Heimasíða Ásgarðs

15.10.2008 12:51

Snæugla frá Víðihlíð óseld/unsold og draumur....


Snæugla er EKKI á leið til Þýskalands.

Smá viðbót vegna ekki sölu á Snæuglu!
Salan gekk til baka vegna peningavandræða hjá væntanlegum kaupanda.
Fólk er orðið hrætt vegna ástandsins en bankar eiga í vandræðum með að senda peninga á milli landa og er þetta ekki gott ástand og farið að koma við kaunin á manni!
Ráðamenn emoticon komið bankamálunum í lag hið snarasta!

Vegna mikillar sölu á hrossum síðustu daga verð ég að koma með smá ábengu til ykkar.

Ég ætti að byrja á því að skella inn draum sem mig dreymdi á sama tíma og ég var að svara heilu bunkunum af pósti um fyrirspurnir um hross.

Mig dreymdi í síðustu viku að ég væri stödd í glæsilegri Reiðhöll í útlöndunum en þar var vítt til veggja sem voru skreyttir og hvítir að lit.Í endanum á Höllinni var púlt og þar stóð maður.
Ég lagði af stað til hans en á leiðinni sökk ég með fæturnar í skít en gólfið var eitt svað af hrossaskít og þegar að ég kom að manninum í púltinu þá datt ég aftur fyrir mig í skítnum og veltist þar um fyrir framan púltið.

Maðurinn rétti mér sverð og annað til en ég notaði fyrra sverðið til að krækja í það síðara og sveiflaði þeim fyrir ofan mig þar sem ég veltist um í skítnum og fór ég að skellihlægja og sagði við manninn í púltinu "þessi sverð eru búin til úr Ora baunadósum"!

Ég vaknaði skellihlægjandi veltandi mér um í rúminu!

Eins og velflestir vita þá er skítur í draumum peningar.

Ekki vissi ég hvað sverð þýddi en ég las það í
draumaráðningarbók að sveifla sverði sé merki um að dreymandinn verði fyrir tapi í náinni framtíð.

Enda kom það í ljós næsta dag að sala sem var að ganga í gegn á einu hrossinu sem ég hafði sett íslenskar upphæðir á hrapaði niður um 60%miðað við gengið sem var reiknað úti!!!

Þetta reddaðist nú allt með söluna á hrossinu en við ákváðum það ég og kaupandinn að mætast á miðri leið og ég tók á mig 30% tap og kaupandinn jók sína upphæð um 30%.

Ekki er allt gull sem glóir elskurnar mínar og þið sem eruð að selja hross út skuluð passa uppá að taka ekki við ígildi Ora baunadósar fyrir hrossin ykkar.

Ég tek það fram í síðustu sölunum að ég reikni út frá gengi hér á landi en ekki úti.
Það er allt annað gengi í gangi og fleiri en tvö skal ég segja ykkur!!!

Ég tel þetta þörfa ábendingu til allra sem eru að versla með hross til útlandanna og vonandi hef ég komið í veg fyrir leiðindi á milli kaupenda og seljenda með þessum orðum hér.

Auðvitað þurfa báðir að fara ánægðir frá samingsborðinu.
Annað væri ekki sanngjarnt elskurnar mínar.
Knús frá mér þartil næst emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 313177
Samtals gestir: 36937
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 21:01:04