Heimasíða Ásgarðs

10.01.2009 17:15

Vænting heimsótt í Víðidalinn


Vænting og Hrefna að reka voffana inní hesthús fyrir reiðtúrinn.

Nú gerði ég ykkur alveg orðlaus með þessu textalausa bloggi gott fólk!

Best að bæta úr því hið snarastaemoticon .

Þetta er hún Vænting Toppu/Hróksdóttir sem er í þjálfun og fíneseringu í Víðidalnum hjá henni Hrefnu tamningardömu.
Við kíktum á þær um daginn með cameruna en ég get nú ekki sagt að það hafi tekist mjög vel að mynda merina á ferð vegna slæmrar birtu en Vænting er á góðri leið með að verða það reiðhross sem henni er ætlað.
Taugasterk,viðráðanlegur vilji og þýðgeng er eitthvað sem ég er að leita eftir.
Eina sem klikkaði var að ég gleymdi að skipta út litatúbunni í Hrók áður en hann hitti hana Toppu Náttfaradóttur mömmu hennar emoticon .


 

Náði þó sæmilegu videói af þeim stöllum útum bílgluggann.

Merin má nú alveg losna við nokkur aukakíló enda hefur aldrei verið lagt hart að henni í reið og hún fengið hálf slitrótta tamningu og notið þess að éta bara og éta á sig gat.

Ps.Já" Edda,90% af Hróksafkvæmunum eru mjög taugasterk og þæg reiðhross og láta sér ekki bregða við eitt eða neitt í umhverfinu.

Þessvegna er ég nú að nota klárinn nær eingöngu hér heima því stefnan er að rækta hross sem allir í fjölskyldunni geta umgengist og haft gaman af,frá yngsta fjölskyldumeðlimnum uppí afa og ömmu og allt þar á milli emoticon .

Mín stefna er skýr,að rækta geðgóð hross í fjölbreyttum litum fyrir jafnt vana sem óvana.Þar kemur Hrókur mjög sterkur inn því það má skjóta af byssu við hliðina á honum (og hefur verið gert:) án þess að hann haggist.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 886
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301777
Samtals gestir: 35102
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 16:41:04