Djö.............er klárinn feitur! OG djö.............er þetta mikill sófi á sitja á!

Hann er einsog Vordísin vill bara tölta og tölta enda enginn tími til að brokka hjá þeim höfðingja nema að hann fái að þrusa á því á hans hraða.
Þá má ekki taka í tauminn því þá er hann strax kominn aftur inní töltið.
Rosalega sé ég eftir því að hafa misst þennan hest í svona mikið spik og svo er hann orðinn kvíðinn fyrir verkefninu og var farinn að flýja hlutverkið með því að læsa sér í beisli og rjúka.

Ég fékk góðar leiðbeiningar frá frábærri tamingardömu í bænum og það er ekkert annað en feta og feta og feta og kenna honum sveigjustopp.
Bara gefast ekki upp sagði hún.

Farin út í góða veðrið að taka myndir!!!
Nú svo er þorrablótið hjá Mánamönnum og konum í kvöld klukkan 19:00!
Eigið góða helgi elskurnar mínar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301280
Samtals gestir: 35015
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 05:35:45