Heimasíða Ásgarðs

22.09.2008 02:35

Grindavíkur smali lokið


Þá er smalinu í Grindavík lokið þetta árið.Kannski einhverjar örfáar skjátur eftir sem verða heimtar seinna meir þegar að þær sjást og láta í sig nást.
Veðrið nánast lék við menn og skepnur og varla kom dropi úr lofti á meðan á smalinu stóð.

Féð rennur veginn með hrjóstrugt hraunið á báða bóga.

Allt gekk vel enda sú nýbreytni höfð að reka féð heim á tveimur dögum (var gert líka í fyrra) og reka það eftir veginum en ekki yfir hraunið sem er ansi illt yfirferðar bæði fyrir féð sjálft og hrossin og ég tala nú ekki um gangandi smala.

Við Hebbi mættum í smalið en ég var ekki alveg tilbúin í að mæta með hross núna.
Eitthvað er maður að eldast smám saman emoticon .

Það var gaman að sjá allan þennan flota af fé og mikið var af mislitu enda margir hobbýbændur sem áttu þarna kindur.Einhvernveginn vill það fara svo að við sem erum með færra fé og erum að þessu kindastússi mest til gamans sækjumst í að hafa mislitt fé.

Komnar í sjálfheldu að mér fannst!

Þarna voru líka ansi skrautlegar kindur af forystukyni og voru þær áberandi óþekkar skjáturnar!
Ég er mikið fegin að hafa verið stoppuð af fyrir nokkrum árum að kaupa kindur af þessum sama stofni en bændur hér í Sandgerði þverneituðu okkur um að taka þær í sín hólf og fussuðu of sveiuðu mikið!

Þær létu sig bara gossa niður!

Ég skil það vel eftir að hafa séð hve þverlyndar þær eru og hegðuðu þær sér einsog þær væru Fjallageitur í klifurkeppni!


Obbosí......soldið stuttir fætur til að komast hjálparlaust hnakkinn.

Mikið hef ég gaman af að sjá ungviðið ríðandi í smali einsog ekkert sé.
Og ekki verra að sjá sama hrossið með krakka ár eftir ár í hestaferðum og smali einsog þessa litföróttu hryssu sem stendur sig einsog hetja þótt árin séu að færast yfir hana og ferðirnar orðnar margar hjá henni.


Sú litförótta komin með annan knapa heldur minni emoticon .
Set myndir úr smalinu inní albúm á morgun ásamt fullt af nýjum linkum emoticon .

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297761
Samtals gestir: 34350
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 18:20:46