Heimasíða Ásgarðs

27.01.2009 00:00

Hrossin (loksins:) sótt í Reiðholtið


Í frelsinu í Reiðholti rétt áður en smalað var.

Loksins var hægt að fara í Reiðholtið og sækja hrossin sem þar voru og hefðu mátt koma fyrr heim.

Veðrið er margbúið að setja strik í reikninginn og einnig aðstöðuleysið til að handsama stygg hross en það bráðvantar góða rétt til að ná því sem ekki er hægt að ganga að og mýla.

Rög við hálkublettina og erfitt að koma þeim áfram!

Ég asnaðist til að setja þangað trippi fyrir tveimur árum sem voru kannski ekki alveg fullunnin en mannvön og búin að læra grunnreglurnar en það sem skeði var að þau aftömdust þessir
kjánar og létu manninn ekki koma of nærri sér sérstaklega ef múlar og bönd voru nærri.

Þetta geri ég ekki aftur því það er búið að liggja á mér einsog mara að ná þessum trippum ekki heim!

Snót Prinsdóttir (Oturssonar)

En loksins í gær náðist að koma þeim í þessa fínu rétt á næsta bæ og þar var sko aldeilis flott aðstaða til að flokka þau í rólegheitum í sundur í réttinni og voru þau rekin inní hlöðu og þaðan beint uppá flutningarbíl!

Vala Snæsdóttir (Keilissonar)

Þannig að ég tók 7 stykki,1 fór af í RVK og á annan bíl sem fór norður í land með það næsta dag.

Raketta Hróksdóttir (Kormákssonar:)

Annað trippi fór svo til nýs eiganda í dag og tvö gömul hrossi verða felld núna á allra næstu dögum vegna fótaleysis.

Restin fer útí rúllu og svo verða tvö af þeim tekin inn fljótlega í fortamningu.

Mikið er ég rosalega fegin að þetta er búið,mér er meinilla við að ferðast yfir Hellisheiðina (eða bara heiðar yfirleitt) yfir vetratímann.

Núna er það bara ekkert nema gleðin framundan,reiðnámskeið hjá http://mani.is/ og sömuleiðis Þorrablót.

Svaðalegar ferðir hjá Svaðilfara!!!


Ég var beðin um að skella hér inn smá auglýsingu fyrir eina hressa stelpu en hún ásamt öðrum skipuleggur frábærar hestaferðir í stórbrotnu landslagi fyrir fyrir vestan.

Hér er leiðarlýsing/kynning á styttri ferðinni hjá Hörpu:

Svaðilfari er lítið fjölskyldufyrirtæki hjá þeim Þórði og Dúnu á Laugarholti í Ísafjarðardjúpi, þau hafa verið með langar ferðir í kringum Drangajökul í meira en 10 ár og ferðirnar mjög vinsælar.

Ferðin er 22-27 Júní 2009 
 
Dagur 1 - 22 Júní 2009
Komudagur
Þessi dagur er mjög svipaður eins og komudagurinn í löngu ferðinni. V Fólk kemur um kaffi leiti og hefur þá tíma til að koma sér aðeins fyrir og kynnast hestunum. Við munum hafa kvöldmat í fyrra fallinu og svo skellum við okkur í stuttan reiðtúr fram dal. Svona til að leyfa fólkinu að venjast hestunum. Stuttur en góður reiðtúr.  Svo munum við slaka á það sem eftir er að kveldi, kíkja í albúm og bara njóta sveitasælunar.
 
Dagur 2
Þessi dagur er alveg eins og dagur 2 í löngu ferðunum.  Við munum fara yfir Kaldalón á fjöru svo við vitum ekki alveg enn hvenær við leggjum af stað.
En við skiljum hestana ekki eftir á Tyrðilmýri - við förum fram Unaðsdal og skiljum þá eftir í girðingu þar.  Og fara til baka til Laugarholts.
 
Dagur 3
Núna leggjum við af stað yfir í Jökulfirðina. Við förum frá Unaðsdal og yfir Öldugilsheiði, förum vegarslóða sem lagður var um 1970 og kláraður fyrir nokkrum árum - Við erum mjög nálagt jökli og förum mikið yfir á snjó. Vegurinn liggur niður í Leirufjörð og við heilsum upp á Jökulfirðina. Við löbbum niður og er það fyrsta labbið í ferðinni. Við komum að Höfða sem er aðeins lengra en Flæðareyri
Við gistum á Höfða, þett er gamalt hús sem hefur sál, æðislegur staður. Í fyrra var tekin upp bíómynd þar  - Eitur í æðum og voru hestarnir okkar í henni
 
Dagur 4
Þetta er stuttur reiðdagur, við förum frá Höfða að Grunnavík. Þar sem Friggi og Sigurrós taka á móti okkur og sjá um að kynna okkur fyrir lífinu á svæðinu. Það er allt eftir því hvernig veðrið mun leika við okkur þennan dag hvernig hann verður. Ef við fáum gott veður munum við skella okkur í siglingu.. Í þau skipti sem ég hef komið í Grunnuvík hefur mér alltaf langað til að vera lengur - enda svæðið gull fallegt og Figgi og Sigurrós alveg frábær.
Við munum borða kvöldmat og gista hjá þeim. Fáum eitthvað grafið og gott með öllu tilheyrandi að hætti Sigurrósar. Mun ekki svíkja neinn
 
Dagur 5
Þetta er lengsti dagurinn. Enda í eðlilegri ferð er þetta síðasti dagurinn.
Við leggjum af stað frá Grunnavík og upp á Snæfjallaheiði - þarna er aftur labb.
Við komum niður að Sandeyri  þar sem við munum taka gott stopp - enda hestarnir vanir að stoppa þar og best að breyta því ekki.
Við förum framhjá Tyrðilmýri og aftur fram Unaðsdal. Gæti verið að við stoppum á Tyrðilmýri  - ekki alveg ákveðið
Við förum svo í mat hjá Sigga á Dalbæ - Gaggandi gæs að hætti Sigga. J
 
Dagur 6
Eðlilega væri þetta brottfarardagur - en þar sem þetta er fyrsta ferðin þá getur verið að við munum lengja hana um einn dag fyrir þá sem vilja þar sem hrossin eiga eftir að koma heim. Þetta er enn óvíst.
 
Íslenska verðið er 105.000
Erlenda verðið er 1050 Evrur
 
Fyrirspurnir sendist á
harpa@gstuning.net
 
Einnig erum við með langar ferðir sem eru í júlí og eru þær nærri því fullbókaðar, ferðin 2-10 Júlí er ekki alveg full svo ef einhver hefur áhuga á vikuferð í kringum Drangajökul þá bara endilega sendið mér póst!

Harpa Eiríksdóttir
15 Leicester street
Derby - de22 3pw
England
www.123.is/harpaskarpa
www.blog.central.is/harpae
harpa@gstuning.net
Tel: 00447766892691 (England)
Tel: 894-1011 (Island - Iceland)

Smá viðbót á lýsingunni :

Svaðilfari - alvöru hestaferðir eins og þær gerast bestar


Lífsreynsla sem mun fylgja þér allt þitt líf

Hestaferðir með Svaðilfara er ómetanleg lífsreynsla að upplifa ósnorta vestfirska náttúru og komast frá öllu stressi.
Með Svaðilfara getur þú upplifað fegurð Jökulfjarða og Hornstranda á einstaka vegu.

Afhverju er ferð með Svaðilfara svona sérstök
  • Ferðast um með trússhross og hóp lausra hesta sem sýna þér hve frjálsir þeir eru
  • Tækifæri á að upplifa óspillta villta náttúru Vestfjarða
  • Fara yfir jökull á hesti (einstakt á Íslandi)
  • Heimilislegt andrúmsloft í litlum hópum
  • Leiðsögn frá fararstjórum sem hafa farið þarna um í mörg ár og endalaus þekking á svæðinu
  • Ekta íslenskur matur að hætti vestfirðinga

Dagsetningar fyrir sumarið 2009

  • 2. júlí - 10 júlí 2009 enn nokkur pláss laus
  • 13 júlí - 21 júlí 2009 fullbókað

Verð 150.000 kr (þetta verð er fyrir Íslendinga og þá sem búsettir eru á Íslandi)

Innifalið er

  • 8 daga svefnpokagisting
  • allur matur
  • allt sem þarf fyrir hestinn (beisli, hnakkur, hnakktaska ofl)
  • Reynsla og þekking á svæðinu
  • far frá og til Hólmavíkur (til rútu)

Ekki innifalið: flug til Íslands, gisting í Reykjavík og rútufar til Hólmavíkur

Ferðadagarnir geta verið langir og er það mjög gott ef farþegar geta hjálpað til með hestana sem lausir eru
Mjög mikilvægt er að farþegar hafi reynslu af hestum og séu í góðu formi enda þar sem bratt er munum við labba með hestunum

Ef þig langar í ferðina en ert ekki viss um að hún henti þér, endilega hafðu samband við getum hjálpað þér.

Dúna og Þóður s: 451-4858
eða talaðu við aðstoðarmanneskjuna okkar sem sér um bókanir
Harpa Eiríksdóttir  harpa@gstuning.net  0044-1332-595041 (búsett erlendis yfir vetrartímann)

Svaðilfari - Real Horseback Expeditions

More than just a simply horse riding in the Westfjords

Horse expedition with Svaðilfari is not only chance to leave the civilisation behind, but also an opportunity to experience the breathtaking wilderness of the Westfjords of Iceland and feel the power of nature for yourself. With Svaðilfari you can experience the magic of Iceland in a very special way!

What makes our expeditions unique?

     Travel with packhorses and a free-running herd as has been traditionally done for centuries in Iceland.
     Experience the unspoiled wilderness of Iceland´s wild Westfjords
     Cross a glacier on horseback (unique in Iceland)
     Family-like atmosphere in very small goups
     Local guide with years of experience and endless local knowledge
     Accomodation in a communal tent (Laplandic Kota) and in old abandoned farms
     Traditional Icelandic food

    Dates for Summer 2009:

    • 2. July - 10. July 2009 - Still places left
    • 13. July - 21. July 2009  Full

    Price: 1.500,00 Euro per person

    Price includes:

    • 8 nights accommodation
    • all food
    • horse equipment and helmet
    • experienced and knowledgable local guiding
    • transfer from and to the bus in Hólmavík

    (Not included; flight to Iceland, accomodation in Reykjavík, bus to Hólmavík)

    Pre-Requirements for the
    Svaðilfari Horseback Expedition

    The days can be long on the Svaðilfari horseback expedition and it is useful if everyone can help to chase the free-running packhorses.

    Because of this, it is important that you have some prior experience at horse riding. In addition you need to be in good physical shape as we dismount and lead the horses through the steeper sections of the mountain paths. Significant sections of the route are therefore done on foot.

    If you are not sure if the tour is suitable for you, then do not hesitiate to get in touch with us to ask further questions.

    Contact by e-mail:  harpa@gstuning.net og call 0044-1332-595041

Ég held barasta að ég hafi komið þessu (ýkt:) til skila Harpa emoticon !
Knús og kossar til ykkar allra þarna úti emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 468
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301359
Samtals gestir: 35048
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 08:16:43